Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 47

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 47
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 47 „Í dag erum við að njóta góðs af því að markaðurinn stækkar mjög hratt og mjög sterk fyrirtæki eins og Blizzard gaf út tölvu- leikinn World of Warcraft sem er kominn með sex milljónir áskrifenda eftir eitt ár, en þeir draga nýja viðskiptavini inn á markað- inn. WoW er þannig uppbyggður að mörgum finnst þeir klára hann eftir 6-12 mánuði og vilja meiri áskorun, þannig að við erum að fá spilara frá þeim sem eru komnir á enda- stöð og vilja spila dýpri leik.“ Tíu ára hugmynd Hugmyndin að EVE Online fæddist árið 1996 en þá var Reynir Harðarson, einn af stofnendum fyrirtækisins, að vinna hjá Oz. Þeir voru framarlega í heiminum í þrívíddar- hugbúnaði og ákveðið var að gera leik með tækni sem hafði skapast á Netinu. „Forskriftin að EVE var leikur sem heitir Elite en margir spiluðu hann á BBC í gamla daga. Þetta var bara einmenningsleikur og grafíkin í honum var mjög frumstæð. Leik- urinn var góður en það vantaði bara raun- verulegt fólk í hann og menn sáu fyrir sér að hægt væri að taka skrefið lengra en Elite með alvöru fólk og það var kveikjan að EVE,“ útskýrir Ívar. Fyrirtækið CCP var síðan stofnað árið 1997 af þeim Reyni, Þórólfi Beck og Ívari. Það gekk allt eftir sem þeir höfðu ætlað sér. Þeir gáfu út borðspilið Hættuspilið, seldu það í 10.000 eintökum og hagnaðinn af því notuðu þeir til að byggja upp stoðir fyrir fyrirtækið. „Við störfuðum einnig á auglýsingamark- aði, í vefsíðugerð og í hönnunarverkefnum. Við endurhönnuðum til að mynda Latabæ með Magnúsi Scheving og er megnið af þeirri hönnun notað í Latabæ eins og við þekkjum hann í dag. EVE-Online var samt alltaf endamarkmiðið hjá okkur. Árið 2000 vorum við búnir að gera demó, vorum komnir með viðskiptamódel og náðum í endann á dot-com-tímabilinu. Við höfðum fengið aðila til liðs við okkur í fjármögnun og vorum með 170 milljón króna útboð hjá Kaupþingi. Fjárfestar skráðu sig fyrir 740 milljónum þannig að við þurftum að velja úr álitlega fjárfesta,“ segir Ívar og brosir. Viacom sýnir áhuga „Síminn kom þarna inn í félagið og var þá stærsti hluthafinn með 17 prósenta hlut- deild. Hugmyndin var að við gætum samið við útgefanda um að þetta kæmist á þann stað sem myndi útvega okkur áframhald- andi fjármagn til að klára leikinn. En hlut- irnir taka oft lengri tíma en í upphafi er ætlað. Við enduðum á að gera samning við Simon&Schuster sem er innan Viacom- samsteypunnar,“ útskýrir Ívar, en segir jafn- framt: „Simon&Schuster höfðu gefið út leiki en þetta var yfirgripsmesta verkefni þeirra til þessa. Við ákváðum að skilgreina okkur sem hugbúnaðarhús en láta aðra sjá um markaðs- og dreifingarhliðina. Síðan gerist það að við vorum ekki sammála forsvars- mönnum Simon&Schuster um það hvernig ætti að markaðssetja leikinn. Þeir voru fastir í því að selja leikinn í pakka úti í búð en við vildum dreifa honum í niður- halsmöguleika á Netinu en á þessum tíma var hraði Netsins að aukast til muna. Við keyptum því útgáfuréttinn aftur og fórum að gera þetta allt sjálfir.“ Kína og spennandi markaðssvæði Leikurinn kom út 5. maí árið 2003 og í lok ársins voru áskrifendur orðnir 28 þúsund. Tæpu ári eftir að hann kom út setti fyrir- tækið heimsmet þar sem tíu þúsund manns voru inni í þrívíddarleik á sama tíma. Í dag eru um 26 þúsund inni í leiknum á sama tíma og frekari útrás er í uppsiglingu. Heildartekjur af EVE-Online og tengdum þáttum árið 2005 voru rúmar 700 milljónir króna. E V E - O N L I N E T Ö L V U L E I K U R I N N STÍGA STÓRA SKREFIÐ! TEXTI: EHG MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Í dag eru um 26 þúsund inni í EVE-Online leiknum á sama tíma og frekari útrás er í uppsiglingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.