Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 38

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N 31. mars Landsbankinn í Amsterdam Landsbanki Íslands hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu ákvörðun bank- ans um stofnun útibús í Amster- dam í Hollandi. Þetta kemur til af stórauknum umsvifum bank- ans í lánveitingum og annarri fjármálaþjónustu í Evrópu und- anfarin ár. Starfsemi útibúsins mun einnig falla vel að starfsemi Kepler Equities sem staðsett er á sama stað. Útibúið mun heyra undir Fyrir- tækjasvið Landsbankans. Robert Verwoerd og Sebastian T.W. Stoetzer munu stýra útibúinu en þeir hafa undanfarin sex ár starfað við útibú Halifax Bank of Scotland í Amsterdam og átt virkan þátt í uppbyggingu starf- semi þess útibús. 1. apríl Dagsbrún stofnar Sko Þennan dag var tilkynnt að Dagsbrún, sem m.a. rekur Og Vodafone og 365 miðla, hefði stofnað nýtt farsímafyrirtæki sem nefndist Sko. Hinu nýja far- símafyrirtæki er ætlað að keppa við Og Vodafone og Símann með því að bjóða ein- faldari verðskrá og lægra verð á farsímaþjónustu en þekkst hefur hér á landi. Liv Bergþórsdóttir er framkvæmdastjóri Sko. Auk fyrrnefndra fyrirtækja á Dags- brún öryggisfyrirtækið Securitas, afþreyingarfyrirtækið Senu og Skoðun sem keypti 51% í Kögun og hefur gert yfirtökutilboð í það fyrirtæki. Þá á Dagsbrún danska fjölmiðlafyrirtækið 365 Media Scandinavia a/s. 2. apríl Baugur ber víurnar í Matas Það eru fleiri en Baugur Group sem bera víurnar í dönsku snyrti- vöruverslunarkeðjuna Matas. Margir hafa lýst yfir áhuga á keðjunni og hefur meirihluti eig- enda hennar samþykkt að selja ef viðunandi tilboð fæst. Líklegt kaupverð er talið í kringum 48 milljarða króna, eða 4 milljarða danskra króna. Matas-keðjan var stofnuð árið 1949 og veltir um 30 milljörðum íslenskra króna ári. Fjöldi Matas-verslana er 291 talsins. Skarphéðinn Berg Steinarsson, yfirmaður norrænna fjárfestinga Baugs. 3. apríl Svenn Dam forstjóri 365 Media Scandinavia Dagsbrún hefur skipað Svenn Dam forstjóra og varastjórnarfor- mann 365 Media Scandinavia. Hann hefur starfað í fjölmiðlum til margra ára og hefur reynslu af stjórnun fyrirtækja, eins og Jyllandsposten og Metro International. Fyrsta verkefni hans verður að koma á fót frí- blaði í Danmörku í líkingu við Fréttablaðið hér heima en jafn- framt er honum ætlað að standa vaktina og kanna ný viðskipta- tækifæri á sviði fjölmiðlunar á Norðurlöndunum. 3. apríl Skipst á Visa og Euro Þennan dag var sagt frá því að Glitnir hefði keypt 16% hlut í Kreditkorti af Kaupþingi banka og við það eignast meirihluta í Kreditkorti. Samhliða þessu seldi Glitnir Kaupþingi banka 18,45% hlut í Greiðslumiðlun hf. og þar með er Kaupþing banki orðin stærsti einstaki hluthafinn í Greiðslumiðlun. Glitnir og Kaup- þing banki munu áfram bjóða greiðslukort frá báðum greiðslu- kortafyrirtækjunum. 4. apríl Baugsmál: Ný ákæra Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur gefið út nýja ákæru í Baugs- málinu í fimm köflum. Þetta eru 19 af þeim 32 ákæruliðum sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í októ- ber. Þrír eru núna ákærðir, þar af Jón Gerald Sullenberger. Ákæran verður þingfest 27. apríl. Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri félagsins, eru ákærðir fyrir fjársvik, brot gegn hlutafélagalögum, meiri háttar bókhaldsbrot og fjárdrátt. Jón Gerald Sullenberger, fram- kvæmdastjóri Nordica Inc., er ákærður fyrir aðild að bókhalds- broti með því að gefa út tilhæfu- lausan kreditreikning. Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson hafa lýst yfir sakleysi sínu og hafa jafnframt ákveðið að leita réttar síns fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu og kemur fram í yfirlýsingu Baugs Group að þeir njóti til þess stuðnings stjórnar félagsins. Jón Ásgeir Jóhannesson. Landsbankinn ætlar að opna útibú í Amsterdam. Liv Bergþórs- dóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.