Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 107

Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 107
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 107 þannig að henti þessari fjölskyldugerð. „Við verðum einnig varir við umræðu af öðrum toga. Fólk er farið að byggja sér heilsársbústaði. Það er önnur og erfiðari umræða, og reyndar allt annað mál, ef föst búseta fer að verða í hverfum sem skipu- lögð hafa verið sem frístundabyggð, t.d. hvað varðar þjónustu og almenningssamgöngur sem og margt annað.“ Ýmislegt lokkar Sveitarfélögin hafa sum hver gert sérstakt átak í því að fá til sín nýtt fólk. Að sögn Gunnlaugs auglýsti Vatnsleysustrand- arhreppur einfaldlega til að láta vita af sér og íbúum hefur fjölgað þar verulega. Í Sandgerði var svo farin önnur leið. Þar var mönnum meðal annars markvisst bent á möguleika sveit- arfélagsins umfram þéttbýlið með tilliti til útgerðar. Til dæmis var skrifað til eigenda trillubáta með skráðan kvóta og því lýst hversu hentugt samfélag Sandgerði væri fyrir atvinnurekstur af þeim toga. „Samkvæmt kenningum fræðimanna um íbúaþróun er það oft svo að þegar fasteignaverð í bogum er komið yfir ákveðin mörk þá verður þróunin sú að íbúum fjölgar í nærsveitunum þar sem íbúðar- og lóðaverð er lægra. Menn vega og meta kosti þess og galla að búa í bæ en vinna í borg og ferðast á milli. Kostirnir eru rólegt umhverfi, ódýrara húsnæði og það að öll þjónusta er nær en í borginni. Á hinn bóginn er kostn- aðurinn við að komast í vinnuna hærri. Niðurstaða úr þessu reikningsdæmi er farin að verða nærsveitunum hagstæðari en var fyrir nokkrum árum,“ segir Gunnlaugur. Bættar samgöngur Að lokum má heldur ekki gleyma því sem hefur ef til vill orðið til þess að ýta undir þessa þróun en það eru bættar samgöngur. Þar má meðal annars nefna tvöföldun Reykjanesbrautar, Hvalfjarðargöngin og bættar samgöngur til Akraness en þangað gengur nú strætisvagn frá höfuðborginni. Umræða er einnig hafin um að taka upp stræt- isvagnasamgöngur austur til Árborgar og á Suðurnes frá höf- uðborginni. Loks má nefna vegabætur á Hellisheiði. Allt þetta hefur jákvæð áhrif bæði hvað varðar öryggi og tíma þeirra sem ákveða að ferðast á milli bæjar og borgar á hverjum degi. „Vitaskuld kjósa margir að búa áfram í borgarsamfélaginu en aðrir sjá kostinn við að búa aðeins fjær vegna fjölskyldusam- setningar, efnahags eða af einhverjum öðru ástæðum,“ segir Gunnlaugur Júlíusson að lokum. Gunnlaugur Júlíusson er sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þjónustan við börnin og íþróttafólk er góð í bæjunum í nágrenni borgarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.