Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 Björgólfur Jóhannsson. 23. mars Björgólfur forstjóri Icelandic Group Tilkynnt var á aðalfundi Icelandic Group að Björgólfur Jóhannsson hefði verið ráðinn forstjóri félags- ins. Björgólfur hefur um áraraðir verið einn af atkvæðamestu mönnum sjávarútvegs á Íslandi. Hann var um árabil forstjóri Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað og réðst til Icelandic Group í desem- ber sl. sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Þá hefur hann verið formaður LÍÚ undanfarin ár. Fram kom á aðalfundinum að síðasta ár hefði verið slakt hjá Icelandic Group og hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBIDTA) um 1.264 milljónir króna miðað við 2,5 milljarða árið 2004. 23. mars 8,5 milljarða hagnaður VÍS Finnur Ingólfs- son, forstjóri eignarhaldsfé- lagsins VÍS, getur verið ánægður með árangur sinn á síðasta ári. Hagnaður félagsins nam tæpum 8,5 milljörðum króna og jókst um 46% frá árinu áður. Finnur sagði á fundinum að rekja mætti hina góðu afkomu að mestu til hagnaðar af hlutabréfaeign félags- ins því afkoman af vátrygginga- rekstri félagsins hefði ekki verið viðunandi og verri en árið 2004. 24. mars Páll og Lýður Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftir- litsins, svaraði gagnrýni Lýðs Guðmunds- sonar, stjórnar- formanns Sím- ans, um aðkomu eftirlitsins að fjölmiðlamarkaðinum. Lýður hafði skotið á Samkeppniseftirlitið og sagt að Dagsbrún væri alls- ráðandi í fjölmiðlun á Íslandi og að félagið hefði með kaupum á Saga film og Storm þrengt veru- lega að aðgengi Skjás eins að framleiðslufyrirtækjum á íslensku sjónvarpsefni. Páll Gunnar sagði að Samkeppniseftirlitið hafi tekið þessa samruna til skoðunar, sem Lýður gerði að umtalsefni, og að þeir hefðu verið leyfðir með skil- yrðum. 25. mars Lýður hættir hjá Bakkavör Aðeins meira af Lýð Guðmunds- syni. Tilkynnt var á aðalfundi Bakkavarar að hann láti af störfum sem forstjóri Bakkavarar síðar á árinu og taki við sem starfandi stjórnarformaður Exista. Bróðir Lýðs, Ágúst Guð- Lýður Guðmundsson. mundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, sagði breytinguna komna til af því að umsvif Exista hefðu aukist mikið undanfarin ár og krefðist það aukinnar athygli stjórnenda fyrirtækisins. Exista verður líklega skráð í Kauphöll Íslands á árinu. 26. mars Ekki framlengt í Bandaríkjunum Ein helsta umræðan í viðskiptalíf- inu undanfarnar vikur hefur verið um að kaupendur skuldabréfa íslensku bankanna í Bandaríkj- unum hafi ákveðið að framlengja ekki samninga fyrir rúmlega 1,6 milljarða Bandaríkjadala. En það er um 124 milljarðar króna á núverandi gengi. Þetta hefur áhrif á endurfjármögnun bank- anna. Forráðamenn bankanna hafa sagt að þetta sé ekki beint bakslag þar sem við þessu hefði alveg eins mátt búast og því verði bankarnir að leita á ný mið og finna nýja kaupendur að þessum skuldabréfum. Þetta geti hins vegar haft þau áhrif að fjármögnunarkostnaður erlendis hækki. Upplýst var að samningar sem ekki verða framlengdir skiptist þannig á milli bankanna þriggja: Glitnir 775 milljónir Bandaríkjadala, Kaupþing banki 600 milljónir dala og Landsbank- inn 200 milljónir dala. D A G B Ó K I N TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Páll Gunnar Pálsson. Finnur Ingólfsson. 27. mars ÖLLUM SAGT UPP Á VELLINUM Allir íslenskir starfsmenn Varnarliðsins, 592 að tölu, hafa fengið uppsagnarbréf. Þetta kom í kjölfar þess að Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir hyggist draga stórlega saman í umsvifum sínum á Vellinum og séu að fara með flugflota sinn í burtu. Viðræður um varnar- samstarf þjóðanna standa þó enn yfir. Herstöðin á Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.