Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 77

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 77
78 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Lífsstíll • Myndlist • Kvikmyndir • Hönnun • Bílar • Uppáhald • Útivera o.fl. UMSJóN: Svava JónSdóttIr (MYNdLIST, HöNNUN o.fl.) • HIlmar KarlSSon (KVIKMYNdIR) • páll StEfánSSon (BÍLaR) „Ég nota myndefnið sem átök við form, línu og liti,“ segir Jóhanna Hreinsdóttir myndlistarmaður. „Ég hef málað raunveru- leikann og fígúratívar myndir en núna er ég eingöngu í abstraktmálverki. Mér finnst það mest spennandi.“ Jóhanna segist skapa hliðstæðu veru- leikans. „Ég mála ekki veruleikann eins og hann er. Ég skapa mitt eigið myndmál.“ Áður notaði Jóhanna mikið pastelliti en í dag ráða sterkari litir ferðinni. Blái liturinn er mest áberandi – í ýmsum tilbrigðum. „Hann er tær og hreinn.“ Hún segir ákveðinn hljóm vera að finna í myndlistinni. Málverkunum sínum. Ákveðið hljómfall. Hún er beðin um að lýsa málverkum sínum með þremur orðum. Hún segir þau vera björt, einlæg og að í þeim sé hrynj- andi. Jóhönnu dreymir oft form og liti og stundum tekst henni að setja þá upplifun á strigann. Þau eru svolítið draumkennd nöfnin sem hún gefur myndunum sem birtast smám saman á striganum. dögun. Sólargeislar. Morgunskíma. Ljósbrot. myndlist: hljómfallið í myndlistinni Jóhanna Hreinsdóttir. „Ég mála ekki veru- leikann eins og hann er. Ég skapa mitt eigið myndmál.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.