Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6
KVIKMYNDIR
TEXTI: HILMAR KARLSSON
E
ngin skáldsaga hefur vakið jafnmikla athygli á síðustu árum
og Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown. Það er ekki aðeins að
Da Vinci lykillinn hafi verið mest selda bókin í heiminum frá
því hún kom út árið 2003 heldur hafa spunnist miklar umræður
um innihaldið. Þær kenningar sem koma fram í bókinni hafa
aukið áhuga hjá mörgum á ýmsu varðandi kristna trú.
Frá því Da Vinci lykillinn leit dagsins ljós hafa selst yfir 40
milljón einstök af bókinni sem hefur verið þýdd á 42 tungumál og
því skal engan undra að fljótt var farið að undirbúa kvikmynda-
gerð sögunnar. Sá sem var svo stálheppinn að tryggja sér kvik-
myndaréttinn er Brian Grazer, þekktur kvikmynda- og sjónvarps-
framleiðandi sem hefur framleitt margar vinsælar kvikmyndir.
Það var tilviljun sem réð því að hann tók fyrstur við sér þegar í
ljós koma að Da Vinci lykillinn var engin venjuleg skáldsaga.
Tökur í Louvre listasafninu Brian Grazer er framleiðandi sjón-
varpsseríunnar vinsælu, 24, og það var í gegnum hana sem hann
komst á snoðir um Da Vinci lykilinn. Einn af mönnum hans, Joel
Surnow, hafði lesið bókina um sama leyti og hún kom út og taldi
DA VINCI LYKILLINN
Á HVÍTA TJALDIÐ
Robert Langdon (Tom Hanks)
og Sophie Neveu (Audrey
Tautou) í Louvre-safninu. Í bak-
grunninum er Mona Lisa.
söguþráðinn vera tilvalinn í þriðju þáttaröðina af 24. Þegar í ljós
kom að enginn hafði tryggt sér kvikmyndarétt leitaði Grazer
eftir honum til að nota í 24. Dan Brown neitaði undireins að saga
hans yrði notuð á þennan hátt. Grazer gafst samt ekki upp, hann
sá sem var að sagan var mikils virði og tryggði sér kvikmynda-
réttinn. Þurfti hann að borga 6 milljónir dollara, sem er með því
hæsta sem þekkist.
Brian Grazer er með mörg járn í eldinum og treystir oft á þá
sem hann hefur unnið með áður. Meðal þeirra er leikstjórinn Ron
Howard og handritshöfundurinn Akiva Goldsman, en þeir þrír
gerðu saman óskarsverðlaunamyndina A Beautiful Mind og síðar
Cinderella Man. Grazer fékk þá til liðs við sig og ákveðið var að
bjóða Tom Hanks hið eftirsótta hlutverk bandaríska táknfræð-
ingsins Robert Langdon. Þó að ekki hafi allir verið sáttir við ráðn-
ingu Hanks þá eru einnig margir á því að það hafi verið skynsam-
legt. Tom Hanks hefur sýnt að hann á auðvelt með að laga sig að
þeim persónum sem hann leikur og gera þær trúverðugar.
Margir voru kallaðir til í prufur fyrir önnur hlutverk og lýstu
flestar ungar og vinsælar franskar leikkonur því yfir að þær væru