Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 31

Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 31
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein Skattborgarinn „Ekkert sérstakt,“ svarar prófessorinn. „Norskir bankamenn eru enn hræddir eftir síðustu bankakreppu og hugsanlega eru einhverjar kröfur um bindiskyldu strangari í Noregi en á Íslandi og kröfur til eiginfjár harðari en í aðalatriðum eru reglurnar eins. Bankakreppan situr enn í Norðmönnum og þess vegna fara þeir sér hægar en Íslend- ingar.“ Hann segir einnig að viss einkenni bankabólu séu í Noregi líka. Þar á hann við að norsku bankarnir hafa verið of örlátir á fasteignalán á sama tíma og húsnæðisverð er í hámarki. Þá hefur verið ofvöxtur í lánum til skipafélaga. Þetta eru hættumerki lík þeim sem komið hafa fram á Íslandi. „Munurinn er að í stað skipafélaga lögðu íslensku bankarnir fé í smásöluverslanir í Englandi,“ segir Johnsen. „Það er aldrei skynsamlegt ef bankar binda of mikið af sínu fé í einni grein sem þar að auki er háð miklum sveiflum.“ Munurinn á íslensku og norsku bönkunum er þó sá að þeir norsku hafa öflugan lánveitanda til þrautavara að baki sér. Norska ríkið ræður vel við að bjarga bönkunum. Allir viðskiptavinir norsku bankanna vita það. Betri stjórn ríkisfjármála „Á einu sviði hafa Norðmenn þó staðið betur að málum en Íslend- ingar. Það eru ríkisfjármálin,“ segir Johnsen. „Á Íslandi voru peningar ekki lagðir til hliðar í góðærinu. Það hafa Norðmenn gert og sett mikið af olíupeningum í erlend verðbréf. Þessir peningar rýrna að vísu þegar verðbréf falla almennt en hagkerfið er ekki háð þeim. Þeir hafa ekki valdið ekki þenslu heima.“ En hvað á að gera þegar einkenni bankabólu koma fram? „Ég geri mér betur grein fyrir því nú en áður að sennilega er mjög erfitt að stöðva svona þróun þegar hún er hafin,“ segir Johnsen. „Enginn stjórnmálamaður hefur burði til að standa upp í miðjum gleðskapnum og segja: Jæja, gott fólk, nú er veislunni lokið! Pólitískt er það ekki hægt og sérstaklega erfitt í litlu landi þar sem öll tengsl eru samofin. Ég hef velt því fyrir mér hver hafi eiginlega haft eftirlit með hverjum á Íslandi, stjórnmálamennirnir eða peningamennirnir.“ sjálfvirk bremsa Samt eru til ráð sem hægt er að nota og öll rúmast innan frelsisins á Evrópska efnahagssvæðinu. Thore Johnsen er einkum hrifinn af ráði sem Spánverjar hafa tekið upp. Þetta ráð gengur út á að eftir því sem bankarnir stækka hækkar hlutfallslega krafan um eiginfé. „Þetta er einskonar sjálfvirk bremsa,“ segir Johnsen. „Ef mikill vöxtur hleypur í bankana dregur krafan um hlutfallslega meira eigið fé úr vexti þeirra. Bankarnir eru neyddir til að leggja meira til hliðar í góðæri.“ Hann segir einnig hugsanlegt að ætla Alþjóða gjaldeyrissjóðnum meiri völd yfir peningastefnu einstakra ríkja. Gjaldeyrissjóðurinn tæki þá að sér hlutverk seðlabanka. „Þetta er tæknilega mögulegt og gæti komið sér vel fyrir lítil ríki þar sem seðlabankar eiga erfitt með að beita sér,“ segir Johnsen. „En þetta felur líka í sér framsal á fullveldi og er ef til vill erfitt í fram- kvæmd þess vegna.“ Meiri fagleg stjórn Hann segir einnig að seðlabanki og fjármálaeftirlit verði að gera strangari kröfur um eiginfé. Fjármagnið að baki íslensku bönkunum hafi verið mjög lítið og komið frá fáum fjölskyldum. Bankana hafi skort erlent hlutafé og á Íslandi voru víðtæk kross- eignatengsl látin viðgangast. Johnsen segir að eftir síðustu bankakreppu í Noregi sé samkomulag um að skilja í reynd á milli eftirlitsstofnana, stjórnmála og viðskiptalífs. Allt hafi þetta blandast saman á Íslandi og því lítið orðið úr eftirliti. Þarna þurfi sterkari faglegar stofnanir. „Mér sýnist sem bæði Seðlabankinn á Íslandi og Fjármálaeftirlitið hafi farið sér hægt fyrst eftir einkavæðingu bankanna og aukið frjálsræði í rekstri þeirra,“ segir Johnsen. „Þetta var hættulegt því fyrsta reynsla allra annarra þjóða af sömu breytingum er að bankarnir missa stjórn á sér. Síðan þegar bólan er byrjuð að vaxa er of seint að snúa aftur.“ Johnsen bendir á að hækkun vaxta sé í sjálfu sér rétt aðgerð til að draga úr neyslu en dugi ekki ein og sér í opnu alþjóðlegu hagkerfi. Seðlabankinn hefði getað fylgt háum vöxtum eftir með langri bindi- skyldu á erlendum gjaldeyriskaupum. Það hefði dregið verulega úr spákaupmennsku með krónuna. Bankarnir gátu fallið haustið 2007 „Það er hægt að slá á svona bankabólur með mörgum ráðum en mik- ilvægast er að grípa til aðgerða strax og um leið og einkenni bólunnar koma fram. Annars er það of seint,“ segir Johnsen. Hann segir að mikilvægasta aðgerðin til að koma í veg fyrir fjár- málabólur sé að taka peninga úr umferð í góðæri. „Það er í góðærinu sem vandinn skapast, ekki þegar bólan springur,“ segir Johnsen. „Þess vega þarf að loka barnum snemma þegar svona gleðskapur hefst og segja fólki að drekka vatn!“ Hann segir einnig að íslensku bankarnir hafi verið nærri því að falla í litlu kreppunni haustið 2007. Það hefði verið betra fyrir Íslend- inga að taka á sig áfallið þá en ári síðar, sérstaklega vegna þess að nú eru horfur í efnahag heimsins dökkar. „Ég sá það þegar árið 2005 að íslensku bankarnir gátu aldrei staðið til lengdar,“ segir Johnsen. „Þetta var spilaborg byggð úr lánsfé og hlaut að falla ef kreppti að. Það gat gerst fyrr og það gat gerst síðar en hrunið var óumflýjanlegt.“ „Það eina sem er sérstakt við íslensku bankabóluna er að hún varð stærri en dæmi eru um áður.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.