Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 44

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 44
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 45 Fyrir hverja? Bókin er einföld og skýr í allri framsetningu. Hún hentar vel upp- teknum stjórnendum þar sem lykilatriði eru dregin fram á spássíur bókarinnar og því er hægt að renna í gegnum aðalatriði bókarinnar á skammri stund. Hún er öllum stjórnendum gagnleg áminning um þær gildrur sem þeim hættir til að falla í og nýtist því sem einskonar vörutalning á hvar stjórnandinn stendur. Hún er gagnlegur listi ráða frá einum af virtari stjórnendum landsins og í henni er að finna verðmætar lexíur sem bæði reyndir og óreyndir stjórnendur geta nýtt sér til aukins árangurs. Áhrif mistaka Það þarf mikið öryggi til að viðurkenna mistök sín í bók sem þessari en það öryggi verða stjórnendur að sýna ætli þeir sér að ná langvar- andi árangri í sínu starfi. Eins og segir á bókarkápu: „Stjórnendur fyrirtækja gera sér oft enga grein fyrir minni háttar misfellum í starfi sínu og samstarfsfólkið lætur kannski hjá líða að benda þeim á þær. En minni háttar mistök geta orðið meiri háttar vandamál séu þau tíð og síendurtekin; þau geta gegnsýrt fyrirtækin og lamað starfsemina.“ Þór tekur í bókinni dæmi um sín mistök, stór og smá, hvaða afleið- ingar þau höfðu og hvað hann gerði til að greiða úr þeim. Útgáfu bókarinnar ber að fagna og hér með er skorað á fleiri reynda stjórnendur landsins um að fylgja í kjölfarið og skrifa um reynslu sína svo aðrir geti dregið lærdóm af. Erlendir stjórnendur gera mikið af því að gefa út bækur sem þessar en íslenskir stjórn- endur búa ekki síður yfir þekkingu og reynslu sem nýtast sam- löndum þeirra í svipaðri stöðu. B æ K u R HOLLRÁð ÞóRS Efni bókarinnar er samantekið í nokkrum góðum holl- ráðum (hér er birt stytt útgáfa): Ef þú vilt hafa áhrif, hlustaðu og sýndu skoðunum • annarra áhuga. Ekki festast í starfsmannastjórnun. Fókuseraðu á þá • hluti sem skipta máli. Feldu fólki ábyrgð. Ef þú nýtur þess ekki að umgang-• ast fólk skaltu ekki gerast stjórnandi. Hugsaðu vel um fólkið þitt og ekki síst stjörnurnar. Hafðu skýran fókus. Haltu þig við strategíska • hugsun. Á þeirri leið þarftu nauðsynlega á fólki að halda. Hlustaðu meira og talaðu minna. Reyndu þetta í viku • og taktu eftir breytingunni til batnaðar. Tölvupósts-forstjórar, leitið ykkur hjálpar.• gerðu það sem þarf til að fá tilfinningu fyrir þjónustu • félagsins sem þú stjórnar. Sumir forstjórar taka fleiri ljósrit en ákvarðanir. • Míkróstjórnun er oftast áfallalaus en þeir sem ánetjast henni fara sjaldan langt með fyrirtæki sín. góð talnasett skipta gríðarlegu máli fyrir stjórnun • fyrirtækja. Láttu engan segja þér að grundvallartölur sé oft erfitt að fá með skjótum hætti. Þá þarftu að skipta út fólki. notaðu einhverja átyllu til að kalla saman hóp af helstu 1. stjörnum fyrirtækisins í eins konar hugflæði. Reyndu svo bara að innbyrða kraftinn, sjúga til þín alla þessa orku til þess að reyna að leysa úr læðingi orkuna í sjálfum þér. Farðu á námskeið fyrir leiðtoga. Það er ekkert eins 2. hressandi og að komast út úr fyrirtækinu og í umhverfi þar sem aðrir yfirmenn fyrirtækja eru viðstaddir og geta talað um reynslu sína og upplifun. Prófaðu að starfa á ólíkum sviðum í fyrirtækinu í um 3. vikutíma. Farðu í verslunina eða reyndu að læra á síma- borðið. Fleygðu út gömlu kennslubókunum þínum úr háskóla og 4. kauptu þér nýjar bækur. Brjóttu niður veggina á skrifstofunni þinni og komdu lofti 5. og birtu og fólki inn til þín. Farðu á nútímalistasafn. Lærðu nýja brandara.6. Fáðu þér persónulegan stjórnendaþjálfara eða reyndu að 7. fylgjast með og komast í tæri við framúrskarandi stjórn- endur í öðrum fyrirtækjum sem þú getur lært af. Reyndu að taka eftir því þegar fólk gerir hlutina rétt og 8. láttu það vita af því. Reyndu að muna hvað þér fannst ömurlegt á yngri árum 9. að hitta miðaldra stjórnanda sem talaði og talaði, mest um sjálfan sig. Láttu engan stela gleðinni frá þér og reyndu að kynnast 10. fjölskyldu þinni betur næstu 100 daga. EnDuRHæFing Á 100 Dögum Þór setur fram 10 ráð sem stjórnendur, sem komnir eru á villigötur, geta nýtt sér til að komast inn á rétta braut á ný:

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.