Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 99
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 99
húsum en að sögn Jóhönnu hefur dregið úr
innflutningi þeirra að undanförnu.
Miðbæjarkjarni skipulagður Þá má geta
þess að verið er að skipuleggja sérstakan mið-
bæjarkjarna til vinstri þegar ekið er inn í
bæinn. Viðræður standa yfir við verktaka um
að þeir byggi þar verslunar- og þjónusturými
og íbúðabyggð í bland. „Uppbyggingin hér er
spennandi en þetta er kannski
svolítið erfitt þegar öll verk-
efni eru að hefjast á svipuðum
eða sama tíma, þar með talin
uppbygging iðnaðarhverfis
ekki langt frá miðbæjarkjarn-
anum.. Þar er ætlunin að verði
m.a. trésmíðaverkstæði, jarð-
vinnsluverktakar og þjónustu-
fyrirtæki.“
Eitt af því sem vakið hefur
hvað mesta ánægju bæjarbúa
í Vogunum er net göngustíga sem lagt hefur
verið um allt þorpið og meðfram sjónum.
Markvisst hefur verið unnið að gerð stíganna
síðustu ár og eru þeir upplýstir og malbikaðir.
Þeir eru nú orðnir um 4 km langir, bætt hefur
verið við um einum kílómetra á ári og verður
það einnig gert í sumar. „Þessi framkvæmd
er geysilega vinsæl og nefna má að stígurinn
meðfram sjónum gengur undir nafninu Ást-
arbrautin! Á undanförnum árum höfum við
tekið okkur verulega á í umhverfismálum
almennt, nú er til dæmis unnið að því að fegra
umhverfi tjarnarinnar sem er niðri við höfnina,
en varðandi höfnina sjálfa má segja að hún sé
nú orðin aðallega smábáta- eða skemmtibáta-
höfn.“
Fleiri vinna utanbæjar Atvinnumál í Vog-
unum eru með þeim hætti að 65% íbúa
vinna utan svæðisins. Jóhanna segir að skýring-
una sé að finna í því að fólk,
sem flust hefur í Vogana af
höfuðborgarsvæðinu, vinnur
þar áfram og ekur á milli.
„Höfuðborgarsvæðið og Suð-
urnes er orðið eitt atvinnu-
svæði en þó er nauðsynlegt að
atvinnulíf á hverjum stað hafi
aðstæður til að blómstra. Ekk-
ert atvinnuleysi hefur verið
hér en mönnum finnst þó
að draga þurfi að fyrirtæki og
er unnið að því og margar umsóknir þar að
lútandi hafa þegar borist. Við bjóðum öll fyrir-
tæki sem vilja setjast að í Vogunum velkomin
og erum að vinna að því að auka framboð
atvinnulóða.“
Eldri borgarar hafa ekki gleymst í Vogunum
og senn mun rísa þar sérstakur kjarni fyrir fólk
60 ára og eldra sem Búmenn byggja. Kjarninn
verður með eins konar stórheimilissniði sem
Búmenn byggja. Hverfið verður með eins
konar stórheimilissniði að sögn Jóhönnu þar
sem aldraðir munu geta keypt íbúðir og haldið
Jóhanna Reynis-
dóttir bæjarstjóri
stendur hér við
sundlaugina.
Útsvarsprósentan í
Vogunum 13,03%.
Fasteignagjöld á íbúðar-
húsnæði eru 0,30% og
1,5% á atvinnuhúsnæði.
Gatnagerðargjöld hafa
verið um 1,8 milljónir á
einbýlishús.
Vogar – vaxandi bær.
sjálfstæði sínu sem allra lengst. Ekki verður um
hefðbundna dvalarheimilisútfærslu að ræða en
í hverfinu verður sérstök þjónustumiðstöð sem
bærinn mun reka en íbúarnir ráða síðan sjálfir
hvaða þjónustu þeir kaupa þar. Jóhanna segir
að Landssamband eldri borgara hafi notað
þessa hugmynd og kynnt sérstaklega á fundum
þar sem rætt hefur verið framtíðarskipulag í
öldrunarmálum landsmanna.