Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6
Þ
að voru 54 starfsmenn um ára-
mótin en við vorum orðin 94
nú í aprílmánuði þannig að það
sýnir kannski glöggt hversu
hratt fyrirtækið er að stækka.
Einnig erum við með 150 sjálfboðaliða úti
um allan heim sem hjálpa til með tölvuleik-
inn þannig að það eru margir sem koma að
þessu. Við erum með góðan hóp listamanna
og vísindamanna sem eiga það sameigin-
legt að tölvuleikir eru ástríða þeirra og hér
kemur fólk jafnvel frá öðrum heimsálfum
til að vinna við leikinn,“ segir Ívar Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs CCP,
og bætir jafnframt við:
„Ástæðan fyrir því að við stækkum svo
ört núna er að eftir því sem fleiri koma inn
í leikinn þá eykst verðgildi hans. Það mætti
líkja þessu við símkerfi því nytsemi þess
eykst eftir því sem fleiri koma inn í það.“
Flókinn og víður leikur
EVE-Online leikurinn byggist upp á 5.000 sól-
kerfum þar sem menn þvælast milli kerfanna
eftir ákveðnum leiðum. Á leiðunum verða
ýmsar hindranir á vegi leikmanna og ýmsir
kostir eru í boði. Það er engin endastöð í
leiknum en það veldur því, að möguleikar
hans og langlífi eru ótvíræðir.
„Leikurinn endurspeglar í raun veruleika
spilara þegar þeir taka sér hlutverk í leiknum,
leikurinn er opinn og ekki nein fyrirfram
ákveðin endastöð skilgreind. Leikmenn setja
sér sjálfir markmið og þegar þeir ná þeim þá
eru það sigrarnir sem þeir upplifa í leiknum.
Þetta er flókinn og djúpur leikur og hann er
búinn til fyrir fullorðið fólk en meðalaldur
leikmanna í EVE-Online er 27 ár. Hugmyndin
var að búa til leik fyrir vel greint og menntað
fólk sem myndi finna sig í þeim veruleika
sem EVE-Online býður upp á og takast á við
þá krefjandi áskorun sem leikurinn er, og
það virðist hafa tekist,“ segir Ívar.
E V E - O N L I N E T Ö L V U L E I K U R I N N
Fyrirtækið CCP er í útrás á Asíumarkaði með þrívíddarleik-
inn EVE-Online. Nú eru rúmlega 100 þúsund áskrifendur
að leiknum, en þeir voru 28 þúsund fyrir þremur árum.
Nú er Kína næsta markaðssvæði fyrir leikinn.
STÍGA STÓRA SKREFIÐ!
Ívar Kristjánsson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs CCP sem á tölvuleikinn EVE-Online sem
hefur vaxið undurhratt á síðastliðnu ári.