Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 77

Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 77
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 77 tölvunni. Um leið hafa starfsmenn aðgang að gagnagrunnum fyrir- tækisins og geta unnið alla sína vinnu og fært inn gögn rétt eins og þeir væru staddir í höfuðstöðvunum,“ segir Karyn. Vinnuafl ekki lengur staðbundið Þetta veitir áður óþekkta möguleika til fjarvinnslu að hennar sögn og sem dæmi nefnir hún að í Bandaríkjunum séu fyrirtæki í auknum mæli að nýta sér mismunandi kostnað við starfsmanna- hald eftir landsvæðum. Til að mynda geti fyrirtæki í auknum mæli nýtt sér framlag fólks í miðríkjunum þar sem atvinnuleysi er mikið og laun lægri en við strendurnar. „Þetta þarf samt ekki að einskorðast við stórt land á borð við Bandaríkin, heldur ætti það sama að gilda fyrir Ísland, svo dæmi sé tekið. Ég hef til dæmis heyrt að fasteignaverð í Reykjavík hafi rokið upp úr öllu valdi að undanförnu.“ „Með bættari samskipta- og fjarskiptatækni opnast hins vegar möguleikar fyrir höfuðborgarbúa að flytja til landshluta sem eru ekki jafndýrir. Þar fá þeir því meira fyrir launin sín og fyrirtæki geta mögulega lækkað launakostnað með því að ráða fólk á svæðum þar sem kostnaður við daglegt líf er ekki jafnmikill og í höfuðborg- inni,“ segir Karyn. Að auki eykur þetta atvinnutækifæri þjóðfélagshópa sem hingað til hafa átt erfitt með að komast út á vinnumarkaðinn og nefnir hún konur með ung börn sem dæmi. Enn einn kosturinn er svo að starfsmennirnir eru ánægðir með sveigjanleikann sem þessu fylgir. Þar með dregur úr starfsmannaveltu og kostnaður við þjálfun starfsfólks minnkar. Íslendingar áhugasamir Karyn Mashima þekkir vel til í tæknigeiranum, en hún hefur 20 ára reynslu af leiðtogastörfum hjá fyrirtækjum á borð við Xerox, Hew- lett-Packard, AT&T og Lucent Technologies. Hún er núna framkvæmdastjóri Avaya, sem er alþjóðafyrir- tæki sem veltir fimm milljörðum dollara á ári og er með yfir milljón fyrirtæki í viðskiptum um allan heim. Hún sagðist hafa verið mjög hrifin af áhuga þeirra ráðamanna íslensku fyrirtækj- anna sem hún hitti meðan á heimsókn hennar hingað til lands stóð. „Það var ótrúlegt til dæmis að sjá hversu áhugasamir gestirnir á ráðstefnunni voru. Þeir fylgdust með allan tímann og spurning- arnar voru stöðugar í öllum hléum. Á svipuðum ráðstefnum annars staðar í heiminum er mun erfiðara að halda áhuga gestanna, sem nota hvert tækifæri til að laumast í burtu,“ segir Karyn. „Íslensk fyrirtæki átta sig á möguleikunum sem felast í bættri samskiptatækni og ætla greinilega að vera í fararbroddi á þessu sviði.“ Bætt þjónusta mikilvæg Karyn bendir á að í harðnandi samkeppni fyrirtækja á alþjóða- markaði verði sífellt erfiðara að greina sig frá keppinautunum. Bættari samskiptatækni og betri nýting starfsmanna með hennar hjálp geti hins vegar verið verulega öflugt verkfæri til að bæta þjónustuna. „Það er einmitt sá hluti sem hvað erfiðast getur verið að fram- kvæma rétt, en um leið er umbunin mikil ef vel tekst til. Ánægð- ari viðskiptavinir leiða til meiri viðskipta til lengri tíma og því er mikilvægt fyrir flest fyrirtæki að hafa þjónustuna sem besta.“ Karyn segir að bættari samskiptalausnir og meiri möguleiki starfsmanna á að vera í sambandi jafnvel þótt þeir séu ekki staddir á skrifstofunni þýði að auðveldara sé fyrir þá að þjóna viðskiptavinum sínum. Jafnframt er auðveldara að áframsenda viðskiptavini, sem hringja, til þess sem þekkir best svörin. „Eftir því sem sjálfsafgreiðsla viðskiptavina í gegnum Netið eykst verða spurningar þeirra, þegar þeir hafa samband við fyrir- tækið í gegnum síma flóknari, en við höfum áður þurft að glíma við. Þess vegna er verulega mikilvægt að geta vísað viðskiptavinum áfram á þá sem geta svarað spurningum þeirra. Nútíma samskipta- tækni nýtt á réttan hátt getur einfaldað þetta ferli umtalsvert,“ segir Karyn. Þrátt fyrir að þetta hljómi flókið segir Karyn að nýjasta sam- skiptatæknin henti ekki einungis stærstu og flóknustu fyrirtækj- unum. „Við höfum þjónað allt frá fimm manna fyrirtækjum sem hafa getað nýtt sér okkar lausnir, þannig að stærð skiptir litlu máli í þessu samhengi,“ segir Karyn Mashima að lokum. Karyn Mashima, framkvæmdastjóri Avaya.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.