Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 89

Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 89
90 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 spak UMSJÓN: páLL bjArnAson mæli Spakleg orð um peninga Hvað er það að ræna banka ... Hvað er það að ræna banka hjá því að stofna nýjan banka? Bertold Brecht Sá sem er nískur safnar pen- ingum eins og hann ætli að verða eilífur, en eyðsluklóin sóar þeim eins og hann liggi fyrir dauðanum. Aristoteles Peningar eru eins og áburður, þeir gera aðeins gagn ef þeim er dreift. Francis Bacon Margir formæla ríkidæmi, en fáir vísa því frá sér ef það er í boði. Francois de la Rochefoucauld Ég hef unnið mig upp úr engu til sárustu fátæktar. Groucho Marx Þú skalt aldrei öfunda auðugan mann, - hann er aðeins fátækur maður sem á peninga þessa stundina. Gunnel og Kjell Swärd Hetjur viðskiptalífsins eru eins og perlur á bandi. Ef ein dettur af fylgja hinar á eftir. Henrik Ibsen Menn verða ekki ríkir af pen- ingunum sem þeir þéna, heldur af þeim sem þeir nota. Henry Ford Um það bil sem við fáum end- ana til að ná saman hefur ein- hver fært þá í sundur aftur. Herbert Hoover Fátækur maður er ekki aðeins sá sem á lítið, heldur sá sem ágirnist meira. Lucius Annaeus Seneca Sá sem sparar ekki aura eign- ast aldrei krónur. Danskt spakmæli. Ef þú hefur fullar hendur fjár ertu vitur, myndarlegur og þú syngur líka vel. Óþekktur uppruni Banki er staður þar sem þú færð lánaða regnhlíf í sólskini en ert beðinn að skila henni ef það fer að rigna. Robert Frost Um auðugan bjálfa er sagt að hann sé ríkur. Um fátækan bjálfa er sagt að hann sé bjálfi. Vilhelm Moberg Í gamla daga hætti fólk að kaupa til jóla þegar peningarnir voru búnir. Óþekktur uppruni Það væri ekki svo erfitt að hafa lág laun ef maður eyddi ekki of miklu í að halda því leyndu. Arthur Godfrey Peningar vaxa á trjám þolinmæðinnar. Japanskt spakmæli

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.