Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 110

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 110
110 M E N N T U N „Við erum bæði með starfs- tengd og réttindatengd nám- skeið – námskeið sem skip- stjórnendur þurfa að taka til þess að endurnýja réttindi sín, enda kveða alþjóðareglur á um að það þurfi þeir að gera á þriggja til fimm ára fresti með því að sækja námskeið. Vélstjórar þurfa hins vegar ekki að endurnýja réttindi sín, svo fremi sem þeir uppfylli lögbundinn siglingatíma á ári hverju,“ segir Sigríður Ágústs- dóttir, sviðsstjóri endurmennt- unar í Fjöltækniskólanum, og bætir við að til viðbótar bjóði skólinn upp á ýmis viðbót- arnámskeið, þar sem hæst ber svokallað „diplomanám“á há- skólastigi. Diplomanámið er sjávarút- vegstengd rekstrarstjórnun og í því er fólk á öllum aldri. Námið er til tveggja ára – samtals um 46 einingar – hálft BS-próf í háskóla. „Í stórum dráttum má segja að þátttak- endur í þessu námi skiptist til helminga vélstjórar og skip- stjórnendur. Sumir starfa í landi og sumir úti á sjó og því er hér um blöndu af lotu- bundnu staðnámi og fjarnámi að ræða,“ segir Sigríður. Fjölbreytt nám „Nú eru um þrjátíu manns í þessu námi, víða um land, og raunar er einn Íslendingur í þessu námi búsettur í Nor- egi,“ segir Sigríður. Hún segir að þeir sem ljúki þessu námi séu hæfir til að taka að sér t. d. störf útgerðarstjóra og millistjórnenda í fyrirtækjum. Sem dæmi um námsgreinar nefnir Sigríður bókhald, fjár- málastjórnun, reikningsskil, markaðsfræði, stefnumótun, skipatækni, hagfræði, vöru- þróun og vinnslu, mannauðs- stjórnun, verkefnastjórnun, lögfræði og tryggingamál og rekstrar- og birgðastjórnun. Þetta er þriðja árið sem boðið er upp á þetta nám og segir Sigríður óhætt að segja að reynslan af því hafi verið mjög jákvæð. Skólaárið er lengra en gengur og gerist, því aðeins er tekið sex vikna sumarfrí – frá byrjun júlí og framyfir verslunarmannahelgi. „Námið er byggt upp eins og í áfangaskólum þannig að það er mögulegt að koma inn í það í upphafi hverrar annar.“ Skipstjórn og vélstjórn metin til stúdentsprófs af náttúru- fræðibraut Hvað nám í dagskóla í Fjöl- tækniskólanum áhrærir segir Sigríður afar ánægjulegt að skipstjórnarnámið hafi rétt úr kútnum eftir töluverða lægð fyrir nokkrum árum. Auk hefðbundins skipstjórnar- eða vélstjórnarnáms, býður Fjöl- tækniskólinn nú upp á nám á náttúrufræðibraut til stúdents- prófs og inn í það nám er mögulegt að taka skipstækni og véltækni, sem er fyrsta stigið í skipstjórn eða annað stigið í vélstjórn. „Þeir nem- endur sem taka þetta nám standa mjög vel að vígi ef þeir síðan kjósa að fara áfram í nám í tæknigreinum eða t.d. verkfræði. Reynslan sýnir að nemendur frá okkur eru mjög eftirsóttir í tækni- eða verk- fræðinám og þykja hafa sterk- an og góðan grunn. Það er líka töluvert um að fjórða stigs vélfræðingar frá okkur fari í frekara nám og þeir standa sömuleiðis afar vel að vígi því eftir fjögurra ára nám í vélstjórn hafa þeir lokið 204 einingum, samanborið við 140 einingar til stúdents- prófs,“ segir Sigríður. Flugbrautin það nýjasta Það allra nýjasta í Fjöltækni- skólanum er flugnám, en skólinn hefur fengið leyfi menntamálaráðuneytisins til þess að starfrækja flugbraut. Þeir sem innritast í það nám taka einkaflugmannspróf og geta síðan haldið áfram námi til stúdentsprófs og fengið einkaflugmannsprófið metið sem ígildi 14 eininga upp í það. „Áður þurftu flugmenn að borga einkaflugmanns- prófið sjálfir, en nú er það sem sagt komið inn í eininga- kerfi Fjöltækniskólans,“ segir Sigríður Ágústsdóttir. Öflug endurmenntun skipstjórnenda og vélstjóra í Fjöltækniskólanum: Diplomanám á háskólastigi meðal áhugaverðra kosta Hús Fjöltækniskólans við Háteigsveg. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.