Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6
S
á eiginleiki fyrirtækja að laða
til sín og halda í áreiðanlegt og
samkeppnishæft starfsfólk er lyk-
illinn að því að ná árangri á mark-
aði og halda samkeppnisforskoti. Miklar
breytingar á vinnumarkaði, s.s. einkavæð-
ing opinberra fyrirtækja, sameiningar og
yfirtökur, hafa haft áhrif á skipulag fyrir-
tækja og störf innan þeirra en ekki síður á
samband starfsmanna og atvinnurekenda.
Við ráðningu gera fyrirtæki formlega
ráðningarsamninga við starfsmenn. Þessi
formlegi ráðningarsamningur tekur mið af
almennu lagaumhverfi og kjarasamningum
og inniheldur þætti sem starfsmaður og
atvinnurekandi semja sérstaklega og form-
lega um sín á milli, s.s. laun og vinnutíma.
Á sama tíma verður hins vegar einnig til
samningur milli þessara aðila sem nefndur
hefur verið sálræni samningurinn.
Sálræni samningurinn
Sálræni samningurinn felur í sér væntingar
starfsmanna til atvinnurekenda sem byggj-
ast meðal annars á stærð fyrirtækisins,
starfsemi þess, ímynd og orðspori. Ólíkt
formlegum ráðningarsamningum byggir sál-
ræni samningurinn á upplifun og því getur
túlkun á honum af þeim sökum verið mis-
munandi milli starfsmanns og atvinnurek-
anda og jafnvel ólík milli einstakra starfs-
manna gagnvart sama atvinnurekanda.
Sálræni samningurinn hefur áhrif á
starfsánægju, frammistöðu og tryggð starfs-
manna og vekur það upp spurningar um
hvaða þættir það eru sem skipta mestu
máli í samningnum.
FYRIR RÁÐNINGU: Áður en einstaklingar
ráða sig í vinnu hafa þeir gert sér ákveðnar
hugmyndir um hvað vinna og ákveðin störf
fela í sér. Þessar skoðanir eða viðmið hafa
t.d. mótast í uppvexti og í gegnum nám og
fyrri störf.
RÁÐNINGARFERLI: Við upphaf ráðningar-
ferlis hafa bæði umsækjandi og atvinnu-
rekandi takmarkaðar upplýsingar hvor um
annan. Í ráðningarferlinu gefa báðir aðilar
TEXTI: NEMENDUR Í MEISTARANÁMI
VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS
MYND: GEIR ÓLAFSSON
SÁLRÆNI
SAMNINGURINN
Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um „sálræna samninga“ á vinnu-
mörkuðum. Við ráðningu gera fyrirtæki formlega ráðningarsamninga
við starfsmenn. En á sama tíma verður „sálræni samningurinn“ til.
Greinarhöfundar eru í meistaranámi við Háskóla Íslands. Frá vinstri: Hrönn Helgadóttir,
Sigríður Ásta Ásbjarnardóttir og Una Sigurðardóttir
S T J Ó R N U N