Frjáls verslun - 01.05.2006, Síða 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6
KYNN ING
Norðlenska matborðið, eða Norðlenska eins og það er kallað í dag-legu tali, er eitt stærsta og öflugasta matvælafyrirtæki landsins á sviði kjötvöru. Mikill og góður árangur hefur náðst í rekstrin-
um og er áætluð ársvelta um 2,700 milljónir króna. „Þessar staðreyndir
skipta auðvitað miklu máli varðandi öll starfsmannatengd málefni,“
segir starfsmannastjórinn, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir.
Norðlenska var stofnað árið 1999 og hefur fyrirtækið farið í gegnum
mikið umrót og hagræðingartíma, rekstrareiningum verið lokað og
starfsfólki fækkað. „Nú teljum við okkur hafa náð tökum á rekstrinum
og vonandi miklir uppbyggingartímar framundan,“ segir Katrín. Starfs-
menn Norðlenska eru að jafnaði rúmlega 160 en sú tala tvöfaldast í
sauðfjársláturtíðinni. Á Akureyri eru um 90 starfsmenn, á Húsavík 50,
sex í Reykjavík, sjö á Höfn og síðan bætast við starfsmenn í Búðardal
í haust.
Starfsmannamál mikilvæg „Við verðum vissulega að leggja okkur
fram í starfsmannamálum. Enda þótt stöðugt sé verið að innleiða
tækninýjungar, ekki síst til að auðvelda störfin, þarf margt fólk til að
framleiða vörur okkar,“ segir Katrín. „Næsta stóra fjárfestingin verður
að byggja nýja starfsmannaaðstöðu á Akureyri enda brýnt verkefni.
Undanfarið hefur verið lögð áhersla á innri vinnu t.d. með mótun starfs-
mannastefnu, árlegum starfsþróunarsamtölum og núna á vormánuðum
fengum við IMG til að framkvæma vinnustaðagreiningar, en það er viða-
mikil könnun sem lögð er fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins með það að
markmiði að greina veikar og sterkar hliðar fyrirtækisins.“
Norðlenska er stærsti sláturleyfishafi landsins og var heildarmagn kjöts úr slátrun fyrirtækisins
3.850 tonn í fyrra. Fyrirtækið fullvinnur vörur úr öllu því kjöti sem til fellur við slátrun
auk þess sem keypt voru 550 tonn af öðrum sláturleyfishöfum á siðastliðnu ári.
NORÐLENSKA MATBORÐIÐ:
Góðir starfsmenn eru dýrmætir
Markaðsmál Mikil áhersla hefur verið lögð á markaðsmál hjá Norð-
lenska en helstu vörumerki þess eru Goði, Naggalínan og Bautabúrið.
Síðan eru árstíðabundin vörumerki eins og KEA hangikjötið og Húsavík-
urhangikjötið. Norðlenska er smám saman að þróast úr framleiðslumið-
uðu í markaðsmiðað matvælafyrirtæki.
„Framleiðsluvörurnar eru árstíðabundnar. Sumrinu fylgja nýjungar
fyrir grillið, sauðfjárslátrun og haustið fara saman, þá koma jólasteik-
urnar og þorramaturinn fylgir fast á eftir og að lokum páskalambið. Fjöl-
breytt úrval af áleggi selst hins vegar jafnt og þétt allan ársins hring.
Norðlenska er í stöðugri sókn. Menn sjá ný tækifæri, áframhaldandi
uppgang, góða strauma og góðan árangur í rekstrinum í heild sem þakka
má góðum og duglegum starfsmönnum. Matvælaframleiðsla er mann-
frekur iðnaður og hver starfsmaður er okkur ákaflega mikils virði,“ segir
Katrín sem hefur verið starfsmannastjóri Norðlenska á annað ár.
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.
Höfuðstöðvar Norðlenska á Akureyri sem er önnur af tveimur full-
komnustu kjötvinnslum landsins.