Frjáls verslun - 01.10.2008, Qupperneq 53
54 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8
við allt aðra vexti, verðbólgu og launaþróun
en hjá helstu samkeppnislöndum okkar.
Það er á þessum grunni sem við höfum
markað okkur þá stefnu hjá Samtökum iðn-
aðarins að hagsmunum Íslands sé best borgið
í þéttu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir, með
því að ganga í Evrópusambandið og taka upp
evru. Það er bjargföst skoðun mín að þetta
sé eina raunhæfa leiðin til þess að tryggja
grundvallarmarkmið um stöðugleika. Það
er fjarri mér að halda því fram að þessi leið
sé þrautalaus, skjótfengin skyndilausn alls
vanda. Þvert á móti held ég að þessi leið sé
vandasöm og krefjist meiri aga í efnahagslífi
okkar en við eigum að venjast. Að sama skapi
tel ég að möguleikarnir á því að ná mark-
miðum okkar um stöðugleika og velsæld
séu miklu meiri innan ESB og með evru en
utan.“
fjölbreytni forsenda framfara
„Ég held að reynslan kenni okkur að varasamt
sé að einblína um of á einstaka möguleika í
atvinnuuppbyggingu og treysta á framgang
þeirra. Við eigum að hafa atvinnustefnu sem
leggur áherslu á skynsamlega nýtingu nátt-
úruauðlinda samhliða uppbyggingu atvinnu-
greina sem byggjast á hátækni, nýsköpun og
mannauði. Við eigum að forðast einhæfni í
atvinnulífinu og hafa margar styrkar stoðir.
Það er ákaflega óheppilegt þegar umræða
um atvinnulífið fer að snúast aðallega um að
ein starfsemi sé verri en önnur. Þrótturinn
fer þá í karp um galla þess sem hugnast
mönnum ekki í stað þess að einbeita sér
að kostum þess sem þeir sjálfir telja skyn-
samlegast. Við þekkjum þetta nokkuð vel
innan SI því þar er ákaflega fjölbreytt flóra
fyrirtækja. Reyndar er það aðallega fólk sem
stendur utan okkar raða sem reynir að búa
til ágreining og stilla upp í andstæð lið. Gott
dæmi um þetta er að orkufrekur iðnaður á
borð við álver og fyrirtæki sem kennd eru
við sprota- og nýsköpun séu andstæður
þannig að uppbygging á öðru sviðinu útiloki
framgang hins. Að mínu mati er ekkert til í
þessum málflutningi. Hinu er ég hins vegar
sammála að við höfum vanrækt á liðnum
árum að skapa frjóan jarðveg fyrir nýsköpun,
sprota- og hátæknifyrirtæki. Sem betur fer
held ég að á síðustu misserum hafi þessi
skilningur farið mjög vaxandi og eigi enn
eftir að vaxa. Ég fullyrði líka alveg hiklaust
að engin samtök í atvinnulífinu hafa barist
eins hart og markvisst fyrir því að bæta þetta
umhverfi. Ég held að reynsla okkar af rekstri
fyrirtækja á borð við álverin sýni svart á hvítu
að þau eru ákaflega mikilvægur hlekkur í
atvinnulífi okkar.
Svo má ekki gleyma því að það eru ekki
orð heldur athafnir sem skapa fyrirtæki og
atvinnu.“
Við eigum að velja íslenskt!
„Við hjá Samtökum iðnaðarins auglýsum
grimmt þessa dagana og hvetjum fólk til
þess að velja íslenskt. Það skiptir máli að
velja íslenskt. Það gildir um vörur og þjón-
ustu af öllu tagi. Hægt er að spara milljarða
í gjaldeyri og stuðla að auknum afgangi af
viðskiptum við útlönd og fjölga störfum
hérlendis. Almenningur, fyrirtæki, opinberar
stofnanir og allir þeir sem stýra innkaupum
eða hanna verk eiga að hafa þetta í huga. Það
á að vera sjálfsagt mál hjá öllum, að öðru
jöfnu, að velja íslenskt í stóru sem smáu,
rekstrarvörum og fjárfestingarvörum. Ef allir
leggjast á eitt í þessum efnum og hugsa
málið frá þessu sjónarhorni er hægt að ná
miklum árangri. Ég er hins vegar algjörlega
á móti nokkru sem heitir boð og bönn í
þessum efnum. Reynslan sýnir einfaldlega að
íslenskir framleiðendur geta fyllilega staðið
erlendum keppinautum á sporði þegar gæði
eru skoðuð og oftast þegar verð og gæði eru
metin saman. Þar hefur vissulega stundum
hallað nokkuð á og skyldi engan furða ef
horft er til gengis krónunnar, ofurvaxta og
sveiflna sem okkur er gert að glíma við. Von-
andi fer því ástandi að linna.“
Eigum að beita menntakerfinu markvisst
Samtök iðnaðarins eru hluthafar í rekstri
þrigga menntastofnana og þeim eru mennta-
málin mjög hugleikin.
