Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 19

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 19
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 19 DAGBÆKUR FORSTJÓRA DAGBÆKUR FORSTJÓRA Þegar vekjaraklukkan hringir klukkan sjö á morgnana er rismál hjá Ragnhildi Geirs- dóttur, framkvæmdastjóra Promens hf. Morgunverðurinn er einfaldur: jógúrt eða morgunkorn sem hún borðar um leið og hún flettir dagblöðunum. Á níunda tímanum er hún svo komin á skrifstofu fyrirtækisins við Suðurlandsbraut, þar sem fyrsta verk dagsins er að kveikja á tölvunni og lesa tölvupóstinn. „Ég eyði talsverðum tíma í tölvupóstinn yfir daginn og þónokkuð af mínum samskiptum fer í gegnum hann. Þá má því segja að hann sé í raun ákveðin þungamiðja í starfinu. Ætli maður sé ekki gjarnan að senda þetta fjörtíu til fimmtíu tölvubréf á dag,“ segir Ragnhildur sem tók við núverandi starfi í byrjun janúar síðastliðins. Tala við tíu svæðisstjóra Promens er ein stærsta fyrirtækjasamsteypa heims á sviði steyptra plasteininga og starf- rækir 20 verksmiðjur í 12 löndum - og eru starfsmenn samsteypunnar um 1.300 tals- ins. „Við höfum verið að breyta skipulagi í félaginu og ég er hér nýlega tekin við starfi forstjóra. Því hef ég verið mikið á ferðalögum að undanförnu. Hef reynt að heimsækja allar verksmiðjurnar og kynna mér starfsemina þar. Þetta hefur farið upp í fjórar utanlandsferðir á mánuði, sem ég vona að verði eitthvað færri þegar fram líða stundir.“ Hjá Promens starfa tíu svæðisstjórar og fundar yfirstjórnin með þeim í byrjun hvers mánaðar þar sem farið er yfir uppgjör liðins mánaðar. „Þess á milli heyri ég alltaf reglu- lega í þeim sem eru með stærstu svæðin, nokkrum sinnum í viku. Nei, ég tek ekki símtölin eftir neinni ákveðinni reglu eða á fyrirfram ákveðnum tíma heldur einfaldlega þegar báðum aðilum hentar. Hér á skrifborðinu mínu er ég með nokkra litla gula lím- miða og þá nota ég svolítið sem stjórntæki. Þegar ég er búinn að leysa viðfangs- efnið get ég hent miðanum,“ segir Ragnhildur sem kveðst gjarnan sinna persónulegum símtölum í bílnum þegar hún er á ferðinni milli staða, þótt slíkt sé engin regla. Fylgifiskar í hádeginu „Í hádeginu finnst mér gott að fá mér eitt- hvað af léttara taginu, til dæmis salat eða brauð. Héðan er heldur ekki langt út á Fylgi- fiska og þangað röltum við samstarfsfólkið oft,“ segir Ragnhildur sem segir formlegum vinnudegi sínum gjarnan ljúka á sjöunda tímanum. Þá drífur hún sig í líkamsrækt í Nor- dica Spa eða út að hlaupa og segist koma til baka sem ný manneskja. „Oft fæðast góðar hugmyndir á hlaupabrettinu eða þegar maður fer út í náttúruna. Ósjálfrátt fer maður þá að setja viðfangsefni dagsins í annað samhengi og þá kemur stundum sú lausn á hlutunum sem maður hefur lengi leitað að. Sama gildir ef maður er úti eða gengur á fjöll, sem er mikið áhugamál mitt.“ „Farsímanúmerið mitt er svo sem ekkert leyndarmál, ég reyni að vera aðgengilegur stjórnandi,“ segir Ragnhildur sem segist oft vinna um helgar enda gefist þá oft tími til að sinna verkefnum sem mæti afgangi í amstri hins rúmhelga dags. Samt sé mikilvægt að gleyma ekki sjálfum sér enda þótt starf stjórnandans sé krefjandi og að sama skapi skemmtilegt - og milli vinnu og einkalífs þurfi því að vera bærilegt jafnvægi. Tölvupósturinn er þungamiðja „Hér á skrifborð- inu mínu er ég með nokkra litla gula límmiða og þá nota ég svo- lítið sem stjórn- tæki.“ RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Promens.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.