Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 21

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 21
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 21 DAGBÆKUR FORSTJÓRA Vinnudagurinn er tíu tímar „Mér finnst gott að eiga rólega stund í morgunsárið og því fer ég snemma á fætur. Er komin á stjá þegar klukkan er tuttugu mínútur gengin í sjö og hef því rúman tíma til að hafa mig til, lesa blöðin og koma dætrum mínum tveimur, sem eru átta og tólf ára, í skólann. Einnig eigum við mað- urinn minn oft góðan tíma saman fyrst á morgnana, sem við notum til að skipta með okkur verkum og skipuleggja það sem gera þarf,“ segir Hrund Rudolfsdóttir, fram- kvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags. Tek rispu á kvöldin Fljótlega upp úr klukkan átta er Hrund komin á skrifstofu sína að Suðurlandsbraut 12 og hennar fyrsta verk er þá að fara yfir fréttasíður á Netinu. „Ég tek góða skorpu á tölvupóstinum þegar ég kem og síðan inn á milli yfir daginn eins og tök leyfa. Dagurinn er alla jafna mjög þéttskipaður og maður þarf að skipuleggja sig vel. Mér finnst alltaf best að vera frjáls fyrri hluta dagsins og geta notað þann tíma í að yfirfara ýmis gögn og lesa pappíra sem þarf. Alla meiri- háttar fundi dagsins finnst mér hins vegar best að afgreiða í eftirmiðdaginn. Mörgum finnst aftur á móti best að funda sem stífast á morgnana en hafa eftirmiðdaginn frjálsan, en líklega sannar þetta bara að ég er afar lítil morgunmanneskja.“ Hrund segir að oft sleppi hún því að borða í hádeginu og komi slíkt svo sem ekki að sök. „Stundum tek ég mér hins vegar pásu í hádeginu í klukkustund eða svo til þess að sinna ýmsum persónulegum erindum. Oft eru líka haldnir fundir á þessum tíma,“ segir Hrund sem yfir- leitt fer heim úr vinnu á sjötta tímanum síð- degis. Þá taka heimilisstörfin við en þegar börnin eru komin í ró kveðst hún býsna oft setjast við tölvuna, taka rispu í tvö til þrjá tíma og afgreiða þau verkefni tengd vinn- unni sem hafa beðið. Gleymi mér í tækjunum „Í ró og næði á kvöldin verður mér oft alveg ótrúlega drjúgt úr verki. Ég fer líka gjarnan í ræktina á kvöldin eða þá um helgar. Það er sá tími sem hentar mér best og fyrir fólk í erilsömu starfi er alveg ómissandi að stunda einhvers konar líkamsrækt. Mér finnst gott að gleyma viðfangsefnum dags- ins í tækjunum eða á hlaupabrettinu,“ segir Hrund sem telur að vinnudagur sinn sé að jafnaði ekki skemmri en tíu tímar á dag og oft lengri. Slíkt sé algengt hjá ungu fólki í stjórnunarstöðum. Utanlandsferðir segir Hrund allstóran þátt í starfi sínu - gjarnan ein til tvær ferðir í mánuði og stundum fleiri. „L&H eignar- haldsfélag er með vaxandi umsvif erlendis, svo sem í Króatíu og Rúmeníu. Flugferðirnar reyni ég nýta eins og mögulegt er til að lesa ýmis vinnutengd gögn, enda eru þetta alllangar ferðir, taka nánast heilan dag. Eftir slíkar ferðir er ég að sönnu bæði tætt og dösuð en við slíku er lítið að gera. Slíkt ein- faldlega tilheyrir.“ HRUND RUDOLFSDÓTTIR Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags. „Í ró og næði á kvöldin verður mér oft alveg ótrúlega drjúgt úr verki.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.