Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Þetta tölublað Ægis er hundrað ára afmælisblað sjávarútvegs- tímaritsins Ægis. Á ýmsan hátt minnumst við þessa merka afmælis í blaðinu, horfum um öxl, en við lítum ekkert síður fram á veginn og veltum vöngum yfir því hvernig sjávarútveg- urinn á Íslandi muni verða eftir nokkur ár eða áratugi. Ægir kom fyrst út um mitt ár árið 1905, eins og rækilega er tíundað í samantekt hér í blaðinu – sem sagt fyrir öld og tveimur árum betur. Í ár kemur þó út hundraðasti árgangur tímaritsins sökum þess að uppihald varð um skeið á útgáf- unni á fyrstu árum hennar. Við vinnslu þessa blaðs fletti sá sem þessar línur ritar fjöl- mörgum gömlum Ægisblöðum. Það voru fróðlegar og skemmtilegar flettingar. Ég er nokkuð viss um að þegar á heildina er litið sé sjávarútvegssagan hvergi skráð með við- líka hætti og í Ægi. Blaðið hefur speglað það sem efst hefur verið á baugi í greininni á hverjum tíma og er þannig gluggi að allri þeirri gríðarlegu þróun og framförum sem átt hafa sér stað síðustu hundrað ár. Við Íslendingar höfum þegar vel er að gáð gengið í gegn- um ótrúlega miklar breytingar á þessum tíma. Brotist úr fjötr- um fátæktar í að vera ein af ríkustu þjóðum veraldar. Þetta er í raun með hreinum ólíkindum og mér er til efs að nokkur önnur þjóð hafi stigið ölduna með viðlíka hætti og við Íslend- ingar. Við höfum verið áræðnir og tekist á við hindranir sem oft hafa verið á veginum. Sem betur fer oftast haft betur, en einnig orðið fyrir þungbærum áföllum. Í tölublöðum Ægis á síðustu öld var oft greint frá skipsköðum við Ísland og mann- tjóni sem þeim fylgdi. Hafið tók sinn toll svo um munaði. Ófá heimilin í landinu misstu heimilisfeður. Á hundrað ára afmæli Ægis er sérstök ástæða til þess að votta öllum þessum hetjum hafsins virðingu og minnast þeirra. Og enn hrifsar haf- ið til sín mannslíf. Að morgni 14. mars sl. voru landsmenn vaktir með þeim sorgarfréttum að trillu hefði hvolft í mynni Ísafjarðardjúps og tveir menn farist. Aðstandendum þessara tveggja sjómanna eru sendar dýpstu samúðarkveðjur. Þetta hörmulega sjóslys minnir okkur enn og aftur á að sjómennsk- an við Ísland hefur alltaf verið og verður trúlega alltaf vara- söm, hversu traust sem skipin og bátarnir eru. Hætturnar eru margþættar. Það getur svo margt skeð sem enginn mannleg- ur máttur getur séð fyrir og komið í veg fyrir. Við höfum rætt ítarlega um öryggismál sjómanna í síðustu tölublöðum Ægis og munum gera það áfram. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Þó svo að trúlega verði aldrei hægt að koma algjörlega í veg fyrir manntjón úti á sjó, er þó enginn vafi á því að þeim mun meiri sem þekking sjófarenda er í þessum efnum, því líklegra er að unnt sé að koma í veg fyrir mannskaða í sjóslysum. Ægir hefur tekið breytingum í tímans rás, sem er eðlilegt. Blaðið þróast í takt við þjóðfélagsbreytingar. Útlitið hefur breyst og innihald blaðsins sömuleiðis Annað væri óeðlilegt. Í ölduróti hérlendrar fjölmiðlunar hlýtur að teljast ákveðið afrek að gefa út fagtímarit eins og Ægi í heila öld. Um það eru ekki mörg dæmi hér á landi. Ægir hefur enn hlutverki að gegna. Það hefur verið og er ennþá gefið út vegna þess að lesendur og auglýsendur telja mikilvægt að það komi út. Ægir hefur alla tíð verið og er hluti af síbreytilegum sjávarútvegi á Ís- landi. Íslensk skipaskrá Náist markmið frumvarpsins, að búa til samkeppnishæfa al- þjóðlega skipaskrá, að gera íslenska alþjóðlega skipaskrá aðlaðandi kost fyrir kaupskipaútgerðir, bæði íslenskar og erlendar, má búast við að ýmiss konar hliðarstarfsemi fylgi vegna skráningar skipanna. Jafnvel má búast við að ein- hverjar erlendar útgerðir komi sér upp aðstöðu hér á landi sem mun hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið. Mikilvægt er að vel takist til. Að allir leggist á eitt, stjórn- völd og hagsmunaaðilar, og standi að stofnun íslenskrar al- þjóðlegrar skipaskrár með myndarbrag þannig að markmið frumvarpsins nái fram að ganga. Til þess er samvinna mjög mikilvæg milli allra sem að verki koma. Einnig má sjá fyrir sér að þetta geti hleypt nýju lífi í menntunarmál farmanna- stéttarinnar og því vert fyrir menntamálayfirvöld að fylgja þessu vel eftir með átaki í menntun og þjálfun og eflingu þeirra menntastofnana sem sjá um menntun farmanna. Samkeppnin er hörð og kaupskipaútgerðir leita þangað sem bestu kjörin eru og besta þjónustan fæst í tengslum við útgerðina. Vanda þarf til verka þannig að útgerðin sjái sér hag í að flytja skráningu kaupskipa sinna til Íslands. (Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, í umræðu á Alþingi um íslenska skipaskrá) Skattlagning kaupskipaútgerða Vegna ríkisaðstoðar annarra ríkja hafa mál skipast þannig að öll kaupskip Íslendinga í millilandasiglingum sigla undir erlendum fánum og eru launatekjur áhafna þeirra skattlagð- ar þar. Tilgangur þessa frumvarps er að stuðla að því að kaupskipaútgerðin flytjist aftur til landsins. Í því skyni er í frumvarpinu lagt til að veitt verði opinber aðstoð við kaup- skipaútgerðir með tvennum hætti. Í fyrsta lagi er lagt til að farin verði sú leið sem margar þjóðir hafa farið með því að setja sérstaka löggjöf um skattlagningu kaupskipaútgerða sem tekur mið af stærð skipa en ekki af afkomu rekstrar þannig að lagður verði á svonefndur tonnaskattur. Slíkur skattur er m.a. í Danmörku, Færeyjum, Noregi, Hollandi og á Írlandi. Lagt er til að útgerðarfélög sem skattskyld eru hér á landi og hafa skráð kaupskip sín á íslenska alþjóð- lega skipaskrá eigi kost á að velja milli tekjuskatts á hagn- að og skatts sem ræðst af flutningsrými skipaflotans. Skattstofninn ákvarðast þá sem tiltekin krónutala á hver hundrað nettótonn skips fyrir hvern sólarhring og síðan greiðist 18% skattur af þeim stofni. Gert er ráð fyrir að tekjur af þessum skatti verði óverulegar eða í kringum 1,5 millj. kr. Í frumvarpinu er í öðru lagi lögð til opinber aðstoð við hluta- félög og einkahlutafélög sem gera út kaupskip skráð á ís- lenska alþjóðlega skipaskrá og eru skattskyld hér á landi. (Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, í umræðum á Alþingi um skattlagningu kaupskipa- útgerða) U M M Æ L I Öld umbreytinga og framfara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.