Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 60
60
Fimm ára reglan
Björgólfur Jóhannsson hóf
störf hjá Icelandic 1. janúar
árið 2006, var þá fram-
kvæmdastjóri viðskiptaþróun-
ar, en við starfi forstjóra tók
hann tæpum þremur mán-
uðum síðar eða þann 23.
mars 2006. Áður hafði hann
gegnt starfi forstjóra Síld-
arvinnslunnar í Neskaupstað.
„Ég ákvað að slá til þegar mér
bauðst starf hjá Icelandic.
Vissulega yfirgaf ég gott félag,
það stóð traustum fótum eftir
mikla uppbyggingu á liðnum
árum. En allt hefur sinn tíma.
Ég hafði unnið hjá Síld-
arvinnslunni í 7 ár og það er
ágætur tími. Stundum er sagt
að menn séu búnir með það
sem þeir ætla sér að gera hjá
fyrirtækjum af þessu tagi eftir
5 ár, ég held það sé ágætis
S A L A S J Á V A R A F U R Ð A
Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group:
Búið að bretta upp
ermar og hrista
upp reksturinn
Icelandic Group er félag sem byggir á gömlum grunni. Það rekur sögu sína 65 ár aftur í tímann, var áður Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna (SH). Miklar hræringar hafa verið hjá félaginu undanfarin ár, eigendaskipti og stjórnendaskipti. Stefnan hefur breyst, félagið
er ekki lengur að stærstum hluta fisksölufyrirtæki líkt og áður var, nú er áhersla lögð á framleiðsluna, frosna brauðaða framleiðslu,
tilbúna rétti, ferska og frosna og markmiðið að uppfylla kröfur 21. aldarinnar um aukin þægindi í matseld og að framleiða góðan
mat. Félagið hefur gengið í gegnum mikla vaxtarverki, það stækkaði mikið með kaupum á nýjum félögum á liðnum árum og nú hafa
menn brett upp ermar og eru að hrista upp í rekstrinum til aukins árangurs, stefnan er önnur, fókusinn skýrari. Afkoman er að
batna, þó enn sé nokkuð í land að reksturinn sé viðunandi. Mál horfa þó mjög til betri vegar.
Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.