Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Síða 87

Frjáls verslun - 01.10.2008, Síða 87
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Gunnar Ingi Sigurðsson: „Allt frá byrjun hef ég einsett mér að heimsækja allar verslanir viku- lega, enda er það eina leiðin fyrir mig til að komast í návígi við starfsfólkið og heyra milliliðalaust hvað því liggur á hjarta.“ hagkaup hefur í gegnum tíðina verið leiðandi á íslenskum smásölumark-aði og býður mesta úrval á Íslandi í matvöru og sérvöru. Hjá fyrirtækinu starfa um 850 manns í tíu verslunum á höfuðborg- arsvæðinu, Reykjanesbæ, Borgarnesi og Akur- eyri. Framkvæmdastjóri er Gunnar Ingi Sig- urðsson: „Það er í mörg horn að líta þegar vöruúrvalið er mikið. Vörurnar koma alls staðar að; frá nágrannalöndum okkar, sem og fjarlægum löndum eins og Indlandi, Kína og Tyrklandi. Innlendar vörur eru þó ávallt í fyr- irrúmi þegar því verður við komið. Við fram- leiðum talsvert af fatnaði sjálf sem hannaður er sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Eitt af því sem við höfum verið sérlega hreykin af er Ítalíu vörumerkið okkar, en við kaupum þær vörur beint frá einvalaliði bænda í hinu sól- ríka Toscana-héraði. Þessar vörur hafa fengið frábærar viðtökur, enda eru gæðin eins og þau gerast best. Undirbúningur fyrir jólin er krefjandi tími enda er desember almennt sá annríkasti hjá verslunarfólki. Við byrjum að undirbúa jólin í október með innkaupum og skipulagningu. Við náðum að kaupa mikið af vörum á hag- stæðara gengi og getum því boðið lægra verð en ella sem vonandi kemur mörgum til góða. Það er einna helst í grænmeti og ferskum matvörum sem erfitt er að halda í verðið þó svo það megi finna fjölda ódýrra vöruliða í úrvali sem telur 13 þúsund vöruliði. Ein nýj- ungin í jólamánuðinum er sú að hafa versl- unina í Skeifunni opna allan sólarhringinn. Er Hagkaup þar með fyrsti stórmarkaðurinn hérlendis sem býður slíka þjónustu og um leið sköpum við vinnu fyrir tíu manns sem er mjög jákvætt á þessum tímum.“ Gunnar Ingi hefur starfað í tíu ár hjá Hagkaup, í fyrstu sem rekstrarstjóri en sem framkvæmdastjóri undanfarin þrjú ár. „Ég hef alltaf starfað í verslun með einum eða öðrum hætti, enda hef ég mjög gaman af því að vinna með fólki. Allt frá byrjun hef ég einsett mér að heimsækja allar verslanir vikulega, enda er það eina leiðin fyrir mig til að komast í návígi við starfsfólkið og heyra milliliðalaust hvað því liggur á hjarta. Þessi siður hefur reynst mér ómetanlegur, enda finn ég best í þessum heimsóknum hvernig hjartað í fyrirtækinu slær hverju sinni.“ Eiginkona Gunnars Inga er Ásta Birna Stefánsdóttir. Þau eiga fjögur börn á aldrinum þriggja til tuttugu og eins árs. Gunnar Ingi segir að áhugamál sín tengist að mestu fjöl- skyldunni: „Það er mikill erill í mínu starfi og vinnutíminn langur. Verslanirnar eru opnar alla daga og má segja að maður sé á vakt þegar opið er. Þar fyrir utan er verðmætast í mínum huga að eiga tíma með fjölskyldunni. Við erum búin að koma okkur upp sumar- bústað við Meðalfellsvatn og þangað er farið þegar tími vinnst til enda stutt að fara á bak við Esjuna. Þar er gott að vera, komast út úr daglega amstrinu og skipta alveg um gír. Sumarbústaðurinn gerir mikið fyrir okkur, við höfum ekki þörf fyrir að fara neitt annað og áttum góðar stundir þar síðastliðið sumar í frábæru veðri. Alltaf er hægt að dunda sér við eitthvað og maður bregður stöku sinnum á loft hamri og pensli þótt þumalputtarnir séu margir.““ framkvæmdastjóri Hagkaups gunnAR ingi siguRðsson Nafn: Gunnar Ingi Sigurðsson. Fæðingarstaður: Reykjavík, 12. september 1967. Foreldrar: Halldóra Ingjaldsdóttir og Sigurður Arinbjarnarson. Maki: Ásta Birna Stefánsdóttir. Börn: Elísabet, 21 árs, Fríða Karín, 14 ára, Tómas Ingi, 11 ára, Agnar Bragi, 3ja ára Menntun: Viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.