Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 32

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 32
32 Á þessu ári má segja að Ísfell fagni tvöföldu afmæli – 40 ára og 15 ára afmæli. Þeir bræður, Pétur og Hólmsteinn Björns- synir, stóðu að stofnun Ísfells fyrir fimmtán árum ásamt þeim Páli Gestssyni og Jóni Leóssyni. Í september 2001 sameinaðist Ísfell Netasölunni undir kenni- tölu síðarnefnda fyrirtækisins og hét þá einfaldlega Ísfell- Netasalan. Í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Netasalan hóf rekstur og því er tvöfalt afmæli Ísfells í ár. Icedan sameinaðist síðan Ísfelli-Netasölunni í ársbyrjun 2003 og við þá sameiningu breyttist starfsemin töluvert og jafnframt var tekið upp að nýju nafnið Ísfell. Fyrirtækið breyttist úr því að vera inn- flutnings- og heildsölufyr- irtæki í að vera jafnframt framleiðslufyrirtæki, því Ice- dan hafði haslað sér völl í netagerð með rekstri fjögurra netaverkstæða. Með starfsemi á sjö stöðum á landinu Ísfell er nú með starfsemi á sjö stöðum á landinu. Höf- uðstöðvarnar eru nú í Hafn- arfirði, þar sem skipasmíða- stöðin Ósey, var áður til húsa, en utan höfuðborgarsvæðisins eru sex starfsstöðvar, reknar undir nafninu Ísnet, á Sauð- árkróki, Akureyri, Húsavík, Hornafirði, í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Þá er starfs- stöð Ísfells í St. John’s á Ný- fundnalandi. Í höfuðstöðvunum í Hafn- arfirði er alhliða heildsala með útgerðarvörur og björg- unar- og rekstrarvörur að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Auk veiðafæragerðar í starfs- stöðvum Ísnets eru þar á boð- stólum ýmsar rekstrar- og ör- yggisbúnaður. „Það breytti miklu fyrir okkur að fá þetta rúmgóða hús við Óseyrarbraut hér í Hafnarfirði og sameina alla okkar starfsemi hér á höf- uðborgarsvæðinu undir eitt þak,“ segir Hólmsteinn Björns- son, framkvæmdastjóri Ísfells. „Þetta auðveldaði margt og var á margan hátt til mikillar einföldunar. Birgðahald er á allan hátt miklu markvissara og betra og við höfum betri sýn yfir reksturinn frá degi til dags,“ segir Hólmsteinn. Aðaleigendur Ísfells í dag eru Pétur og Hólmsteinn Björnssynir, Daníel Þórarins- son, fyrrum eigandi Netasöl- unnar og einn af núverandi stjórnendum Ísfells, og norska fyrirtækið Selstad, sem var áður stór hluthafi í Icedan, og síðan eru nokkrir minni hlut- hafar. Hraðar breytingar í útgerð Hólmsteinn segir að vissulega hafi orðið miklar breytingar í útgerð hér á landi á síðustu árum og þjónustufyrirtækin við sjávarútveginn þurfi jafn- framt að laga sig að þessum breytingum – fylgja þeim eftir eins og skugginn, eins og hann orðar það. „Sjávarút- vegsfyrirtækjunum hefur ver- ið að fækka, en jafnframt hafa þau stækkað. Þeirra þarfir og kröfur eru öðruvísi og meiri og þeim reynum við að mæta eins og kostur er. Viðskipta- umhverfið hefur líka verið að breytast mikið á síðustu árum með bættum samgöngum, sem gerir það að verkum að fyrirtækin geta mjög auðveld- lega gert sín viðskipti erlend- is, ef þau kjósa svo. Þetta þýðir að við sem störfum í þessum þjónustugeira verð- um að standa okkur enn bet- ur til að geta orðið við óskum viðskiptavinanna,“ segir Hólm- steinn. Þ J Ó N U S T A Tvöfalt afmælisár hjá Ísfelli Hólmsteinn Björnsson (t.v.), framkvæmdastjóri Ísfells, og Daníel Þórarinsson, markaðsstjóri. Mynd: Sverrir Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.