Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 79

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 79
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 79 hefur heppnast vel. Það er enginn guðdómlegur innblástur sem kemur yfir enska stjórnmálamenn við þessar aðstæður - þeim hefur einfaldlega verið kennt að heppilegast sé að svara gagnrýnum spurningum með því að telja upp hið jákvæða í þeirri von að hlustendur muni það en gleymi því sem fæst orðin voru höfð um. „Frúin í Hamborg“- leikurinn Blaða- og fréttamenn sem spyrja vita auðvitað af þessari kennslu og reyna með öllu móti að komast handan við þessi svör. Útvarps- og sjónvarpsviðtöl breytast því iðulega í útgáfu af „Frúin í Hamborg“-leiknum: spyrillinn reynir að lokka viðmælandann til að segja það sem hann vill ekki segja og viðmælandinn reynir að komast hjá að segja það. Talsmenn fyrirtækja komast sjaldan í tæri við fjölmiðla nema þegar eitthvað er að og þeir þurfa þá að standa í slökkvi- störfum. Þá er gullvæga reglan að reyna ekki að gera það sem Danir kalla að „bortforklare“ - að reyna ekki að sópa undir gólfteppið. Í hjónarifrildum er það slæm stefna að þrátta og þrefa og neita öllu, gerir bara mótaðilann argan því hann er reiður af einhverjum sér- stökum ástæðum sem hann vill ræða. Sama gildir þegar málin koma illa út gagnvart fyr- irtækjum - vitlausasta svarið er að þrátta og þrefa og neita öllu. Það er svo sem ekkert eitt rétt svar eða ein rétt viðbrögð en yfirleitt kemur best út að sýna einhvern skilning á spurningum viðkomandi og segja svo söguna eins og hún snýr við manni sjálfum. Hluti af þeim málum sem koma upp í fjölmiðlum koma upp af því fjölmiðlarnir vita ekki nóg, kannski af því fyrirtækin hafa ekki hirt um upplýsingamiðlun. Hvað umfjöllunina um íslensku fyrirtækin í Danmörku snertir finnst mörgum í fjöl- miðlunum þar að íslensku fyrirtækin hegði sér svo allt öðru- vísi en aðrir að það vekur tortryggni. Þá skiptir í sjálfu sér engu máli hvort fjölmiðlarnir hafa á réttu að standa eða ekki - það er vandi í sjálfu sér að menn skuli ekki skilja þetta og eina lausnin er að reyna að segja söguna eins og hún horfir við fyrirtækjunum, ekki bara láta fjölmiðlana endurtaka misskilninginn aftur og aftur, óáreittir. „Þeir misskilja hvort sem er bara allt“ Í spjalli við íslenska umsvifamenn hef ég iðulega heyrt að það sé ekkert hægt að eiga við þessa erlendu blaðamenn. Þeir misskilji hvort sem er bara allt. Og það er vissulega rétt að það eru oft alls konar vit- leysur, rangfærslur og misskilningur í greinum um Ísland og þá spurning hvort tilefni sé til að efast almennt um aðrar fréttir úr fjarlægum heimshlutum. Ungur maður, sem hefur stundað rekstur í Danmörku í nokkur ár, sagði mér að hann hefði fljótt lært að eina ráðið til að fá blaðamenn til að segja frá hlutunum eins og hann vildi var að leggja hlutina upp í hendurnar á þeim í eins einfaldri útgáfu og hægt var og helst þannig að þeir þyrftu sem minnst að hugsa sjálfir. Þetta er auðvitað ekki alltaf hægt, ekki alltaf einfalt að búa til einfalda sögu - en það er alla vega hægt að reyna að hafa allt sem einfaldast. Almannatengslafólk er milliliður sem hefur á undanförnum árum smokrað sér inn á milli þeirra sem hafa eitthvað að segja og þeirra sem eru á höttunum eftir því að heyra hvað sagt er, sumsé á milli leiðtoga eða stjórnenda og svo blaðamanna. Hvað fyrirtæki varðar er hlutverk almannatenglanna yfirleitt að koma því svo fyrir að umræða fjölmiðla endurvarpi þeirri mynd sem fyrirtækin vilja helst flagga. Litlir kærleikar Það verður að segjast eins og er að það eru sjaldnast neinir kærleikar milli almannatengla og fjölmiðla- fólks. Ég hef enn ekki hitt þann starfsbróður eða -systur sem talar vel um almannatengla og fyrir því eru nokkrar skýrar ástæður. Fyrstu samskipti blaðamanna við almannatenglana eru oft þegar blaðamaður hefur samband við fyrirtæki, þarf að tala við einhvern þar um ákveðið efni en er ekki viss um hvern rétt sé að tala við. Hið gremjulega er að almannatengillinn veit það sjaldnast heldur. Eftir nokkrar slíkar árang- urslausar tilraunir lærir maður að hafa frekar sjálfur aðeins meira fyrir hlutunum, reyna að finna rétta manninn frekar en að svekkjast yfir að vera sendur á milli í meiningarleysi - eða það sem enn verra er: Vera tafinn með því að fá sein svör og svo röng svör þegar þau loksins berast. Þegar blaðamaður leitar til fyrirtækis er oft vísað fyrst á almannatengil sem á þá að greiða götu blaðamannsins. Af því blaðamenn vinna oftast undir skilapressu gerist það býsna oft að maður hringir í dag út af einhverju sem maður hefði í raun þurft að vita í gær. Almannatenglar virðast hins vegar oft halda að blaðamenn vinni undir merki eilífðarinnar og svara í takt við það. Það er því ekki ósjaldan að þegar almannatengillinn loksins hefur samband er maður búinn að gleyma hvaða erindi maður átti við hann og kominn út í allt aðra sálma. Oft í hlutverki varðhunda Almannatenglar eru oft í hlutverki varðhunda sem meina fjölmiðlum aðgang að þeim sem þeir vilja helst tala við. Auðvitað eru tenglarnir svo sem bara boð- berar, ekki endilega þeir sem taka ákvörðun heldur flytja bara hin óþægilegu skilaboð að blaðamaðurinn fái ekki viðtalið eða athugasemdirnar sem hann sækist eftir. En valdamiklir tenglar sem eru líka ráðgjafar forstjóra og annarra eru þá oft líka ráðgefandi um hverja skjólstæðingarnir tala við - og þess vegna er blaðamönnunum enn frekar uppsigað við þá. Hið makalausa er að almannatenglar eru oft fyrrverandi starfsmenn fjölmiðla og ættu því að skilja hugsun og takt fjöl- miðlafólks. Það er hins vegar sárasjaldgæft að við blaðamenn skynjum þennan skilning. Ég þekki marga blaðamenn sem var- L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R --------------- SKOÐUN: Sigrún Davíðsdóttr --------------- Í spjalli við íslenska umsvifamenn hef ég iðulega heyrt að það sé ekkert hægt að eiga við þessa erlendu blaðamenn. Þeir misskilji hvort sem er bara allt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.