Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 110
110
M E N N T U N
„Við erum bæði með starfs-
tengd og réttindatengd nám-
skeið – námskeið sem skip-
stjórnendur þurfa að taka til
þess að endurnýja réttindi sín,
enda kveða alþjóðareglur á
um að það þurfi þeir að gera
á þriggja til fimm ára fresti
með því að sækja námskeið.
Vélstjórar þurfa hins vegar
ekki að endurnýja réttindi sín,
svo fremi sem þeir uppfylli
lögbundinn siglingatíma á ári
hverju,“ segir Sigríður Ágústs-
dóttir, sviðsstjóri endurmennt-
unar í Fjöltækniskólanum, og
bætir við að til viðbótar bjóði
skólinn upp á ýmis viðbót-
arnámskeið, þar sem hæst ber
svokallað „diplomanám“á há-
skólastigi.
Diplomanámið er sjávarút-
vegstengd rekstrarstjórnun og
í því er fólk á öllum aldri.
Námið er til tveggja ára –
samtals um 46 einingar – hálft
BS-próf í háskóla. „Í stórum
dráttum má segja að þátttak-
endur í þessu námi skiptist til
helminga vélstjórar og skip-
stjórnendur. Sumir starfa í
landi og sumir úti á sjó og því
er hér um blöndu af lotu-
bundnu staðnámi og fjarnámi
að ræða,“ segir Sigríður.
Fjölbreytt nám
„Nú eru um þrjátíu manns í
þessu námi, víða um land, og
raunar er einn Íslendingur í
þessu námi búsettur í Nor-
egi,“ segir Sigríður. Hún segir
að þeir sem ljúki þessu námi
séu hæfir til að taka að sér t.
d. störf útgerðarstjóra og
millistjórnenda í fyrirtækjum.
Sem dæmi um námsgreinar
nefnir Sigríður bókhald, fjár-
málastjórnun, reikningsskil,
markaðsfræði, stefnumótun,
skipatækni, hagfræði, vöru-
þróun og vinnslu, mannauðs-
stjórnun, verkefnastjórnun,
lögfræði og tryggingamál og
rekstrar- og birgðastjórnun.
Þetta er þriðja árið sem boðið
er upp á þetta nám og segir
Sigríður óhætt að segja að
reynslan af því hafi verið
mjög jákvæð. Skólaárið er
lengra en gengur og gerist,
því aðeins er tekið sex vikna
sumarfrí – frá byrjun júlí og
framyfir verslunarmannahelgi.
„Námið er byggt upp eins og
í áfangaskólum þannig að það
er mögulegt að koma inn í
það í upphafi hverrar annar.“
Skipstjórn og vélstjórn metin
til stúdentsprófs af náttúru-
fræðibraut
Hvað nám í dagskóla í Fjöl-
tækniskólanum áhrærir segir
Sigríður afar ánægjulegt að
skipstjórnarnámið hafi rétt úr
kútnum eftir töluverða lægð
fyrir nokkrum árum. Auk
hefðbundins skipstjórnar- eða
vélstjórnarnáms, býður Fjöl-
tækniskólinn nú upp á nám á
náttúrufræðibraut til stúdents-
prófs og inn í það nám er
mögulegt að taka skipstækni
og véltækni, sem er fyrsta
stigið í skipstjórn eða annað
stigið í vélstjórn. „Þeir nem-
endur sem taka þetta nám
standa mjög vel að vígi ef
þeir síðan kjósa að fara áfram
í nám í tæknigreinum eða t.d.
verkfræði. Reynslan sýnir að
nemendur frá okkur eru mjög
eftirsóttir í tækni- eða verk-
fræðinám og þykja hafa sterk-
an og góðan grunn. Það er
líka töluvert um að fjórða
stigs vélfræðingar frá okkur
fari í frekara nám og þeir
standa sömuleiðis afar vel að
vígi því eftir fjögurra ára nám
í vélstjórn hafa þeir lokið 204
einingum, samanborið við
140 einingar til stúdents-
prófs,“ segir Sigríður.
Flugbrautin það nýjasta
Það allra nýjasta í Fjöltækni-
skólanum er flugnám, en
skólinn hefur fengið leyfi
menntamálaráðuneytisins til
þess að starfrækja flugbraut.
Þeir sem innritast í það nám
taka einkaflugmannspróf og
geta síðan haldið áfram námi
til stúdentsprófs og fengið
einkaflugmannsprófið metið
sem ígildi 14 eininga upp í
það. „Áður þurftu flugmenn
að borga einkaflugmanns-
prófið sjálfir, en nú er það
sem sagt komið inn í eininga-
kerfi Fjöltækniskólans,“ segir
Sigríður Ágústsdóttir.
Öflug endurmenntun skipstjórnenda og vélstjóra í Fjöltækniskólanum:
Diplomanám á háskólastigi
meðal áhugaverðra kosta
Hús Fjöltækniskólans við Háteigsveg. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.