Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 24

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 „Síðustu vikurnar hafa nokkrir starfsmenn hér í fyrirtækinu verið forfallaðir vegna veikinda, sem hefur sett strik í reikninginn. Við þær aðstæður kemur þó í ljós að ekkert stórvægilegt gerist í fyrirtækjum þótt framkvæmdastjórinn sé frá í nokkrar vikur. Þetta rúllar allt áfram. En þegar starfsmaðurinn á símanum og eða sá sem sér um ræstingarnar eru frá er allt í hers höndum. Þá þurfa allir að leggjast á árar og sjálf tel ég ekkert eftir mér að ganga hér í öll störf - geri bara það sem þarf,“ segir Margrét Kristmanns- dóttir, framkvæmdastjóri Pfaff - Borgarljósa. Erfiðustu símtölin fyrir hádegi Margrét er gjarnan komin til vinnu um klukkan átta á morgnana og segir að fyrsti klukkutími dagsins verði sér drjúgur til að sinna ýmsum aðkallandi verkefnum. Svara tölvupósti, sinna fjármálum og fleira. „Ég vakna um klukkan sjö og þá tekur við að koma börnunum, sem eru 10 og 13 ára, í skólann. Stundum byrja ég daginn á því að fara í líkamsrækt. Mér finnst ómögulegt að fara í ræktina nema snemma á morgnana,“ segir Margrét sem drekkur fyrsta kaffibolla dagsins með starfsfólki sínu um klukkan níu. Þá skrafar fólk um það sem hæst ber í þjóðfélaginu þann daginn og það hvernig síðasti vinnudagur gekk. „Með þessu sé ég hvernig landið liggur,“ segir Margrét sem gjarnan er á skrifstofunni fram til hádegis. Þar hefur hún margvíslegum verkum að sinna enda hefur hún með starfs- mannamál og launaútreikninga að gera, mark- aðsmálin, fjármálin, bókhaldið jafnframt því að annast innkaup að hluta. Hún kveðst einnig reyna að taka öll erfiðustu símtölin fyrir hádegi, bæði þau sem reyna á sig og viðmælanda sinn. Fólk sé alla jafna best fyrir kallað árla dags og þá sé auðveldast að finna lausnir á erfiðum við- fangsefnum. Gönguferðir í Gróttu Áhugi á hundum hefur lengt fylgt Margréti. Hún tekur heimilishundana tvo með sér í vinnuna og fer ævinlega með þá í stutta gönguferð í hádeg- inu. Sest svo niður eftir hundaröltið og fær sé hádegissnarl, til dæmis skyr eða brauð. Stendur svo vaktina í fyrirtækinu fram til klukkan fimm en snýr þá aftur heim til að sinna búi og börnum. „Ég skipulegg mig þannig að ég geti átt kvöldin og helgarnar með fjölskyldunni. Stundum koma þó rólegar stundir inn á milli sem ég get notað til að sinna tilfallandi verk- efnum vegna vinnunnar en slíkt er hægðarleikur, enda get ég tengt mig inn á tölvukerfið hér í vinnunni að heiman. Raunar er vinnan oft mjög nálæg, í göngutúrum með hundana um Sel- tjarnarnesið, þar sem ég bý, vakna oft góðar hug- myndir. Í roki og rign- ingu vestur í Gróttu. Þær lausnir sem ég hef lengi leitað að vegna aðsteðjandi við- fangsefnum hér í vinnunni koma gjarnan þá,“ segir Margrét Kristmanns- dóttir. Hundarölt í hádeginu „Sjálf tel ég ekkert eftir mér að ganga hér í öll störf.“ MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff - Borgarljósa. EIK FASTEIGNAFÉLAG HF // Sóltún 26 // 105 Reykjavík // s: 590 2200 // eik@eik.is // www.eik.is Lykillinn a› auknum hagna›i Kynntu flér hvernig flú getur auki› hagna›inn hjá flínu fyrirtæki nú í ár og til lengri tíma Eik sérhæfir sig í rekstrarleigu atvinnuhúsnæ›is, flar me› tali› a› kaupa fasteignir fyrirtækja og leigja fleim flær aftur til lengri e›a skemmri tíma. fiannig geta fyrirtæki eflt eigin rekstur og losa› um umtalsver›a fjármuni. Hvort sem flú átt húsnæ›i sem flig langar til fless a› selja og leigja aftur e›a ert a› leita flér a› heppilegu atvinnuhúsnæ›i er Eik me› lausnina fyrir flig. Haf›u samband vi› sérfræ›inga okkar í síma 590 2200 DAGBÆKUR FORSTJÓRA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.