Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 45
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8
H
ildur Inga Björnsdóttir hönnuður er eigandi fyrirtæk-
isins Xirena sem hannar skartgripi og skartfatnað
fyrir skapandi konur. Hildur lauk mastersnámi í
tískuhönnun frá Domus Academy í Mílanó og hefur
auk þess lagt stund á myndlist í hinum virta listahá-
skóla Accademia di Belle Arti di Brera í Mílanó og grafíska hönnun
hér heima. Frá því nú í haust hefur Hildur staðið fyrir námskeiðum
í fatastíl ásamt persónulegri ráðgjöf.
Hvers konar námskeið býður þú upp á?
„Ég er með tvenns konar námskeið í fatastíl: Hvaða týpa ert þú? sem
er sex daga námskeið fyrir einstaklinga, og Betri klæðnaður til frekari
árangurs! sem eru styttri námskeið ætluð hópum og starfsmanna-
félögum fyrirtækja.
Sex daga námskeiðið er haldið í Gerðubergi og þar tek ég fyrir öll
helstu atriði varðandi tísku og klæðaburð. Ég legg ríka áherslu á að
þátttakendur finni sinn persónulega stíl og þeir taka jafnframt virkan
þátt í námskeiðinu með því að útbúa persónulega vinnubók þar sem
stíll hvers og eins er undirstrikaður.
Hitt námskeiðið er meira í fyrirlestrarformi og tekur um 1–2
klsukkustundir. Á því fer ég yfir hvernig við getum notað fatnað
til að ná árangri í því sem við sækjumst eftir og hvaða skilaboð við
sendum með klæðaburði okkar. Við getum haft miklu meiri áhrif á
umhverfi okkar með klæðnaði okkar en við gerum okkur grein fyrir
og námskeiðið opnar fyrir þá möguleika. Námskeiðið hentar vel fyrir
bæði kynin og allan aldur þar sem námskeiðið er lagað að þörfum
hvers hóps fyrir sig.
Þar sem margir hafa leitað til mín eftir persónulegri ráðgjöf býð
ég einnig upp á einstaklingsráðgjöf fyrir þá sem það kjósa. Þá fer ég
m.a. yfir það hvernig fólk skapar sér sérstöðu með klæðaburðinum
og hvaða litir og snið henta því best með tilliti til líkamsvaxtar.
Persónuleg mappa með öllum helstu upplýsingum fylgir ráðgjöfinni.
að þora að vera maður sjálfur
Á námskeiðunum legg ég mikla áherslu á að fólk klæðist fatnaði sem
því líður vel í og endurspeglar það sjálft. Til þess þarf fólk að taka sig
í nokkurs konar sjálfsskoðun, þ.e. sættast við hvernig maður er í raun
og veru og þora að vera maður sjálfur. Hér á landi, þar sem allir klæða
sig meira eða minna í svart, er t.d. lítið hugað að því hvað litir geta
haft mikla þýðingu. Þrátt fyrir að svart geti hentað í sumum tilvikum
klæðir sá litur fáa einn og sér og getur virkað niðurdrepandi fyrir fólk
til lengdar. Margir eru mjög óöryggir varðandi litanotkun og hvaða
litir klæði þá best og þá getur litgreining hjálpað mikið til að koma
þeim á sporið. Öll endurspeglum við ákveðna liti og með því að draga
þá fram með réttu litavali getum við t.d. yngst um mörg ár. Ég legg
þó mikla áherslu á að fólk bindi sig ekki of mikið við litakortið til
lengdar og sé óhrætt að blanda saman litum og litatónum. Að mínu
mati er allt of mikil hræðsla við liti hér á landi en allir eru reiðubúnir
til að segja þér hvað er óklæðilegt og hvað passar ekki saman. Margir
sem hafa komið til mín í ráðgjöf kvarta yfir því hve erfitt sé að fá
fatnað í litum hér heima þar sem allar verslanir séu yfirfullar af
svörtum fatnaði.
Við þurfum að stíga út úr þessu mynstri og ég vil trúa því að
kreppan hafi þau áhrif að við hættum að taka okkur jafnalvarlega eins
og við höfum gert hingað til og förum að klæðast litríkari fatnaði.“
Hvers konar klæðnaðar er krafist í viðskiptaheiminum?
„Víða í viðskiptalífinu, sérstaklega í fjármálageiranum, er oft krafist
klassísks fatastíls („dress code“) sem einkennist af hlutlausum litum
og vönduðum merkjum: Jakkaföt, skyrta og bindi fyrir karlmenn
TExTi: hrund hauksdóttir • MynDiR: geir ólafsson
Fatnaður til
frekari árangurs
Það eru gömul sannindi og ný að við mótum strax
skoðun okkar á fólki við fyrstu kynni. Það gerist í raun
á nokkrum sekúndum. Það gefur því augaleið að mikil-
vægt er að koma vel fyrir t.d. í atvinnuviðtölum. Hvernig
við klæðum okkur og komum fyrir í vinnunni getur verið
eitt af lykilatriðum velgengninnar á framabrautinni.