Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 118
118
Í áratugi hefur fyrirtækið Po-
ulsen starfað með sjávarút-
veginum. Poulsen selur m.a.
úrval af mótorum, gírum og
lokum auk smurkerfa og
smurfeitis, þar sem fyrirtækið
er með umboð frá Lincoln,
Petro-Canada, Valvoline og
Castrol.
Poulsen er gamalgróið fyr-
irtæki – nálgast Ægi í aldri –
97 ára gamalt á þessu ári.
Fyrirtækið hefur þróast í tím-
ans rás og fylgt þeim straum-
um og stefnum sem verið
hafa á hverjum tíma. Vöruúr-
val Poulsen er mjög fjölbreyti-
legt. Sem fyrr segir flytur fyr-
irtækið inn og selur ýmiskon-
ar vélbúnað. Nefna má Brook
og Vemat rafmótora, NSK leg-
ur, Fenner reimar og reim-
skífur, Tsubaki drifkeðjur,
Moving vagnhjól, Worx hand-
hreinsi og Trelleborg gúmmí-
dúka og fleira.
Bílrúðuþjónusta
Eftir kaup Poulsen á Orka-
Snorri G. Guðmundsson hef-
ur fyrirtækið á boðstólum
ýmsar vörur sem tengjast bíla-
geiranum – t.d. Pilkington
bílrúður, DuPont bílalökk, 3M
slípivörur, bílavarahluti og
hand-, loft- og rafmagnsverk-
færi frá Sealey, Sonic, Hazet
og Gison.
Þá má ekki gleyma þeirri
þjónustu fyrir bílaeigendur er
lýtur að ísetningu bílrúða, en
Poulsen er með tvö sérhæfð
verkstæði í ísetningu á bílrúð-
um, annars vegar að Við-
arhöfða 2 og hins vegar í
Skeifunni. Einnig sendir Poul-
sen rúður, sem fyrirtækið flyt-
ur inn frá Pilkington, til ísetn-
ingar á öðrum bílaverkstæð-
um um allt land. Til marks
um hversu stór þáttur þetta er
nefnir Kristján Erling Jónsson,
sölu- og markaðsstjóri Poul-
sen, að einn starfsmaður sé
aðeins í því að pakka rúðum
til þess að senda út á land.
Framan af var einungis um
að ræða framrúðuskipti, en
með breyttum tryggingaskil-
málum sem fela í sér að
tryggingafélögin bæti bílrúð-
utjón almennt, annast verk-
stæði Poulsen skipti á öllum
rúðum í bílnum. Kristján Er-
ling nefnir að á einum degi
sé skipt um rúður á verkstæð-
um fyrirtækisins í allt að 15-
16 bifreiðum.
Þá er vert að geta um ým-
iskonar vörur fyrir landbún-
aðinn sem Poulsen hóf að
selja fyrir nokkrum árum og
hefur sá þáttur vaxið í starf-
seminni.
Dæmi um aðrar vörur sem
Poulsen hefur á boðstólum
eru heitir pottar af gerðinni
Coast-Spas ásamt fylgihlutum,
en mikil aukning hefur orðið
í sölu á heitum pottum hér á
landi á síðustu árum.
Í takt við tímann
Eins og áður segir er Poulsen
gamalgróið fyrirtæki, sem hef-
ur þróast í tímans rás. Nú
starfa um þrjátíu starfsmenn
hjá fyrirtækinu.
Á tæpri öld hafa ekki orð-
ið tíðar breytingar á eign-
arhaldi Poulsen. Núverandi
eigendur, sem eru Ragnar
Matthíasson, framkvæmda-
stjóri Poulsen, Lovísa Matt-
híasdóttir, fjármálastjóri,
Kristján Erling Jónsson og
Matthías Helgason, sem situr í
stjórn Poulsen en kemur ekki
að daglegum rekstri fyrirtæk-
isins, keyptu Poulsen árið
2001. „Poulsen hefur breyst
mjög í gegnum tíðina,“ sagði
Kristján Erling Jónsson í sam-
tali við Ægi. „Stofnandi Poul-
sen, Valdemar Poulsen, seldi
til að byrja með málma og
eldfastan leir. Einnig rak hann
járnsmiðju þar sem framleidd-
ir voru járnboltar. Í kringum
1920 seldi fyrirtækið máln-
ingu og ýmiskonar heimilis-
vörur og tíu árum síðar fór
fyrirtækið að selja olíur. Það
má því segja að við séum á
vissan hátt að nálgast það
sem Poulsen var að gera á
upphafsárunum. En almennt
má segja að fyrirtækið hefur
þróast í takt við það sem er
að gerast á markaðnum á
hverjum tíma,“ segir Kristján
Erling.
Þ J Ó N U S T A
Poulsen er gamalgróið þjónustufyrirtæki:
Með sjávarútveginum í tæpa öld
Kristján Erling Jónsson, sölu og markaðsstjóri, og Ragnar Matthíasson, framkvæmdastjóri Poulsen. Mynd: Sverrir Jónasson.