Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 69

Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 69
70 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 K YN N IN G Verslunin SAND var opnuð í Kringlunni vorið 1999 en henni var síðan breytt í B&S konur í mars 2008. B&S stendur fyrir Boss og Sand vörumerkin. Ingibjörg Kristófersdóttir er eigandi verslunarinnar B&S. Að sögn hennar einkennist jólatískan hjá B&S mest af svörtum flíkum en þó er mikið um skyrtur í öðrum litum, t.d. hvítum, fjólubláum og rauðum: ,,Mikið er um klassískar dragtir en einnig höfum við gott úrval af kjólum úr mjög mismunandi efnum eins og silki, ull og ýmsu öðru. Skór og töskur eru mikið úr lakki og þá aðallega svörtu.“ Klassísk föt og ,,sportí“ lína ,,Boss Black er mjög vandaður og klassískur fatnaður; fallegar og sígildar dragtir og skyrtur ásamt einstaklega vönduðum og fallegum fylgihlutum. Í þeirri línu fást einnig peysur, bolir, kápur og úlpur. Boss Orange er meira „sportí“ lína sem höfðar til mjög breiðs hóps. Hugo Boss er síðan ný lína í búðinni hjá okkur. Hún er meira „fash- ion“ þótt þar sé einnig að finna klassískari snið og mikið um fylgi- hluti; skór, töskur og fleira. Sand er danskt vörumerki sem hefur verið á markaðinum hér í nær 10 ár og eru konur á öllum aldri mjög hrifnar af því merki. Sand skiptist í tvær línur: Sand Essential, sem er klassískari línan, með t.d. mjög góðum sniðum í gallabuxum, allar gerðir af toppum, yfirhöfn- um og aukahlutum. Hin línan kallast Sand Copenhagen og er enn fínni lína sem byggist að mestu upp á drögtum, kjólum, pilsum og fínni skyrtum en þó er alltaf eitthvað um yfirhafnir og mjög vandaða handgerða skó.“ Fatnaður fyrir framakonuna ,,Við eigum alltaf til á lager bæði pils og buxnadragtir fyrir frama- konuna – sem og aðrar konur. Við seljum allt stakt svo konan getur valið allt að fjögur snið af buxum og pilsum, sem og jökkum. Einnig erum við ávallt með klassíska kjóla. Efnið er alltaf það sama í klassísku dragtinni frá Boss Black og því alltaf hægt að kaupa sér nýjan neðri part því jakkana getum við yfirleitt notað lengur.“ B&S ,,Efnið er alltaf það sama í klassísku dragtinni frá Boss Black og því alltaf hægt að kaupa sér nýjan neðri part því jakkana getum við yfirleitt notað lengur.“ SVaRT OG LaKK Í JóLaTÍSKUNNI Jóhanna Heiðdal, Gabriele og Ingibjörg Kristófersdóttir, eigandi verslunarinnar B & S.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.