Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 78

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 78
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 79 Lífsstíll Æskumyndin er af Lúðvíki Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, og segist hann trúlega hafa verið fjögurra ára þegar hún var tekin. „Ég var alltaf uppi í stiga eða tröppum að klifra heima á Holtinu; forvit- inn og áhugasamur að skoða heiminn. Við vorum þá nýlega flutt inn í nýtt hús foreldra minna að Þúfubarði 2, hverfið var í uppbyggingu og mikið um að vera allt um kring. allt þetta klifur gekk að mestu áfallalaust fyrir sig en ég náði því þó að handleggsbrotna í þrígang og man vel eftir mér í gifsi sem klæjaði mikið undan.“ Æskumyndin Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland (járnblendifélagsins), á Yamaha xT660R mótorhjól. Þegar hann er spurður hvað heilli hann við mótorfákinn segir hann: „Þessi tilfinning fyrir frelsi, einfaldleikinn, útiveran og maður er einn með sjálfum sér.“ Einar hefur víða farið á hjólinu, hvort sem það er snjókoma, rigning, sand- stormur eða 48 stiga hiti. Fyrir utan það að hjóla hér innanlands hefur hann farið hringinn í kringum hnöttinn á hjólinu sínu. „Ég hjólaði austur á land, sigldi með Norrænu til Noregs, fór um Eystrasaltslöndin, til Rússlands og Mongólíu, ég hjólaði um Góbíeyðimörkina, fór aftur til Rússlands, þaðan til Japan, alaska, Kanada og síðan fór ég þvert yfir Bandaríkin og til New York en þaðan flaug ég heim.“ Einar segir að þetta ferðalag hafi kennt sér hvað Íslendingar hafi það gott þrátt fyrir kreppuna. „Ég lærði líka hvað mannfólkið er yfirleitt gott og hvað lífsgleðin getur verið mikil þrátt fyrir erf- iðleika.“ Einar segir að ferðalagið um Mongólíu sé eftirminnilegast. „Þar var víða ekki stingandi strá, hirðingjar búa þar í tjöldum og lifa af náttúrunni og þar lentum við bæði í 47 stiga hita og frosti.“ draumur Einars er að ferðast um afríku á mótorhjólinu. mótorhjól: Umhverfis jörðina á 95 dögUm Einar Þorsteinsson. „Þessi tilfinning fyrir frelsi, einfaldleikinn, úti-veran og maður er einn með sjálfum sér.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.