Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 55

Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 55
56 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Bjarni Kristinn Grímsson Kirkjan er eitt af hugðarefnunum Aðalsteinn Steinþórsson. „Ég ráðlegg fólki að prófa að vera í útlöndum um jól en mér finnst það auka samverustundir með fjöl- skyldunni enn meira en ella. Maður skiptir alveg um gír.“ Aðalsteinn Steinþórsson „Maður skiptir alveg um gír“ Aðalsteinn Steinþórsson, framkvæmda- stjóri Lyfjavers, hefur tvisvar sinnum verið á Kanaríeyjum um jólin og segir hann það vera góða tilbreytingu. „Það var gott að losna við ys, þys og stressið sem er fyrir jólin á Íslandi. Þetta er allt öðruvísi úti.“ Aðalsteinn spilaði golf á aðfangadag í þessi tvö skipti og fór út að borða á aðfangadagskvöld í bæði skiptin – góð steik varð fyrir valinu en sérstakur jólamat- seðill hafði verð útbúinn í annað skiptið. „Léttleikinn yfir ferðamönnum og góð stemning er minnisstæðast. Ég ráðlegg fólki að prófa að vera í útlöndum um jól en mér finnst það auka samverustundir með fjölskyldunni enn meira en ella. Maður skiptir alveg um gír. Minni voru gjafirnar og ekkert jóla- skrautið í hótelíbúðinni. Við fengum í annað skiptið reyndar gjöf frá hótelinu – lít- inn jólasvein sem kerti var sett inn í.“ Bjarni Kristinn Grímsson. „Það er mjög gott fólk í kirkjunni. Kirkjan höfðar til mín og er eitt af mínum hugðarefnum. Það er þægilegt að vera í kirkjunni.“ Bjarni Kristinn Grímsson viðskipta- fræðingur starfar hjá Fjársýslu ríkisins, hann er í meistaranámi í heilsuhagfræði og er formaður sóknarnefndar í Grafarvogskirkju. Þar sem sóknin er fjölmenn eru fjórir prestar starfandi við kirkjuna og eru haldnar þrjár messur á aðfangadagskvöld, klukkan 18 og 23 – í Grafarvogskirkju og klukkan 18 í Borgarholtsskóla. Níu manns eru í sóknarnefnd og eru vara- menn nefndarinnar einnig níu. „Það þarf að huga að ýmsum hlutum sem snúa að kirkjustarf- inu,“ segir Bjarni þegar hann er spurður um verkefni sín í kirkj- unni. „Ég sé mest um ákvarð- anatökur og hef fólk sem sér um stóran hluta af því að fram- kvæma. Hvað varðar messurnar yfir hátíðarnar þarf ég að fylgjast með og aðstoða eftir þörfum en ég reyni að verða að gagni við þjónustuna eins og hægt er. Við í sóknarnefnd sjáum til að mynda um að taka á móti kirkjugestum og við afhendum messuskrár og kerti þegar það á við.“ Bjarni sótti sunnudagaskólann þegar hann var barn og ungl- ingur og segist almennt taka þátt í félagsstörfum. Þegar hann er spurður hvað það gefi honum að vera í sóknarnefnd segir hann: „Það er mjög gott fólk í kirkjunni. Kirkjan höfðar til mín og er eitt af mínum hugðarefnum. Það er þægilegt að vera í kirkjunni.“ Jólin koma

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.