Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 14
14 Slippurinn á Akureyri hefur nú verið starfræktur í um hálft annað ár eftir að Slippstöðin var endurreist undir nýju nafni og segir Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins, að reksturinn hafi verið nokk- uð í takt við þær áætlanir sem hafi verið lagt upp með. Til að byrja með voru um 40 starfsmenn hjá Slippnum, en þeim fjölgaði fljótt og hafa á síðustu misserum og mán- uðum verið um 80 og reiknar Anton með svipuðum fjölda starfsmanna áfram. Sem fyrr eru hefðbundin viðhaldsverkefni skipa og báta stærsti þátturinn í starf- semi Slippsins, sem í eðli sínu er afar sveiflukenndur bransi. Oft er gríðarlega mikið að gera, en síðan geta komið steindauðir mánuðir inn á milli. Nóvember sl. var t.d. óvenju daufur, sem helgaðist af því að tvö stór viðhalds- verkefni, sem var þá búið að fastbóka, duttu upp fyrir með stuttum fyrirvara. Mikilvægi „landverkefna“ Í janúar sl. var Slippurinn með grænlenskan rækjutog- ara í stóru viðhaldsverkefni og síðan tók við viðhalds- verkefni í einum þriggja tog- ara frá Kalíngrad í Rússlandi, sem lágu nokkrar vikur við festar á Akureyri. Anton segir að öll slík verkefni telji, mik- ilvægt sé fyrir Slippinn að fá erlend verkefni til viðbótar við verkefni hér innanlands. Til viðbótar við hin hefð- bundnu viðhalds- og end- urbótaverkefni í skipum og bátum hefur Slippurinn tekið að sér landverkefni í auknum mæli. Þar bera hæst verkefni fyrir Bechtel, verktakann, sem byggir álver Fjarðaáls á Reyð- arfirði. Starfsmenn Slippsins hafa þá forsmíðað ýmsa hluti fyrir álverið á Akureyri, sem síðan hafa verið fluttir austur. Til marks um umfang verk- efna fyrir Bechtel má nefna að fyrirtækið var þriðji stærsti viðskiptavinur Slippsins á síð- asta ári. Anton segir að á þessu ári hægi á verkefnum fyrir Bechtel, enda sé farið að sjá fyrir endann á byggingu álversins, en ljóst sé að afar mikilvægt sé fyrir Slippinn að geta fengið slík verkefni til hliðar við hefðbundnar slipp- tökur. Undir lok mars var stærsta viðhaldsverkefni í Slippnum slipptaka á fjölveiðiskipinu Hákoni ÞH. Með hækkandi sól og hlýnandi veðri breytast eilítið þau slippverkefni sem ráðist er í, þá eykst t.d. máln- ingarvinnan töluvert. Helmingshlutur í DNG og Seiglu Eins og fram hefur komið á Slippurinn nú um helmings- hlut í annars vegar DNG og hins vegar tæplega helming í Seiglu. Anton segir að enginn vafi sé á því að þessi fyrirtæki styrki hvert annað, enda sé starfsemi þeirra nátengd. DNG var lengi með starfsemi sína á Lónsbakka, en hefur nú flutt starfsemina í hús Slippsins og þar starfa átta manns. Framleiðslan er fjöl- þætt, sem fyrr framleiðir DNG sínar þekktu færavindur og raunar hafa þær verið að sækja í sig veðrið að und- anförnu. Eins og kemur fram annars staðar í blaðinu er Seigla nú flutt með starfsemi sína norður yfir heiðar í nýtt húsnæði á athafnasvæði Slippsins. S K I P A S M Í Ð I Mörg járn í eldinum í Slippnum Hákon ÞH í flotkví Slippsins á Akureyri. Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.