Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 55
55
þjónusta, að ógleymdum rót-
um fólks og fjölskyldna, sögu
okkar og menningararfi. Það
er ekki lítil ákvörðun að gefa
heilt samfélag upp á bátinn.
Ég sakna hugmyndaflugs og
áræðis stjórnvalda við upp-
byggingu annarra atvinnu-
tækifæra en sjávarútvegs og
stóriðju,“ segir Guðrún sem
telur framlegð sjávarvegsins í
þjóðarkökuna halda áfram að
minnka næstu árin rétt eins
og eftirspurn eftir hágæða-
afurðum sem seldar eru dýrt
haldi áfram að aukast.
„Sem betur fer verður sjáv-
arútvegur minni sneið af
stærri köku. Það er engum
hollt að hafa öll eggin í sömu
körfu. Við erum heppin að
hafa sloppið lifandi frá því að
80% útflutnings okkar lágu í
einni grein og voru meira og
minna seld á sama markað.
Sem betur fer hafa fleiri stoðir
vaxið undir íslenskan efnahag
og því meira sem við byggj-
um á fólkinu sjálfu, þekkingu
þess og frumkvæði, þeim
mun betra. Stærsta auðlind
Íslendinga er mannauðurinn.
Við eigum að hlúa að þeirri
auðlind því hún hefur ótrú-
lega vaxtarmöguleika. Ef rétt
er að henni farið, vex hún við
aukna notkun.“
Tengja sjávarútveg við
háskólana
Tengsl atvinnulífs á Íslandi og
hins akademíska samfélags
eru sterk. Fara raunar sífellt
vaxandi. „Háskólarnir eiga að
vinna náið með atvinnulíf-
inu,“ segir Guðrún og telur
marga möguleika í stöðunni.
Nærtækt sé að minnast upp-
vaxtar Marels en fyrirtækið
fæddist í verkfræðideild Há-
skóla Íslands. Sama má segja
um fjölda annarra verkefna.
„Sjávarútvegur kemur inn á
mörg svið háskólanna. Upp í
hugann koma viðfangsefni á
sviði líffræði og raunvísinda,
tækni, fjarskipta, veiðarfæra,
gagnavinnslu, veiðistjórnunar,
reksturs útgerðarfyrirtækja,
markaðsmála, hafréttar, sögu,
félagsfræði, næringarfræði og
svo mætti lengi telja. Það má
tengja sjávarútveg á ótal vegu
við háskólana; rannsóknir
þeirra og nýsköpun. Ungt
fólk hefur sannarlega áhuga á
þessum málaflokki, ekki síst
þegar litið er á sjávarútveg frá
sjónarhorni auðlindanýtingar
og umhverfismála, og á af-
urðirnar sem matvæli sem
uppfylla margvíslegar kröfur
um hollustu og gæði,“ segir
Guðrún og ennfremur að við
Háskóla Íslands sé ný náms-
leið í boði; meistaranám í
umhverfis- og auðlindafræð-
um sem er þverfræðilegt sam-
starfsverkefni margra deilda.
Það nám njóti mikilla vin-
sælda, ekki bara innlendra
nemenda heldur einnig fólks
erlendis frá. Þar sé bæði þver-
fræðilegt og fjölþjóðlegt and-
rúmsloft – sem sýni að Íslend-
ingar hafa mikið fram að færa
í sjávarútvegsfræðum og fagn-
aðarefni sé hve vel hafi tekist
til.
Texti: Sigurður Bogi Sævarsson.
F R A M T Í Ð Í S L E N S K S S J Á V A R Ú T V E G S
Guðrún Pétursdóttir á skrifstofu sinni í Stofnun Sæmundar Fróða.
Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.
Íslenskur sjávarút-
vegur hefur þróast
meira á undanförnum
árum vegna krafna
markaðarins en
vegna alþjóðaskuld-
bindinga. Við höfum
orðið að temja okkur
sveigjanleika og ég
hef engar áhyggjur af
því að við höldum
ekki þeirri hæfni.