Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2007, Page 55

Ægir - 01.03.2007, Page 55
55 þjónusta, að ógleymdum rót- um fólks og fjölskyldna, sögu okkar og menningararfi. Það er ekki lítil ákvörðun að gefa heilt samfélag upp á bátinn. Ég sakna hugmyndaflugs og áræðis stjórnvalda við upp- byggingu annarra atvinnu- tækifæra en sjávarútvegs og stóriðju,“ segir Guðrún sem telur framlegð sjávarvegsins í þjóðarkökuna halda áfram að minnka næstu árin rétt eins og eftirspurn eftir hágæða- afurðum sem seldar eru dýrt haldi áfram að aukast. „Sem betur fer verður sjáv- arútvegur minni sneið af stærri köku. Það er engum hollt að hafa öll eggin í sömu körfu. Við erum heppin að hafa sloppið lifandi frá því að 80% útflutnings okkar lágu í einni grein og voru meira og minna seld á sama markað. Sem betur fer hafa fleiri stoðir vaxið undir íslenskan efnahag og því meira sem við byggj- um á fólkinu sjálfu, þekkingu þess og frumkvæði, þeim mun betra. Stærsta auðlind Íslendinga er mannauðurinn. Við eigum að hlúa að þeirri auðlind því hún hefur ótrú- lega vaxtarmöguleika. Ef rétt er að henni farið, vex hún við aukna notkun.“ Tengja sjávarútveg við háskólana Tengsl atvinnulífs á Íslandi og hins akademíska samfélags eru sterk. Fara raunar sífellt vaxandi. „Háskólarnir eiga að vinna náið með atvinnulíf- inu,“ segir Guðrún og telur marga möguleika í stöðunni. Nærtækt sé að minnast upp- vaxtar Marels en fyrirtækið fæddist í verkfræðideild Há- skóla Íslands. Sama má segja um fjölda annarra verkefna. „Sjávarútvegur kemur inn á mörg svið háskólanna. Upp í hugann koma viðfangsefni á sviði líffræði og raunvísinda, tækni, fjarskipta, veiðarfæra, gagnavinnslu, veiðistjórnunar, reksturs útgerðarfyrirtækja, markaðsmála, hafréttar, sögu, félagsfræði, næringarfræði og svo mætti lengi telja. Það má tengja sjávarútveg á ótal vegu við háskólana; rannsóknir þeirra og nýsköpun. Ungt fólk hefur sannarlega áhuga á þessum málaflokki, ekki síst þegar litið er á sjávarútveg frá sjónarhorni auðlindanýtingar og umhverfismála, og á af- urðirnar sem matvæli sem uppfylla margvíslegar kröfur um hollustu og gæði,“ segir Guðrún og ennfremur að við Háskóla Íslands sé ný náms- leið í boði; meistaranám í umhverfis- og auðlindafræð- um sem er þverfræðilegt sam- starfsverkefni margra deilda. Það nám njóti mikilla vin- sælda, ekki bara innlendra nemenda heldur einnig fólks erlendis frá. Þar sé bæði þver- fræðilegt og fjölþjóðlegt and- rúmsloft – sem sýni að Íslend- ingar hafa mikið fram að færa í sjávarútvegsfræðum og fagn- aðarefni sé hve vel hafi tekist til. Texti: Sigurður Bogi Sævarsson. F R A M T Í Ð Í S L E N S K S S J Á V A R Ú T V E G S Guðrún Pétursdóttir á skrifstofu sinni í Stofnun Sæmundar Fróða. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. Íslenskur sjávarút- vegur hefur þróast meira á undanförnum árum vegna krafna markaðarins en vegna alþjóðaskuld- bindinga. Við höfum orðið að temja okkur sveigjanleika og ég hef engar áhyggjur af því að við höldum ekki þeirri hæfni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.