Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 30

Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 „Ég er nú frekar það sem kalla má kvöld- maður og síðari hluti dags nýtist mér best til vinnu. Á skrifstofunni er ég gjarnan fram á áttunda tímann á kvöldin og eftir það er ég gjarnan að vinna heima. Fjölskyldan er ekki óvön að ég sitji heima með fartölvuna í fang- inu við að sinna hinum og þessum erindum. Ég fæ 50 til 70 tölvubréf yfir daginn og helm- ingur þeirra kallar á að ég svari þeim með einhverjum hætti,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Sá á fund sem finnur „Yfirleitt vakna ég um klukkan sjö á morgn- ana. Fyrstu verk dagsins eru sturta, rakstur og svo hita ég mér kaffi. Sterkt, svart, syk- urlaust kaffi er upphafið á deginum. Það er ómissandi að horfa á eina teiknimynd með syninum áður en ég fer til vinnu á níunda tím- anum. Ég kveiki yfirleitt ekki á tölvunni fyrr,“ segir Jón Karl og segist athuga íslensku vef- ina Visir.is, Mbl.is og vefsíður, íslenskar og erlendar, með fréttum úr fjármálaheiminum og ferðaþjónustunni. Einnig athugar hann bókunarstöðuna, hvort flugvélar dagsins eru á áætlun og ýmislegt annað sem tengist rekstr- inum. Forstjórinn hefur puttann á púlsinum! Tímann eftir hádegi segist Jón Karl gjarnan nota til að afgreiða ýmis tilfallandi símtöl. „Milli klukkan tíu til tólf á morgnana eru nær undantekningalaust fundir. Stunda- taflan hjá mér er þéttsetin af alls konar fundum - stórum og smáum. Við segjum oft í gríni að „sá eigi fund sem finni“. Við erum með átak í gangi til að draga aðeins úr fundar- setum, þar sem þessir fundir skila oft ekki því sem vænst er. Nýlega gerðum við þær breytingar á skrif- stofu Icelandair að við tókum niður skilrúm og fækkuðum litlum skrifstofum, en tókum upp opin vinnurými. Þetta var meðal annars gert til þess að styrkja liðsheildina og ég vona jafnframt að þetta leiði til þess að fólk beri meira saman bækur sína í dagsins önn og að slíkt komi í stað formlegra funda. Af þvílíku væri mikill tímasparnaður.“ Köben varla utanlandsferð Jón Karl segir að hádegisverður sinn sé oft ekki annað en ein samloka. „Ætli ég sé ekki að borða svona tvisvar til þrisvar yfir daginn, sem er líklega of sjaldan ef eitthvað er. Síðan borða ég oftast of mikið á kvöldin,“ segir Jón Karl. Síðdegis tvisvar í viku er frátekin stund og þá spilar hann skvass með nokkrum félaga sinna eins og þeir hafa gert um langa hríð. Stöku sinnum bætir hann svo því við að fara í ræktina áður en haldið er til vinnu, en á því sé engin regla. Svo sem vænta má hjá forstjóra í stóru flugfélagi sem starfar á alþjóðlegum mörk- uðum, eru ferðalög erlendis stór þáttur í starfinu. „Mér finnst skila mestu að fara fyrri hluta vikunnar. Það er manni nokkuð í sjálfs- vald sett hve ferðirnar eru tíðar. Stundum eru þetta ein til tvær ferðir í viku en það kemur einnig fyrir að ferðirnar séu ekki nema ein til tvær í mánuði. Flestar ferðirnar eru til London og Kaupmannahafnar. Það má reyndar deila um hvort ferð til Köben sé yfirhöfuð talin til utanlandsferða, svo sterk eru tengsl okkar við borgina við Sundið.“ Sterkt, svart og sykurlaust JÓN KARL ÓLAFSSON Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair „Fjölskyldan er ekki óvön að ég sitji heima með fartölv- una í fanginu við að sinna hinum og þess- um erindum.“ DAGBÆKUR FORSTJÓRA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.