Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 43

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 43
44 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Í bókinni skrifar Þór opinskátt um reynslu sína fyrstu misserin í starfi sínu sem forstjóri Sjóvár. Áskoranirnar sem hann mætti í því krefjandi verkefni sem hann tók að sér þegar hann settist í forstjórastólinn, þær breytingar sem hann boðaði en síðast en ekki síst þau mistök sem hann gerði og hvað hann hefur lært af þeim. Hvernig tökum við á mistökunum? Mistök leiðtoga eru sjaldnast á borð borin. Margir gera hvað þeir geta til að breiða yfir þau eða gangast ekki við þeim komi þau upp á yfirborðið. Þór hvetur stjórnendur til að gera hið gagnstæða, þ.e. að skrá hjá sér mistökin, lærdóminn af þeim og hvetja starfsmenn sína jafnframt til að læra af þeim. Skilaboðin í Betrun eru þau að sama hversu hátt settur stjórnandinn er, þá mun hann gera mistök eins og allar aðrar mannlegar verur. Það er hins vegar mikilvægt að læra af þeim til að ná enn frekari árangri í starfi. Árangur Þórs og starfsmanna hans hjá Sjóvá hefur verið gríðarlega góður undanfarin misseri, eins og rakið er í inngangi bókarinnar. TExTi: unnur valborg hilmarsdóttir B æ K u R Það gerist ekki oft á Íslandi að einn af reyndari og virtari forstjórum landsins setj- ist niður og skrifi bók um þann lærdóm sem hann hefur gengið í gegnum. Að minsta kosti ekki á meðan sá hinn sami á enn eftir fjölda ára í starfi. Það gerist ekki heldur oft að þekktur forstjóri setjist niður og skrifi um mistök sín í starfi til útgáfu. Það gerir Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvar, í nýútkominni bók sem ber heitið Betrun, hvernig bæta má stjórnun með því að læra af mistökum. LæRT aF miSTöKum Unnur Valborg Hilmarsdóttir fjallar hér um nýja bók Þórs Sigfússonar. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.