Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 SKEMMTILEGIR DANIR, eins og þeirra er von og vísa. En satt best að segja átti ég von á því að þessir ágætu hagfræðingar yrðu málefnalegri. Það stenst varla skoðun að þeir hafi ekki sett verðfall hlutabréfa í sögulegt samhengi og sagt að verðfall hluta- bréfa upp á 20 til 30% væri eðlilegt þar sem markaðurinnn væri að leiðrétta sig eftir mjög svo óeðlilegar og óraunhæfar hækkanir síð- ustu mánuðina. Halda þeir Carsten og Lars að hægt sé að fá 100% ávöxtun ár eftir ár af hlutabréfum á Íslandi og ef það náist ekki þá sé allt að fara til fjandans? ÚRVALSVÍSITALAN VAR KOMIN í 6.900 stig í febrúar og það var algerlega út úr kortinu. Hún var 4.500 stig í október sl. og þá stóðu menn á öndinni af hrifningu. Allt var í lukkunnar standi. Hún var í 3.600 stigum fyrir einu og hálfu ári og þá töldu allir að markaðurinn væri þaninn til hins ýtrasta og best væri að selja. Fyrir rúmum þremur árum var hún 1.200 stig. Hvers vegna sýndu Danirnir kátu ekki þessa glæru? ÞÁ ER ÞAÐ blessuð krónan. Síðan hvenær var hún talin sterkasti gjaldmiðill í heimi? Hvers vegna rifjuðu þeir Carsten og Lars ekki upp umræðu síðustu tíu ára á Íslandi um það hvort við ættum að taka upp evru og kasta krónunni? Krónan getur ekki annað en lækkað við gegndarlausan viðskiptahalla. Þegar við bætast að nettókaup Íslendinga á erlendum verðbréfum voru 63 milljarðar í janúar og febrúar, miðað við 7 milljarða sömu mánuði í fyrra, þá stuðla þau kaup - ein og sér - að falli krónunnar. ÞAÐ ER HINS vegar rétt hjá þeim Carsten og Lars að Íslend- ingar eiga heimsmet í erlendum skuldum sem hlutfall af lands- framleiðslu. Þeir hefðu hins vegar mátt benda á að góður hluti af skuldaaukningu síðustu ára hefði farið í að kaupa erlend fyrirtæki og því segði hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu á Íslandi ef til vill ekki alla söguna. ÞAÐ ER AUGLJÓSLEGA að hægja á íslensku efnahagslífi. Menn hafa orð á því að bankarnir séu ekki eins tilbúnir og áður til að lána fjárfestum nánast hvaða fjárhæð sem er. Þá auka hrikalegar olíuverðshækkanir á verðbólguna og leiða til minni hagvaxtar á næstu mánuðum. Lækkun krónunnar blæs síðan enn frekar upp verðbólgubálið. Verðbólgan er og verður helsti óvinur launafólks og skuldugra heimila á Íslandi. Hún er hin raunverulega ógn sem steðjar að okkur. EN STUNDUM ERU efnahagsmál öfugsnúin. Við leggjum mikið upp úr því að vera í AA-samtökum í bankaheiminum - en þá birtast skyndilega einhverjir kátir Danir í hádegismat til okkar og segja okkur að hætta að drekka og taka út timburmennina. Jón G. Hauksson RITSTJÓRNARGREIN CARSTEN VALGREEN, aðalhagfræðingur Danske Bank, og Lars Christensen, sérfræðingur hjá bankanum, voru gestir á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga skömmu fyrir páska. Það var mikil guðsmildi að fundurinn var í hádeginu ella hefðu fundarmenn haldið að þetta væri síðasta kvöldmáltíðin. CARSTEN OG LARS eru höfundar skýrslu bankans um íslenska efnahagslífið sem nefndist „Iceland: Geysir Crisis“ og hefur skýrslan þótt helst til dramatísk. Þeir sögðu áður en þeir héldu til Íslands að þeir væru að fara beint í gin ljónsins og höfðu mestar áhyggjur af því að fjölmenn mót- mæli yrðu í Leifsstöð við komu þeirra - slík væri tilfinningasemin í garð þeirra. Breskir fjölmiðlar hafa nefnt þá mennina sem hafi bent á að íslenska hagkerfið væri í nýju fötum keisarans; væri í engu. AÐ MATI ÞEIRRA Carsten og Lars stöndum við Íslend- ingar í mikilli þakkarskuld við þá og aðra erlenda skýrsluhöf- unda fyrir að veita okkur Íslendingum og íslensku efnahags- lífi einhverja athygli og dengja yfir okkur neikvæðu skýrslu- fargani. Þeir félagar voru svo ekki fyrr komnir til síns heima í Kaupmannahöfn þegar þeir sendu frá sér nýja skýrslu á sumardaginn fyrsta þar sem þeir sögðust síst af öllu hafa tekið of djúpt í árinni; íslenska krónan væri mun veikari en þeir hefðu gert ráð fyrir. Í SJÁLFU SÉR kom ekkert nýtt fram hjá þeim Carsten og Lars á hádegisverðarfundinum. Það var þetta hefðbundna. Þeir bentu á að hlutabréf hafa fallið á Íslandi, krónan hafi veikst til muna, skuldir þjóðarinnar væru heimsmet og íslenska hagkerfið væri háð erlendu fjármagni - þannig að við skyldum venjast svörtum skýrslum. Samt sögðu þeir að Ísland stæði ekki frammi fyrir illum örlögum, íslenska hag- kerfið hefði bara vaxið of hratt. ÞAÐ VAR GAMAN að því þegar Lars Christensen greip til líkingamáls um að veislan væri búin á Íslandi. Hann sagði að eftir öll góð teiti segðu alvarlegir timburmenn til sín og ráðlagði okkur að drekka ekki meira í bili, taka timburmenn- ina út, en grípa ekki í afréttara. Með þessi heilræði gætum við haldið næstu veislu fyrr en ella - og hann bað okkur að drekka af meira viti í næsta partýi. Það var mikil guðsmildi að fundurinn var í hádeginu ella hefðu fundar- menn haldið að þetta væri síðasta kvöldmáltíðin. SKÝRSLUFARGANIÐ: Timburmenn og AA-samtök The pursuit of perfection DÝPTINA Þegar þú ekur Lexus IS250 verður þér ljóst að hugatakið „eðalvagn“ hefur öðlast nýja dýpt. Sérhver útfærsla í innrétt- ingu, hvert smáatriði í vél og öðrum tæknibúnaði endur- speglar kröfuna um fágun og fullkomnun, aðalsmerki þeirra sem vilja standa öðrum framar. Þegar þú stofnar til kynna við LEXUS IS250 skilurðu til fulls hvað felst í hárfínu jafnvægi. Sjáðu, snertu og prófaðu Lexus IS250. Við erum sann- færðir um að niðurstaðan verður gagnkvæm virðing. Það mun ef til vill koma þér á óvart en við sáum það fyrir. Við gerum nefnilega sömu kröfur til lúxusbíla og þú og njótum þess að handleika það sem er fágað og fullkomið. Verð frá 3.990.000 kr. ÞÚ FINNUR Nýbýlavegi 6 Kópavogur Sími 570 5400 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 32 29 6 0 4/ 20 06
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.