Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 46

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 46
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 47 – og dragt og skyrta fyrir konur. Þannig er tryggt að fatnaðurinn endurspegli traust og fagmannleg vinnubrögð þar sem breiðar axlir gefa í raun til kynna vald og karlmannlegan styrk og kvenleiki er síður talinn eftirsóknarverður. Í mörgum atvinnugreinum er mun minna lagt upp úr klassískum stíl viðskiptalífsins og meira sóst eftir öðrum áhrifum. Í veitinga- og skemmtanabransanum er t.d. æskilegt að stjórn- endur séu með puttann á púlsinum með því að fylgjast vel með tískunni og nýjustu straumum. Í hönnunar- og hugbúnaðargeiranum ætti sköpun og ástríða að endurspeglast í óhefðbundnum og jafnvel listrænum klæðnaði. Erlendis eru oft stífari kröfur og reglur hvað varðar fatnað en hér á landi. Í Bandaríkjunum er t.d. talið mjög óviðeigandi að klæðast sömu skyrtunni tvo daga í röð. Viðtekin venja hefur skapast hjá mörgum fyrirtækjum sem venjulega krefjast þess að starfsmenn klæðist ofangreindum einkennisklæðnaði viðskiptalífsins að slaka aðeins á stílnum á föstudögum („Casual Friday“). Þá er leyft að klæðast bol eða skyrtu án bindis við stakar buxur og konur geta klæðst viðeigandi blússu eða kjól („business casual“). Áríðandi er þó að varast of áber- andi tískufatnað og að konur passi upp á að hafa pilsin ekki of stutt og blússurnar ekki of flegnar. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki haldi fast í klassíska stílinn hefur sportlegri stíll fengið að fljóta með hin síðari ár. Gallabuxur og íþróttaskór hafa jafnvel fengið grænt ljós í hinum harða viðskiptaheimi en þá getur skipt höfuðmáli að fatnaðurinn sé frá „rétta“ fatamerkinu. Yfirleitt er mælt með frekar dökkum litum til að stíllinn verði ekki of hversdagslegur.“ Hvernig er áhrifaríkast að klæðast við ræðuhöld og kynningar? „Samkvæmt rannsóknum geta litir haft mismunandi áhrif á fólk sem hægt er að nýta sér í klæðaburði. Það er til dæmis engin tilviljun að svart er vinsæll litur fyrir þá sem þurfa að gefa skipanir í viðskiptum og pólitík þar sem svart stendur fyrir vald og virðingu. Fjölbreytni er þó nauðsynleg því ef hann er notaður í óhófi dregur úr mætti hans. Í mörgum tilvikum getur svart verið of yfirgnæfandi og aðrir litir átt mun betur við. Fyrir hlédrægar manneskjur er t.d. dökkblátt miklu mildari litur, sem er m.a. vinsæll hjá lögfræðingum – enda tákn trausts og heiðarleika. Mildari litir eru einnig hentugri fyrir þá stjórn- endur sem vinna með fólki á jafnréttisgrundvelli og vilja ekki virka of valdsmannslegir, s.s. fyrir starfsmanna- og mannauðsstjóra. Þegar fólk fer í starfsviðtöl er gott að hafa í huga að blanda öðrum litum með svörtu til að jafna út neikvæð áhrif þess, s.s. gulu sem eykur samskiptahæfni fólks og gefur því sjálfsöryggi. Fólk sem þarf að koma fram og halda ræður eða kynningar verður jafn- framt að huga að því að klæðast sterkari og bjartari litum til að eftir því sé tekið og að framkoman skili tilætluðum árangri.“ Hvernig getum við kryddað klassíska stílinn? „Til að gefa klassískum fatnaði persónulegri stíl má krydda hann með skemmtilegum smáatriðum sem stinga jafnvel í stúf við annað. Konur hafa að vísu meiri sveigjanleika hvað þetta varðar þar sem þær geta lífgað upp á útlitið með áberandi töskum, litríkum slæðum eða sérstökum skóm. Þá getur óvenjulegt og listrænt hönnunarskart verið viðeigandi fyrir þá sem vilja gefa til „Þannig er tryggt að fatnaðurinn endurspegli traust og fagmannleg vinnubrögð þar sem breiðar axlir gefa í raun til kynna vald og karlmannlegan styrk og kvenleiki síður talinn eftirsóknarverður.“ Hildur Inga Björnsdóttir heldur námskeið í fatastíl og veitir einnig persónulega ráðgjöf. Hún hannar jafnframt skartgripi og skartfatnað undir merkinu Xirena sem hentar vel fyrir skapandi konur í við- skiptum. Á myndinni klæðist Hildur skarttoppi frá Xirena en hönn- unin fæst í Cific (B-young) og Reykjavik Bags (sjá: www.xirena.is) Hvernig við klæðum okkur og komum fyrir í vinnunni getur verið eitt af lykilatriðum velgengninnar á framabrautinni. Túrkis-blár eykur ræðuhæfni. Liturinn minnir á ferskan sjó og er talinn róandi og styrkjandi. Íslenskur skarthringur frá Xirena sem er hannaður af Hildi.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.