Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 23

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 23
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 23 DAGBÆKUR FORSTJÓRA „Bestu hugmyndirnar fæ ég í bíl. Stundum þegar koma verkefni sem krefjast yfirlegu og mikillar umhugsunar keyri ég út fyrir bæinn. Fer gjarnan suður með sjó eða Nesjavallaleið- ina austur fyrir fjall og þegar ég kem til baka er lausnin fundin. Þegar stjórnarformaðurinn minn, Bjarni Benediktsson alþingismaður, hringdi í mig skömmu eftir áramót og spurði hvort við ættum að láta reyna á að kaupa Olíufélagið þýddi það til dæmis nokkra bíltúra þar sem ég velti málinu fyrir mér fram og aftur,“ segir Her- mann Guðmundsson, forstjóri Olíufélagsins ehf. Hermann er kominn á fætur upp úr klukkan sjö á morgnana. „Ég renni yfir dag- blöðin á tíu mínútum. Stoppa við helstu fréttirnar og viðskiptasíðurnar en öðru sleppi ég. Hingað á skrifstofuna kem ég um klukkan átta og er þá búinn að koma við í bakaríi á leiðinni. Fæ mér þar bakkelsi sem ég maula hér á skrifstofunni um leið og ég kveiki á tölvunni. Fyrsti tíminn á morgnana er oft býsna notalegur og að sama skapi drjúgur til að sinna málum.“ Í Nesti í hádeginu Starfmenn á skrifstofu Olíufélagsins koma til vinnu á níunda tímanum á morgnana. Fyrstu fundir forstjórans hefjast um klukkan níu, það er með framkvæmdastjórum félagsins og deildarstjórum, birgjum, stærri viðskiptamönnum og fleirum eftir atvikum. „Ég stilli þessu þannig upp að fyrri fundir dagsins byrja klukkan níu og tíu og svo tek ég aðra lotu sem hefst klukkan þrjú. Ef hver fundur tekur klukkustund, eins og algengt er, hef ég lausan tíma milli klukkan ellefu og þrjú til að sinna þeim verkefnum sem þarf hér á skrif- stofunni, svo sem að lesa alls konar pappíra og tölur, afgreiða símtöl, svara tölvupósti og fleira. Að meðaltali er ég líklega að fá um 70 tölvubréf á dag og kannski helmingurinn af þeim kallar á að ég svari. Ef til vill notar maður tölvupóstinn of mikið. Hins vegar er þetta þægilegur samskiptamáti sem sparar mikinn tíma. Póstur sem maður svarar á einni mínútu sem annars yrði tíu mínútna símatal,“ segir Hermann sem oft skýst frá í hádeginu og fær sér þá gjarnan skyndibita í Nesti, sem eru einmitt á þjónustustöðvum Esso. Að borðið sé hreint „Utanlandsferðir mínar eru tíðar. Ég er búinn að vera hér hjá Olíufélaginu í tvo mánuði og því er lítil reynsla komin á ferðalög hér. Í fyrra starfi sem framkvæmdastjóri Bílanausts voru þetta oft tvær ferðir í mánuði, gjarnan tvo til fjóra daga hver ferð,“ segir Hermann sem flesta daga vinnur fram undir kvöldmat. Kvöldin segir hann yfirleitt róleg, en mikilvægt sé að líta reglulega á tölvupóstinn til að athuga hvort þangað hafi borist erindi sem þurfi að bregðast við án tafar. Um helgar reyni hann að eiga frí á laugardögum, en sér þyki gott að koma á vinnustað í býtið á sunnudags- morgnum og sinna þar ýmsum tilfallandi verk- efnum sem beðið hafa, þannig að í upphafi nýrrar vinnuviku sé borðið hreint. Bestu hugmyndirnar í bílnum „Ef til vill notar maður tölvupóstinn of mikið. Hins vegar er þetta þægilegur samskiptamáti.“ HERMANN GUÐMUNDSSON Hermann Guðmundsson, forstjóri Olíufélagsins ehf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.