Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 50
50
Árið 2022 segist Eggert B.
Guðmundsson, forstjóri HB-
Granda sjá fyrir sér að versl-
anakeðjur selji tilbúna fisk-
rétti, unna úr eldisfiski frá As-
íu. Fáeinar dýrari verslanir
selji enn hráan fisk fyrir þá
fáu kaupendur, sem enn elda
slíkt lostæti. Flestir veitinga-
staðir selji einnig eldisfisk,
sem oft sé foreldaður í asísk-
um verksmiðjum. Betri staðir
leggi þó upp úr því að selja
ferskan, villtan fisk, sem ým-
ist er fluttur utan frystur eða
kældur.
„Þessar betri búðir og veit-
ingastaðir markaðssetja sér-
staklega íslenskan fisk. Það er
enda orðið lýðum ljóst, að Ís-
land er ein af fáum uppsprett-
um gæðafisks, sem veiddur er
úr vel vörðum fiskistofnum.
Íslandsmerkið hefur áunnið
sér traust markaðarins og er
orðið tákn um traustan upp-
runa. Kaupendur þessir kjósa
náið samband við upprunann
og kaupa beint af þeim fyr-
irtækjum, sem veiða og frum-
vinna aflann. Sjávarútvegsfyr-
irtækin íslensku hafa lagað
alla starfsemi sína að þessum
markaði. Sú markaðssetning
hefur kostað miklar fjárfest-
ingar í formi aukinnar þjón-
ustu og bættrar virðiskeðju.
Þessi fjárfesting hefur einung-
is verið á færi stórra fyr-
irtækja. Því hafa orðið til stór
fyrirtæki, með markaðshlut-
deild sambærilega við það
sem gerist í öðrum atvinnu-
greinum. Öll starfsemin snýst
um að koma fiskinum sem
ferskustum í hendur kaup-
enda á sem stystum tíma. Út-
gerð, vinnsla og markaðssetn-
ing er af þessum sökum full-
komlega samhæfð, ýmist með
sameiginlegu eignarhaldi eða
með langtímasamningum á
milli samstarfsaðila,“ segir
Eggert B. Guðmundsson.
F R A M T Í Ð Í S L E N S K S S J Á V A R Ú T V E G S
„Sjávarútvegur mun áfram
verða undirstöðuatvinnugrein
byggðarlaga þar sem þekking
og geta er fyrir hendi, þar
sem samgöngur eru góðar og
samskiptamöguleikar í lagi.
Þetta eru sömu þættir og eiga
við um allan annan atvinnu-
rekstur og engan þeirra má
vanta,“ segir Svanfríður Jón-
asdóttir, bæjarstjóri í Dalvík-
urbyggð og fyrrv. alþingismað-
ur.
„Sjávarafurðir eru í harðri
samkeppni við önnur matvæli
á mörkuðum. Sú samkeppni
mun ekki minnka. Til að
mæta henni verður lögð sífellt
meiri áhersla á hollustu,
hreina ímynd og rekjanleika.
Sömu atriði munu eiga við í
glímunni við umhverfissinna
sem hafa sífellt meiri áhrif á
val neytenda. Þar skipta máli
ómengað haf, sjálfbærar veið-
ar og þekking í öllu vinnslu-
ferlinu. Íslenskar sjávarafurðir
eiga líka í samkeppni við af-
urðir sem eru unnar í þróun-
arlöndum þar sem hendurnar
eru margar og launin lág.
Svar vinnslunnar við því verð-
ur áfram aukin tæknivæðing
og/eða sérvinnsla fyrir þrönga
neytendamarkaði. Í báðum
tilfellum er þekking lykill að
framförum og árangri. Mennt-
un og mannauður er því svar-
ið í sjávarútvegi rétt eins og á
öðrum sviðum atvinnulífsins.
Ég hef alltaf verið bjartsýn og
haft trú á getu og möguleik-
um íslensks sjávarútvegs. Mér
finnst full ástæða til að vera
það áfram,“ segir Svanfríður.
Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð:
Bjartsýn á getu og möguleika
Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB-Granda.
Íslandsmerkið hefur
áunnið sér traust
markaðarins og er
orðið tákn um
traustan uppruna.
Sjávarafurðir eru í
harðri samkeppni við
önnur matvæli á
mörkuðum. Sú sam-
keppni mun ekki
minnka. Til að mæta
henni verður lögð
sífellt meiri áhersla á
hollustu, hreina
ímynd og rekjanleika.
Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð.
Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB-Granda:
Ísland er uppspretta gæðafisks