Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 59

Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 59 Gröfin frá auglýsingastofunni „Við fengum úrlausnir auglýs- ingastofunnar sendar í lok nóvember,“ endurtekur Harket. „Þá þegar vissum við hvernig nýja ímynd bankans átti að vera í aðalatriðum. Útfærslur eins og gröf yfir augum eða andlitum fólks komu frá auglýsingastofunni.“ Þegar Harket er spurður um hvort hann haldi að Glitnir hafi stolið þeirra hugmynd svarar hann því afdráttarlaust neitandi. „Það eru eins og hverjar aðrar vangaveltur út í bláinn að tala um þjófnað,“ segir Harket. „Ég minni líka á að herferðir bankanna eru ekkert líkar þótt menn sjái einhvern svip við fyrstu sýn. Þetta er ekkert líkt.“ Harket svarar á sama veg þegar hann er spurður um hvort þeir í Fókusbanka eða á auglýsingastofunni Bates hafi fengið lánaða hugmyndina sem Glitnir - þá Íslandsbanki - vann að. „Það væri með ólíkindum,“ segir Harket. „Það eru svo margir sem hafa unnið að þessari herferð um svo langan tíma. Þetta er ekki ein hugmynd sem einn maður stelur.“ Er andi í glasinu? Þá er eftir sá möguleiki að um hugsanaflutn- ing sé að ræða. Telepathy! Dulspekingar segjast hafa sönnur fyrir hugsanaflutningi - og sjálfum finnst mér grunsamlegt hve oft ég finn á mér að konan mín er um það bil að hringja í mig. Þá legg ég farsímann á borðið og hann hringir fáum sekúndum síðar. Harket hlær að þessum möguleika. „Nei, þetta er ekki mín grein. Ég hef enga trú á svona hlutum,“ segir hann. Og úr því að Harket er í hópi hinna vantrúuðu sleppi ég að bera mögu- leikann á sálnaflakki undir hann. Tíðarandinn leikur lausum hala Enn er eftir sá möguleiki að skapandi fólk komist að sömu niðurstöðu á sama tíma en á tveimur ólíkum stöðum og án þess að samband sé á milli. Nátt- úrufræðingarnir Charles Darwin og Alfred Russel Wallace komust að sömu niðurstöðu um uppruna tegundanna á sama tíma og vissi þó hvorugur af hinum enda heimsálfur og úthöf á milli. Getur það verið að eitthvað í tíðarandanum kalli á líkar lausnir á ólíkum stöðum? Það sem þykir flott og nútímalegt á einum stað þykir það einnig á öðrum. Þess vegna getur tveimur hönnuðum dottið það sama í hug á sama tíma án þess að það þurfi að vera dularfullt eða skrítið. En enn hlær Harket hjá Fokus bank. „Þetta er svið sem ég ætla ekki að hætta mér út á. Ég vil bara minna enn á að mér finnast lausnirnar hjá okkur og Glitni ekkert sérstaklega líkar og engin ástæða til að leita langt eftir skýringum á svip svona við fyrstu sýn,“ ítrekar Harket. Keppinautar norðan úr landi En þessi svipur sem þó er, getur hann valdið bönkunum erfiðleikum? Eru Fokus bank og Glitnir, sem eigandi BNbank í Noregi, í harðri samkeppni á markaðnum. „Já og nei,“ svarar Harket. „Vissulega eru við keppinautar þótt það ríki ekki harka í þeirri samkeppni.“ Fokus bank og BNbank eiga það sameiginlegt að vera norðan úr Þrándheimi og hafa höfuðstöðvar þar. Báðir hafa á síðari árum fengið erlenda eigendur. Það er raunar ekki fátítt að fólk í Noregi haldi að Fokus bank sé í eigu Íslendinga. Svo er þó ekki því að Den Danske Bank keypti Fokus bank fyrir um tíu árum. En heldur Harket að norskir neytendur reki augun í lík- indin sem eru á milli auglýsinganna frá BNbank - á vegum Glitnis - og Fokus bank? „Það verður bara að koma í ljós,“ segir Harket. „Við notum ekki auglýsingar mikið í okkar herferð. Þetta var aldrei hugsað sem auglýsingaherferð. Við vildum bara vita hvernig banki við værum og hvað við gerðum best og hvernig við vildum að viðskiptavinirnir litu á okkur. Og þá vildum við gjarnan koma fram sem ung og hress og klár.“ Ring 815 44 230 eller gå inn på fokus.no og avtal time med en av bankens rådgivere. Dine penger. Våre hoder. Gode råd er ikke dyre. Men vanskelig å fi nne. Særlig hvis du har god økonomi, og stiller store krav til din bankforbindelse. Derfor har vi Fokus Privatbank. En bank i banken hvor hver kunde får sin personlige rådgiver og sin egen fi nansielle plan. Sitter du med store verdier i boligen din? Med Boligkreditt kan du enkelt overføre penger til din brukskonto. Eller kanskje du ønsker å investere? Jeg står fritt til å anbefale fond, uavhengig av om de eies av Fokus Bank eller ikke. Vi kaller det åpen arkitektur. Kontakt Fokus Bank, så fi nner du ut hvorfor vi vokser raskest blant mennesker med god økonomi. Krever du mer av banken din? B _ T _ S U N IT E D F O T O : M O R T E N K R O G V O L D TONE M. BRURÅS, RÅDGIVER FOKUS BANK A U G L Ý S I N G A M Á L Auglýsingar Fokus bank í Noregi. Starfsfólk bankans leikur í aug- lýsingunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.