Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 83

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 83
84 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Gott dæmi er vodka mart- ini drykkur James Bonds sem pantar hann ævinlega með orð- unum: Shaken not stirred. Fleiri víntegundir koma við sögu í kvikmyndum og dægurlagatextum eins og t.d. Chivas Regal viskí sem var uppáhaldsdrykkur Frank Sinatra. m eins og t.d. Chivas Regal viskí sem var uppáhalds- drykkur Frank Sinatra. Bræðurnir James og John Chivas stofnuðu Chivas Regal brugghúsið í heimabæ sínum í Skotlandi á fyrri hluta nítjándu aldar. Þeir höfðu rekið verslun í Aberdeen og seldu þar framandi kryddtegundir, kaffi og lúxusmat- vörur og margar aðrar spennandi nauðsynjar. Þar kom að þeir fóru einnig að brugga og trúðu því að krafturinn sem býr í vískíi gæti gert þeim kleift að búa til viskíblöndur sem væru í hæsta gæðaflokki. Þeir voru líka mjög forsjálir og fjár- festu í lager af eldri viskíum frá öðrum framleiðendum til að nota í sínar eigin blöndur. Á síðari hluta 19. aldar komust þeir á spjöld sögunnar þegar þeir bjuggu til sína frægustu blöndu sem hlaut nafnið Chivas Regal. Bræðurnir voru sannir frumkvöðlar og enn er þessi blanda talin með því besta sem gerist í heiminum. Hinum einstaka stíl og hefðum sem Chivas-bræður tileinkuðu sér fyrir 200 árum er viðhaldið enn þann dag í dag af starfsmönnum fyrirtækisins. Frank Sinatra og Chivas Regal Upp úr 1950 komst Chivas Regal í fréttir sem einn af uppáhalds- drykkjum söngvarans Franks Sinatra og félaga hans í The Rat Pack; Dean Martin, Sammy Davis Jr., Peter Lawford og Joey Bishop. Sagt er að Sinatra hafi ævinlega viljað hafa nóg af Chivas Regal baksviðs þegar hann kom fram opinberlega. Chivas var auk þess styrktaraðili Diamond Jubilee Tour Frank Sinatra árið 1990. En Chivas Regal kemur víða við í söngtextum stjarnanna. Sem dæmi má nefna að Kelly Clarkson, sem sigraði í American Idol árið 2002, syngur um viskíið í laginu Chivas sem er á albúminu My December. Sigurður Bjarkason er mikill vínsérfræð- ingur auk þess sem hann er lærður þjónn. Hann segir okkur að Chivas 12 ára sé hunangsgyllt með brúnum tóni. Það ilmar af hnetum og ávöxtum. Bragðið er kröftugt, epli, hunang og með töluvert reykt eftirbragð. Chivas Regal 18 ára og ljósbrún- gyllt á litinn og ilmar af púður- sykri með ávaxtatóni auk þess sem af því er keimur af eplum og perum. Umbúðirnar utan um Chivas Regal eru flottar og býsna jólalegar svo gaman er að gefa jafnt sem þiggja þetta göfuga viskí. Chivas Regal er selt í verslunum ÁTVR og í Fríhöfninni og er ein mest selda viskíblanda heims. Það er sannarlega skemmtilegt að hugleiða hvernig ýmiss konar vörumerki verða þekkt í gegnum kvikmyndir og dægurlagatexta. Stjörnurnar og Chivas Regal Sigurður Bjarkason. Dean Martin og Frank Sinatra. Lífsstíll

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.