„SI eiga lítinn hlut í rekstrarfélagi Háskól-
ans í Reykjavík, nánast helming í rekstrar-
félagi Tækniskólans og helming í Iðunni
fræðslusetri. Við komum að rekstri HR
þegar Tækniháskólinn og HR sameinuðust.
Fyrst og fremst til þess að tryggja tilvist
frumgreinadeildarinnar og standa vörð um
tækninámið í hinum sameinaða skóla. Þetta
hefur tekist vel og er vegur tækni- og verk-
fræði innan HR sívaxandi. Tækniskólinn
– skóli atvinnulífsins tók til starfa í haust og
varð til við sameiningu Iðnskólans í Reykja-
vík og Fjöltækniskóla Íslands. Þar erum við
aðaleigendur með LÍÚ og nokkrum smærri
hluthöfum. Tækniskólinn er stærsti fram-
haldsskóli landsins og þar með stærsti verk-
og starfsmenntaskóli landsins og höfum við
mikinn metnað fyrir hans hönd. Loks er
það IÐAN, sem við eigum og rekum með
stéttarfélögum iðnaðarmanna, Samiðn o.fl.
IÐAN sinnir sí- og endurmenntun, fyrst og
fremst iðnaðarmanna.
Við höfum því haslað okkur völl á þremur
stigum menntunar, þ.e. á framhalds- og
háskólastigi og á sviði endur- og símennt-
unar. Ástæða þess að við erum virk á þessu
sviði og leggjum til þessa umtalsvert fé
og tíma er einföld. Fyrirtæki okkar eiga í
harðri samkeppni og forsenda þess að standa
sig þar er að hafa á að skipa fyrsta flokks
starfsfólki með fyrsta flokks menntun. Það
er sama hvert við lítum, mannauðurinn
skiptir sköpum. Viðfangsefni fyrirtækjanna
verða flóknari, breytilegri og þróunin hrað-
ari. Starfsfólkið verður að rísa undir þessum
kröfum.
Það er mitt mat að við eigum sem
þjóð að breyta áherslum hjá okkur. Það er
brýnt að gera raungreinum, starfsmenntun,
iðnmenntun, tæknimenntun og verkfræði-
menntun, auk sölu- og markaðsfræða, mun
hærra undir höfði en við höfum gert til
þessa. Það á að marka skýra stefnu um þetta
og umbuna þeim sem veita menntun á þessu
sviði og sækja þessa menntun með sértækum
aðgerðum. Skólar sem sinna þessu hlutverki
eiga að fá sérstaka umbun og nemendur
sömuleiðis. Það er tómt mál að tala um hvort
sem er hátækni- og nýsköpunarsamfélag hér
á landi eða öflug framleiðslufyrirtæki ef ekki
er gripið til markvissra aðgerða á þessu sviði.
Umbreyting á þessu sviði er einnig forsenda
þess að við getum endurnýjað og haldið við
framsæknu útrásarsamfélagi. Við eigum að
setja markið hátt og stefna óhikað að því að
eignast enn fleiri öflug fyrirtæki á alþjóða-
markaði. Dæmin sanna svo ekki verður um
villst að það getum við vel. Við eigum alls
ekki að draga okkur inn í skel heimóttans
þótt á móti blási nú um stundir.“
V i ð t A l V i ð f r A M k V æ M d A S t j ó r A S A M t A k A i ð n A ð A r i n S