Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 15
15
Þ J Ó N U S T A
DNG komið á athafna-
svæði Slippsins
Í kjölfar breytinga á eign-
arhaldi DNG, þegar eigendur
Slippsins á Akureyri, eign-
uðust helmingshlut í DNG á
móti norska fyrirtækinu Mus-
tad, var starfsemi DNG flutt á
síðasta ári í húsakynni Slipps-
ins að Naustatanga 2.
Helgi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri DNG, segir fyr-
irtækið vel staðsett á athafna-
svæði Slippsins, gott sé að sjá
til sjávar, eins og hann orðar
það og að vera í nábýli við
starfsemi Slippsins. „Við telj-
um það styrk fyrir þessi þrjú
fyrirtæki – Slippinn, DNG og
Seiglu – að vera hér á sama
svæðinu. Samstarf fyrirtækj-
anna er í mótun, en við telj-
um að í því liggi ýmis sókn-
arfæri,“ segir Helgi.
DNG, sem hefur verið rek-
ið í 25 ár, er ekki hvað síst
þekkt fyrir færavindurnar –
hér á landi og víða um heim.
Enn er DNG að þróa færa-
vindurnar fyrir innlendan
markað og ekki síður erlenda
markaði, en stærstu erlendu
markaðir fyrir þær hafa verið
og eru í Færeyjum og Noregi,
en ennig í Írlandi og Skot-
landi. „Stærstur hluti þeirra
færavinda sem við erum að
framleiða í dag fer á erlendan
markað, enda hafa breytingar
á fiskveiðistjórnunarkerfinu
gert það að verkum að færa-
veiðar hafa að stórum hluta
lagst af hér á landi. Þess
vegna eru okkar markaðir í
færavindum fyrst og fremst
erlendis.”
DNG er einnig í fram-
leiðslu á línuspilum í tengslum
við Mustad línubeitningarvél-
arnar. Helgi segir aukningu
hafa verið í niðursetningu
línukerfa í nýjustu smábátana.
Línuspilin eru í grunninn eins,
en mismunandi að umfangi
eftir stærð bátanna.
Helgi telur að ákveðin
sóknarfæri séu fyrir DNG í
framleiðslu á færavindum fyrir
makrílveiðar, sem eru nú
stundaðar í Noregi og margt
bendi til að þær verði auknar.
„Stór hluti af vindunum frá
okkur í Noregi eru notaðar í
makrílveiðar og þetta er í
skoðun víðar. Við bindum
ákveðnar vonir við þetta,“
segir Helgi.
Auk þess sem að framan
greinir framleiðir DNG búnað
fyrir Vaka í tengslum við fisk-
eldi – fyrst og fremst teljara
og flokkara. DNG er nú til húsa að Naustatanga 2, í sama húsi og skrifstofur Slippsins.