Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 82

Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 82
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 83 Mamma Mia – Engin framhaldsmynd Mamma Mia ásamt Batman Returns eru gullkálfarnir á þessu ári og eru yfirburða peningamaskínur. Hvað varðar Batman þá er þegar farið að undirbúa næstu kvikmynd. En ekkert slíkt er í gangi hvað varðar Mamma Mia. Hjá Universal reyta menn hár sitt í örvæntingu og vilja fram- hald, en Judy Craymer, sem á réttinn á söngleiknum, segir nei og ekki er hægt að freista hennar með peningum. Talið er að frá því söngleikurinn var settur á svið og kvikmyndin fór að hala inn peninga hafi Craymer grætt 90 milljónir punda og vinkonur hennar tvær, leikstjórinn Phyllida Lloyd og rithöfundurinn Catherine Johnson, sem hafa verið með frá upphafi, eru sagðar 25 milljón pundum ríkari hvor um sig. Craymer segir að saga framhald- smynda sé ekki glæsileg þegar gæði eru höfð í huga og framhaldsmynd sem eingöngu er gerð peninganna vegna finnst henni óspennandi kostur. Reese Witherspoon og Vince Vaughan taka upp pakka á jólunum. Fern jól Þær jólamyndir sem standa undir nafni og fjalla um jólin eru aldrei frumsýndar á jólunum. Það þykir ekki vænlegt. Heldur eru þær frumsýndar í nóvemberlok. Sú jólamynd sem þykir mestur fengur í að þessu sinni er Four Christmases sem státar af hæstlaunuðu kvikmynda- leikkonunni um þessar mundir, Reese Witherspoon, í aðalhlutverki ásamt Vince Vaughn. Í myndinni leika þau óhamingju- söm hjón sem þurfa að fara í fjögur jóla- boð þar sem foreldrar beggja hafa skilið og hafið sambúð á ný. Þessar heimsóknir verða til þess að þau líta í eigin barm og taka til endurskoðunar gildi lífsins. Fjöldi þekktra leikara koma fram í hlutverkum foreldra og stjúpforeldra, má þar nefna Mary Steenburgen, Sissy Spacek, Dwight Yokam, Jon Favereau, Robert Duvall og Jon Voight. Kate Winslet leikur dularfulla þýska konu, Hönnu Schmidt í Lesaranum. Lesarinn Breski leikstjórinn Stephen Daldry hefur leikstýrt tveimur frábærum kvikmyndum Billy Elliot (2000) og The Hours (2002). Nú er loks að vænta þriðju kvikmyndar hans, The Reader, eða Lesarinn, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu þýska rithöfundarins Bernhards Schlink sem þýdd hefur verið á 39 tungumál, m.a. íslensku. Myndin gerist að síðari heimsstyrjöldinni lokinni og segir frá manni sem hefur mótast af ástarævintýri sem hann átti með eldri konu þegar hann var unglingur. Tíu árum síðar hittir hann konuna aftur þegar hún er ákærð fyrir stríðsglæpi og er að verja sjálfa sig. Með aðalhlutverkin fara Kate Winslet og Ralph Fiennes. Kate Winslet var strax fyrsti kostur Daldrys, en hún hafði lofað sér í Revolutionary Road á sama tíma. Þá var Nicole Kidman boðið hlutverkið, sem hún þáði, en varð að hætta við er hún varð ófrísk. Kom þá aftur að Kötu sem var á lausu vegna breyttra tökudaga. Þegar tökur hófust gekk allt frekar hægt fyrir sig vegna flókinna eftirlíkinga af sögulegum byggingum og stöðum sem þurfti að sviðsetja til að allt yrði sem eðlilegast. Þá töfðust tökur þegar ellefu manns slösuðust er bíll sem notaður var við tökurnar valt. Fleiri óhöpp urðu og eitt það afdrifaríkasta var að filma með atriði sem tekið var upp í Bendlerblock eyðilagðist og þurfti að fá leyfi aftur til að kvikmynda þar. Öll þessi runa óhappa varð til þess að hvað eftir annað var frestað frumsýningu sem átti að vera í vor. Að lokum var ákveðið að frumsýna myndina í febrúar 2009, en nú hefur frumsýningardag- urinn verður færður til 26. desember 2008 þar sem prufusýningar hafa gengið mjög vel. Aðalleikari og framleiðandi Yfirleitt boðar það ekki gott þegar hvað eftir annað er frestað frumsýningu stórmyndar. Óvíst er að svo sé með Valkyrie sem leikstýrt er af Bryan Singer, sem þekkir lítið annað en velgengni í bransanum. Hann á að baki hina frábæru The Usual Suspects, sem gerði hann frægan á svipstundu, og hefur síðan leikstýrt fyrstu tveimur X-Men myndunum og Superman Returns, sem allar fengu mikla aðsókn. Singer er mikill fagmaður og hefur sýnt að hann ræður við öll verkefni sem hann fengist við og Valkyrie er þar engin undantekning. Ekki er verra að hafa í liðinu handritshöfundinn Christopher McQuarrie, sem skrifaði handritið að The Usual Suspects. Sem fyrr segir er Tom Cruise í hlutverki Stauffenbergs. Hann er einn aðalframleiðandi myndarinnar og þótt menn hefðu kosið að skipta um leikara þegar mótmælin gegn Cruise í hlutverkinu voru sem háværust hefði það ekki verið hægt. Hversu vel honum tekst upp á eftir að koma í ljós en það verður ekki af honum tekið að hann líkist Stauffenberg í útliti. Þekktir breskir leikarar eru í flestum öðrum hlutverkum, má þar nefna Kenneth Brannagh, Bill Nighy, Tom Wikinson, Eddie Izzard og Terence Stamp. Auk þess fer hinn ágæti þýski leikari Thomas Kretschmann með hlutverk í myndinni. Valkyrie verður sem sagt frumsýnd á annan dag jóla, 26. desember, í Bandaríkjunum. Ekki er komin dagsetning á myndina hér á landi, en hún verður tekin til sýninga í mörgum Evr- ópulöndum síðari hluta janúarmánaðar og þá að öllum líkindum einnig hér um sama leyti. KVIKMYNDAFRÉTTIR

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.