Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 27 DAGBÆKUR FORSTJÓRA Annasamt starfs borgarstjórans í Reykjavík miðast jafnan við þá fundi með embættis- mönnum og pólítískum fulltrúum sem haldnir eru á föstum tímum í hverri viku. Önnur embættisverk ráðast af þessu; fundirnir eru fastir punktar og öðrum erindum er raðað inn á milli og sinnt eins og tími og tök leyfa. „Yfirleitt vakna ég þegar klukkuna vantar korter í sjö á morgnana. Mér finnst mikilvægt að gefa mér rúman tíma fyrst á morgnana, meðal annars til þess að lesa blöðin,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir sem byrjar daginn á að fylgja dóttur sinni í Laugarnes- skólann og fljótlega eftir það er hún komin á skrifstofu sína í Ráðhúsinu. Hundruð tölvubréfa á dag „Þegar hingað kemur fæ ég mér kaffi með samstarfsfólki mínu og sest síðan hér niður á skrifstofunni. Fer þá á Netið og renni yfir bæði fréttasíður og helstu póltísku umræðu- vefi. Það er hluti af starfinu að fylgjast vel með allri umræðu í þjóðfélaginu,“ segir Stein- unn Valdís, sem í gegnum ritara sinn fær fjölda skilaboða um að hafa samband við fólk símleiðis - og sömuleiðis berast tugir ef ekki hundruð tölvubréfa yfir daginn. Mörgum erind- anna svarar hún sjálf, til dæmis þeim sem þola enga bið. Eiríkur Hjálmarsson, aðstoðar- maður borgarstjóra, greiðir úr öðrum málum og aðrir eftir atvikum. Steinunn Valdís tók við starfi borgarstjóra í desember 2004. Þá hafði hún verið borg- arfulltrúi í tíu ár og þekkti því borgarmálin út og inn og sömuleiðis helstu persónur og leikendur á sviði þeirra. „Það kom mér á óvart hve mikið áreiti fylgir embættinu. Ótrú- lega margir þurfa að ná tali af borgarstjóra og sömuleiðis er viðveru hans óskað við hin ýmsu tilefni. Hins vegar verður í þessu efni eins og öðrum að forgangsraða og það er hvorki hægt að gera sjálfum sér né öðrum að vera að öll kvöld og helgar og koma síðan í móttökur úrvinda af þreytu. Allir verða að þekkja sín takmörk.“ Endurnærist í Laugum Í hádeginu fer Steinunn Valdís mjög gjarnan í líkamsrækt í Laugum. „Ræktin gerir mér gott. Ég næ að útiloka mig frá öllu öðru og gleyma þeim viðfangsefnum sem bíða hér í vinnunni. Því er ég alveg endurnærð á líkama og sál þegar ég kem til baka hingað í vinn- una þegar klukkan hallar í tvö. Illu heilli hef ég verið latari við að fara í Laugar síðustu vikur en ég vænti þess að geta tekið upp þráðinn fljótlega,“ segir borgarstjórinn. Þegar heimilisstörfum á kvöldin lýkur segir hún að oft gefist tími til vinnu og kvöldin verði oft drjúg til þess. „Ég horfi lítið á sjón- varp en sit þeim mun meira við tölvuna. Einmitt á kvöldin fæ ég oft fínar hugmyndir og kem þeim áleiðis í tölvupósti. Þá nota ég kvöldin gjarnan til að lesa ýmis gögn og skýrslur sem tilheyra starfinu, enda er tími til slíks takmarkaður yfir daginn þegar erilinn er sem mestur.“ Áreitið fylgir embættinu „Það er hluti af starf- inu að fylgjast vel með allri umræðu í þjóðfélaginu.“ STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.