Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 52

Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 Unnið mikið að mati á umhverfisáhrifum Tómas segir að það hafi verið lítið að gera fyrir verkfræðinga fyrst eftir að hann útskrifaðist úr Háskólanum. „Ég held að við höfum verið þrír sem fengum vinnu beint við verkfræði og líklega allir í gegnum klíku. Faðir minn rak verkfræðistofu og ég smitaðist af áhuga á greininni frá honum og það var líka hann sem reddaði mér fyrstu vinnunni eftir útskrift.“ Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmda- stjóri hjá Verkfræðistofunni Hönnun, kynnt- ist Tómasi eftir að hann hóf störf hjá fyrir- tækinu. „Tómas byrjaði að vinna hjá okkur eftir að hann lauk námi í Bandaríkjunum. Hann er afskaplega góður og skemmtilegur samstarfsmaður, hugmyndaríkur og metn- aðarfullur.“ Á meðan Tómas starfaði hjá Hönnun var hann fyrst og fremst að sinna umhverfis- málum og mati á umhverfisáhrifum. „Hann vann meðal annars að mati á umhverfisá- hrifum fyrir Bjarnarflagsvirkjun og margvís- leg verkefni fyrir Vegagerðina.“ Eyjólfur segir að Tómas hafi fyrst kynnst álbransanum þegar þeir unnu að mati á umhverfisáhrifum fyrir Norðurál árið 1995. „Hann fylgdi því máli alveg til enda og flutti sig svo að lokum yfir til Norðuráls og starf- aði þar þangað til fyrir tveimur árum að hann var ráðinn sem forstjóri Fjarðaáls. Að mínu mati á Tómas afskaplega auðvelt með að umgangast fólk og hann á auðvelt með að koma hlutunum frá sér á einfaldan og skiljanlegan hátt sem skiptir miklu máli þegar menn eru að kynna flókin mál.“ Þessi hæfileiki Tómasar hefur einnig nýst honum í kennslu sem hann hefur stundað við verkfræði- deild Háskóla Íslands og við Viðskiptaháskólann að Bif- röst. Tómas hóf nám í umhverfisverkfræði við Cornell háskóla í Bandaríkjunum árið 1993 og lauk meistaragráðu 1995. Á þeim tíma hafði hann einnig mikinn áhuga á þróunarmálum og þróunaraðstoð. „Um tíma stóð til að fjölskyldan færi til Suður- Afríku og starfaði þar að þróunarverkefni sem prófessorinn minn við Cornell stóð að fyrir Nelson Mandela. En þegar kenn- arinn sá ljósa hárið á strákunum okkar réð hann okkur frá því. Þetta voru miklir umbrotatíma í Suður Afríku og það hefði T Ó M A S M Á R S I G U R Ð S S O N Í N Æ R M Y N D Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og vinur Tómasar í tuttugu og sjö ár, segist hafa fylgst vel með tilhugalífinu hjá vini sínum og vænt- anlegri eiginkonu hans. „Tómasi var mikið í mun að ganga í augun á Ólöfu og látast vera mannalegur þrátt fyrir að hann lifði bara á námslánum eins og við hinir. Hann var mjög rausnarlegur á þessu tímabili og gerði mikið af því að bjóða Ólöfu út að borða á hinum og þessu veitingahúsum í bænum. Hann hafði reyndar engin ráð á að standa undir þessu en fór mjög dult með það gagnvart sinni heittelskuðu og safnaði nokkuð skuldum á tímabili út af þessu. En það hefur allt margborgað sig því að hjónabandið hefur lukkast mjög vel og þau eiga fjögur falleg börn. Þetta er lík- lega besta fjárfesting sem Tómas hefur gert.“ verið allt of hættulegt að fara með glókoll- ana okkar þangað.“ Tómas var ráðinn sem forstjóri Alcoa á Íslandi á afmælisdaginn sinn 1. febr- úar árið 2004. Hann segir að starfið sé afskaplega fjölbreytt og gef- andi. „Eins og er felst það að mestu í að ráða gott fólk til starfa fyrir austan og þúsund öðrum hlutum sem þurfa að vera komnir á hreint áður en álverið verður sett í gang. Þetta er afskaplega spenn- andi starf og eins og gefur að skilja skiptir miklu fyrir okkur að vanda vel til verka. Álverið á eftir að hafa mikil samfélagsleg áhrif á Austurlandi og ég er ekki í nokkrum vafa um að þau verði til bóta.“ Gaman að veiða og ferðast Tómas ferðast oft vestur um haf vegna vinnu sinnar en segist aðallega ferðast innan lands með fjölskyldunni þegar hann á frí. „Við búum austur á Héraði og höfum því mikið ferðast um Austurland og svo eigum við sumarbústað í Borgarfirði og förum þangað í lengri fríum.“ Thor Aspelund, æskufélagi Tómasar, lék á móti honum í uppsetningu Menntaskólans í Reykjavík á Rómeó og Júlíu á sínum tíma. Thor lék Rómeó en Tómas París greifa. „Það sem var óvenjulegt við samspil okkar í leikritinu var að ég þurfti að drepa hann á hverju kvöldi og það eru líklega óvenju- legustu atvikin í samskiptum okkar og vináttu. Þetta var öðru vísi en hefðbundið djamm á þessum tíma.“ Thor segir að þeir hafi verið vinir frá tólf ára aldri og verið saman í menntaskóla og það hafi aldrei kastast í kekki á milli þeirra. „Tómas var afskap- lega fjörugur nemandi, hann var ekki beint óþægur en kenn- ararnir þurftu oft að sussa á hann. Þrátt fyrir áratuga vináttu segist Thor ekki muna eftir neinu sem hafi skyggt á. „Við höfum aldrei þurft að metast eða keppa okkar á milli, vinátta okkar hefur alltaf verið hafin yfir allt dægurþras og staðist tím- ans tönn.“ Safnaði skuldum í tilhugalífinu Tómas var afskap- lega fjörugur nem- andi, hann var ekki beint óþægur en kennararnir þurftu oft að sussa á hann. „Drap hann á hverju kvöldi“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.