Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 50

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 50
50 Árið 2022 segist Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB- Granda sjá fyrir sér að versl- anakeðjur selji tilbúna fisk- rétti, unna úr eldisfiski frá As- íu. Fáeinar dýrari verslanir selji enn hráan fisk fyrir þá fáu kaupendur, sem enn elda slíkt lostæti. Flestir veitinga- staðir selji einnig eldisfisk, sem oft sé foreldaður í asísk- um verksmiðjum. Betri staðir leggi þó upp úr því að selja ferskan, villtan fisk, sem ým- ist er fluttur utan frystur eða kældur. „Þessar betri búðir og veit- ingastaðir markaðssetja sér- staklega íslenskan fisk. Það er enda orðið lýðum ljóst, að Ís- land er ein af fáum uppsprett- um gæðafisks, sem veiddur er úr vel vörðum fiskistofnum. Íslandsmerkið hefur áunnið sér traust markaðarins og er orðið tákn um traustan upp- runa. Kaupendur þessir kjósa náið samband við upprunann og kaupa beint af þeim fyr- irtækjum, sem veiða og frum- vinna aflann. Sjávarútvegsfyr- irtækin íslensku hafa lagað alla starfsemi sína að þessum markaði. Sú markaðssetning hefur kostað miklar fjárfest- ingar í formi aukinnar þjón- ustu og bættrar virðiskeðju. Þessi fjárfesting hefur einung- is verið á færi stórra fyr- irtækja. Því hafa orðið til stór fyrirtæki, með markaðshlut- deild sambærilega við það sem gerist í öðrum atvinnu- greinum. Öll starfsemin snýst um að koma fiskinum sem ferskustum í hendur kaup- enda á sem stystum tíma. Út- gerð, vinnsla og markaðssetn- ing er af þessum sökum full- komlega samhæfð, ýmist með sameiginlegu eignarhaldi eða með langtímasamningum á milli samstarfsaðila,“ segir Eggert B. Guðmundsson. F R A M T Í Ð Í S L E N S K S S J Á V A R Ú T V E G S „Sjávarútvegur mun áfram verða undirstöðuatvinnugrein byggðarlaga þar sem þekking og geta er fyrir hendi, þar sem samgöngur eru góðar og samskiptamöguleikar í lagi. Þetta eru sömu þættir og eiga við um allan annan atvinnu- rekstur og engan þeirra má vanta,“ segir Svanfríður Jón- asdóttir, bæjarstjóri í Dalvík- urbyggð og fyrrv. alþingismað- ur. „Sjávarafurðir eru í harðri samkeppni við önnur matvæli á mörkuðum. Sú samkeppni mun ekki minnka. Til að mæta henni verður lögð sífellt meiri áhersla á hollustu, hreina ímynd og rekjanleika. Sömu atriði munu eiga við í glímunni við umhverfissinna sem hafa sífellt meiri áhrif á val neytenda. Þar skipta máli ómengað haf, sjálfbærar veið- ar og þekking í öllu vinnslu- ferlinu. Íslenskar sjávarafurðir eiga líka í samkeppni við af- urðir sem eru unnar í þróun- arlöndum þar sem hendurnar eru margar og launin lág. Svar vinnslunnar við því verð- ur áfram aukin tæknivæðing og/eða sérvinnsla fyrir þrönga neytendamarkaði. Í báðum tilfellum er þekking lykill að framförum og árangri. Mennt- un og mannauður er því svar- ið í sjávarútvegi rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Ég hef alltaf verið bjartsýn og haft trú á getu og möguleik- um íslensks sjávarútvegs. Mér finnst full ástæða til að vera það áfram,“ segir Svanfríður. Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð: Bjartsýn á getu og möguleika Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB-Granda. Íslandsmerkið hefur áunnið sér traust markaðarins og er orðið tákn um traustan uppruna. Sjávarafurðir eru í harðri samkeppni við önnur matvæli á mörkuðum. Sú sam- keppni mun ekki minnka. Til að mæta henni verður lögð sífellt meiri áhersla á hollustu, hreina ímynd og rekjanleika. Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB-Granda: Ísland er uppspretta gæðafisks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.