Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Síða 79

Frjáls verslun - 01.10.2008, Síða 79
80 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Bílar Páll Stefánsson reynsluekur Ford Expedition TExTI OG LJóSMYNd: páLL stefánsson Ford Expedition, stór og stæðilegur. Stæðilegur Það eru fáir bílar eins stórir og Ford Expedition en það er alveg furðulegt hve stærðin venst fljótt. Ávinningurinn af stærðinni er gríðarlega stórt skott og gott rými fyrir bílstjóra og farþega – þannig að langferð á bílnum með fullt af búnaði og dóti er leikur einn; það þrengir ekki að. En stærðinni fylgja auðvitað líka ókostir. Hann er ekki lipur í snatti í 101; það þarf bæði smá útsjónarsemi og heppni að leggja í þröngt stæði við stöðumæli; þetta er stæðilegur bíll. Fordinn fellur ekki í þá pólitísku rétthugsun að bílar eigi vera litlir, eyðslugrannir, óöruggir og leið- inlegir í akstri. Það kom mér raunar mest á óvart hvað Expeditioninn var nettur með bensíndropann. Þrátt fyrir stærðina eyddi hann ekki nema um 12 lítrum á hundraðið hjá mér í langkeyrslu. Miklu minni eyðsla en ég hafði búist við. Þegar sest er upp í þetta gímald skreppur hann saman. Mælaborðið er snyrtilegt, en verulega amerískt. Það tekur smástund að átta sig á því hvernig stjórntækin virka. Það eina sem ég sakn- aði var hitamælir, en það er þarft og gott öryggistæki í vetrarakstri. Framsætin, stór og mjúk, eru eiginlega hálfgerðir Lazy Boy stólar. aftursætið er veigaminna, en með feikigóðu plássi. Vélin er 5,4 lítra Tríton og 310 hest- afla; það er feikinóg fyrir þennan mikla og stæðilega bíl. Sex gíra sjálfskiptingin er einstaklega þægileg og mjúk – sem og fjöðrunin sem er sjálfstæð, á öllum hjólum. Fyrsta kynslóð Ford Expedition kom á markaðinn fyrir ellefu árum. Þessi var rúmlega ársgamall, af þriðju kynslóðinni, og notar sama undirvagn og T1 og Ford F-150 sem hefur verið fram að þessu mest seldi bíl- inn í Bandaríkjunum í meira en áratug. dráttgóður er Expeditioninn; hann er gerður fyrir fjögurra tonna drátt. Gott fyrir hestamenn. Og verðið, hagstætt miðað við sambærilega bíla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.