Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 86
86
„Það er engin spurning að
aukinn þungi er farinn að fær-
ast aftur yfir í svartolíuna.
Mér virðist að í nýsmíði skipa
sé miðað við brennslu svart-
olíu á stærri skipum og margir
hafa einnig látið breyta eldri
skipum þannig að þau brenni
svartolíu,“ segir Þorsteinn V.
Pétursson hjá fyrirtækjasviði
Skeljungs.
Töluverður kostnaðar er
því samfara að breyta eldri
skipum í að brenna svartolíu.
Setja þarf niður vélbúnað sem
gerir m.a. kleift að hita og
stýra seigju á svartolíunni. En
á móti kemur að svartolían er
töluvert ódýrari, í dag munar
sex til átta krónum á lítrann.
Eftir því sem svartolían er
þykkri, þeim mun ódýrari er
hún. „Þetta er ákveðið reikn-
ingsdæmi sem menn þurfa að
leggja niður fyrir sér í hverju
tilfelli,“ sagði Þorsteinn.
Þess má geta í þessu sam-
bandi að í tveimur væntanleg-
um, nýjum skipum Ramma
(sem áður hét Þormóður
rammi-Sæberg) er gert ráð
fyrir brennslu svartolíu. Þró-
unin virðist því vera í þessa
átt, að minnsta kosti eins og
er. Þorsteinn reiknar með að
þessi þróun haldi áfram, allar
götur á meðan olían er í svo
háu verði.
„Eftir olíukreppuna 1973
fóru margar útgerðir út í
breytingar á skipum til þess
að láta þau brenna svartolíu.
Þegar olían fór síðan aftur að
lækka í verði breyttist þetta,
en síðustu tvö árin, hefur þró-
unin greinilega verið í þá átt
að nýju að skipum sé breytt
yfir í svartolíu. Við merkjum
mjög greinilega aukningu í
sölu á svartolíunni,“ segir Þor-
steinn.
Í smurolíunni segir Þor-
steinn að séu engar bylting-
arkenndar breytingar. En
gæði smurolíunnar séu þó
alltaf að aukast í takt við kröf-
ur vélaframleiðenda.
Margvísleg þjónusta við sjáv-
arútveginn
Skeljungur hefur sem kunn-
ugt er unnið náið með sjáv-
arútveginum á Íslandi áratug-
um saman. Fyrirtækið er með
sérstaka skipaþjónustu, sem
kappkostar að þjóna sjávarút-
veginum og þeim sem í grein-
inni starfa á ýmsan hátt.
Nefna má sem dæmi að
Skipaþjónusta Skeljungs er
með ráðgjöf um notkun elds-
neytis og smurefna, víða er
smurolíunni dælt um borð í
skipin og þá hefur Skeljungur
oft milligöngu um eldsneytis-
og smurolíukaup íslenskra
skipa erlendis, auk þess að
veita skipum þjónustu í er-
lendum höfnum.
Að sögn Þorsteins V. Pét-
urssonar er áhersla lögð að
tryggja gæði eldsneytisins og
smurolíunnar. Ef grunur er
um að eitthvað sé ekki eins
og það eigi að vera eru gerð-
ar rannsóknir á smurolíuni á
rannsóknarstofunni Fjölveri.
Þá eru framkvæmdar kerf-
isbundnar rannsóknir á smur-
olíunni, svonefnd RLA-kerfi,
sem einkum er ætlað fyrir
skipavélar. Loks má nefna
svonefnda E-Quip vélagrein-
ingu, sem er kerfisbundið
rannsóknarferli, sambærilegt
við RLA, sem einkum er ætl-
að vélbúnaði í landi.
RLA-rannsóknirnar eru
gerð ar í Bretlandi og eru nið-
urstöður tölvukeyrðar í móð-
urtölvu þar sem safnað er öll-
um upplýsingum sem smur-
olíusýnið getur gefið um
ástand viðkomandi vélar. Með
samanburði við fyrri rann-
sóknir, gögn í tölvubönk-
unum og upplýsingar um
samskonar vélar í öllum
heimshornum má finna bil-
anir eða, það sem e.t.v. er
mikilvægara, yfirvofandi bil-
anir og greina hvað er að.
Þannig er hægt að fylgjast
með ástandi vélarinnar og
gera viðeigandi ráðstafanir
þegar bilun vofir yfir og
koma í veg fyrir stærra tjón
þegar eitthvað hefur brotnað.
E L D S N E Y T I
Svartolían sækir á
- á tímum hás olíuverðs – að sögn Þorsteins V. Péturssonar hjá Skeljungi
Fyrirtækjasviðsmennirnir hjá Skeljungi, Þorsteinn V. Pétursson og Lúðvík Björgvinsson. Mynd: Sverrir Jónasson.