Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 29
DAGBÆKUR
FORSTJÓRA
„Yfirleitt er ég kominn á fætur í kringum
sexleytið, ef mér tekst að sofa svo lengi. Ég
fæ oft mjög góðar hugmyndir eldsnemma á
morgnana. Fer þá gjarnan á fætur til skrifa
þær niður og fer svo aftur upp í rúm,“ segir
Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbank-
ans. „Ég byrja hvern morgun á því að lesa
íslensku blöðin og tölvuyfirlit fjármálafrétta
og breskra fjölmiðla. Á meðan ég les blöðin
fæ ég mér heitt sítrónuvatn sem ég mæli
mjög með. Svo færi ég eiginkonunni slíkan
drykk og skelli mér í sturtu. Morgunmaturinn
er ávaxtablanda og hafragrautur, en fyrsta
verkefni dagsins er að keyra dótturina í Versl-
unarskólann.“
Vel nýttir vinnudagar
Halldóri nýtist vel að vinna milli sex og sjö
á morgnana og kýs frekar að hafa fundi
snemma á morgnana en seint á daginn. Ef
hann á ekki fund þegar hann kemur fyrst í
bankann að morgni notar hann tímann til að
renna yfir tölvupóst, hringja símtöl og ráðfæra
sig við menn. Dagarnir fara svo að miklu leyti
í fundahöld með samstarsfólki og viðskipta-
vinum bankans. „Mér finnst gott að eiga
lokahluta vinnudags milli sex og átta fyrir
sjálfan mig á skrifstofunni einn eða með fáum
traustum samstarfsmönnum. Á þessum tíma
gefst einnig stundum tækifæri til að fara yfir
daginn með bankaráðsformanni og kollega
mínum Sigurjóni.“
Þar sem fátt er um lausar stundir í bank-
anum tekur Halldór gjarnan törn í að svara
tölvupósti heima á kvöldin. „Ég er tarna-
maður í að svara tölvupósti. Magn tölvupósts
er gífurlegt og það lendir oft á ritara mínum
að flokka póstinn eftir mikilvægi,“ segir Hall-
dór sem segir marga hafa farsímanúmerið
sitt. Sjálfur kjósi hann þó að afgreiða eins
mörg mál og unnt sé með tölvupóstsam-
skiptum. Að loknum vinnudegi fer hann svo
gjarnan í stafgöngu eða sund hvar hann fær
oft góðar hugmyndir.
Lesið í flugvélinni
Landsbankinn er með starfsstöðvar í tólf
löndum. Af þeim sökum eru ferðalög tíma-
frekur þáttur í starfinu. Á ferðalögum gefst
Halldóri tími til þess að lesa yfir skjöl og
skýrslur en hann segist leyfa sér að taka
með góða bók ef hann er í löngu flugi til
þess að tæma hugann og hvílast fyrir næstu
átök. „Ég er því að meðaltali tvisvar í mánuði
erlendis. Þegar ferðir eru á dagskrá reyni ég
að vera mest tvær nætur í burtu og oftast
síðustu daga vikunnar. Ég er mjög heimakær
og sakna fjölskyldunnar ef fjarvera er lengri.
Stundum komast þau með og þá verður
ferðin lengri,“ segir hann.
„Hádegishlé er eitthvað sem ég tók síðast
á námsárunum,“ segir Halldór og bætir við
að oft missi hann af máltíðum í amstri dags-
ins. „Fastir þættir eru morgunmaturinn og
kvöldmaturinn sem getur dregist töluvert. Ég
er hins vegar mjög duglegur að borða holla
fæðu. Borða mest ávexti og grænmeti þessa
dagana og þær eru ófáar appelsínurnar sem
ég hef skrælt um ævina,“ segir hann.
HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands.
Hugmyndaríkur
í morgunsárið
„Ég borða mest
ávexti og grænmeti
þessa dagana.“