Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 34

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 34
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 8 35 Undanfarnar vikur hef ég margoft verið spurð að því hvort það sé ekki orðið óþægilegt fyrir Íslendinga að búa í Bretlandi, hvort ég hafi ekki fundið fyrir köldu viðmóti. Stutta svarið er: það er fráleitt að svo sé. Fréttirnar hafa auðvitað verið gríð- arlegar – sem er í fyrsta lagi skiljanlegt þar sem um 300 þúsund einstaklingar og fjöldi stofnana og fyrirtækja varð fyrir búsifjum vegna gjaldþrota bankanna. Í öðru lagi er stórfrétt að þrír stærstu bank- arnir í einu landi verði gjaldþrota. Bretar eru hæðnir og auðvitað hafa þeir gert grín að þessum hremmingum. Það hefur þó ekki verið gert að einhverri sérstakri illkvittni af því Íslendingar eiga í hlut. Af sögulegum ástæðum er Bretum einkum illa við tvær þjóðir, Þjóðverja og Bandaríkjamenn. Hrun íslensku bank- anna flækist ekki inn í neinar sérstakar hugmyndir sem Bretar gera sér af Íslendingum sem þeim er almennt vel við. Það gegnir þó án efa öðru máli um íslensk fyrirtæki hér. Það má vel vera að þau finni fyrir minna trausti en áður – en sama hefði hitt hvaða aðra þjóð sem hefði lent í svipuðum aðstæðum. Fyrir nokkrum árum sagði einn af íslensku útrásarforkólfunum við mig, með nokkrum kvíða, að ef einhverju íslensku fyrirtækj- anna yrði á, svo eftir yrði tekið, eða fengi á sig illt orð, myndi það grafa undan trausti annarra íslenskra fyrirtækja því það væri tilhneiging til að setja allt íslenskt undir einn hatt. Á þeim tíma gat enginn ímyndað sér að bankarnir þrír hyrfu á einni viku. Fall bankanna kann að grafa undan viðskipta- trausti – en það er fjarri lagi að Ísland sé aðhlátursefni hér í Bretlandi eða að fólki hér sé orðið illa við Íslendinga. Takið eftir að Bretar flykkjast til Íslands eftir sem áður! Sigrún Davíðsdóttir Hlæja Bretar að Íslendingum eða eru þeir reiðir? Traustir bankar? Hér gerir Buiter svo að umræðuefni hversu vel stæðir íslensku bankarnir hafi í raun verið. Í ljósi þess að Buiter gerði úttekt á íslenska bankakerfinu er athyglisvert að hann segir því haldið fram að íslensku bankarnir hafi verið með traustar eignir umfram skuldir „þó ég hafi ekki séð neinar sannanlegar upp- lýsingar um góða stöðu hinna þriggja fyrrum alþjóðlegu banka.“ Buiter rekur síðan allítarlega stöðu seðla- banka í löndum þar sem skuldbindingar bankakerfisins eru að stórum hluta í erlendri mynt. Með evruna að bakhjarli hefði Ísland verið hluti af evrukerfinu með Evrópska seðlabankann og fimmtán seðlabanka evru- landanna. Um 27 prósent af gjaldeyrisvara- sjóðum heimsins eru í evrum, dollarinn í fyrsta sæti með 64 prósent. Pundið er aðeins 4,7 prósent meðan bæði japanska jenið og svissneski frankinn mælast varla í þessu sam- hengi. Ísland þarf ekki að nefna. Vandi Íslands var að landið hafði hvorki gjaldeyrisvarasjóð né fjárhag til að verja bankana. Hér bendir Buiter á að Bretland sé í hliðstæðri aðstöðu, hafi klárlega ekki gjaldeyrissjóði til að standa við erlendar skuldbindingar. Þótt ríkið gæti fræðilega séð bjargað bankakerfinu myndi slíkt stofna ríkis- jóði í hættu, skuldatryggingarálag hækkaði og ítrustu afleiðingar gætu verið þjóðargjald- þrot. Ísland: ítrasta dæmið en ekki einstakt? Þegar fréttir af hremmingum og hruni íslensku bankanna þriggja bárust fyrst til umheimsins vöktu þær eðlilega ofurathygli. Annað eins hafði ekki sést. Í stöðugum kreppufréttum og ríkishjálp í viðlögum bankanna varð Ísland hin ítrasta viðmiðun – verra en að allt bankakerfið sveipaðist burtu og skildi eftir sig tröllauknar erlendar skuldir og skuldbindingar gat það ekki orðið. Í sumar skrifaði Robert Wade, prófessor við LSE, grein í Financial Times þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort Ísland væri víti til varnaðar, fyrsta merkið um hvað gæti í raun gerst ef allt færi á versta veg. Umfjöllun Buiters nú er í þeim anda – atburðirnir á Íslandi er dæmi um hættur þess að vera með risastóra banka með mikil erlend umsvif í hlutfallslega litlu landi með eigin gjaldmiðil sem er ekki alþjóðleg versl- unarvara. Ekkert land hefur séð fyrir endann á þeim efnahagslegu hættum sem blasa við þessa mánuðina.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.