Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 106
106
Hleragerðin hefur verið starf-
rækt í Reykjavík í á fjórða ára-
tug og er í dag eftir því sem
næst verður komist eina sér-
hæfða íslenska hlerasmiðjan.
Til að byrja með var Hleragerð-
in á Selvogsgötu, þar sem
Hlera og rúllugerðin var, en
undanfarin ár hefur starfsem-
in verið að Fiskislóð 49-51 og
þar starfa nú átta menn í dag.
Fyrir nokkrum misserum
kom Hleragerðin með á
markaðinn nýjar gerðir flot-
og botnvörpuhlera – sem
heita Júpiter- Júpiter Hydrow-
ing og Neptúnus, og hafa þeir
fengið góðar viðtökur. Hler-
arnir voru smíðaðir í samstarfi
Hleragerðarinnar og Atla Jósa-
fatssonar hjá Polar, sem hann-
aði hlerana.
Auk hlera framleiðir Hlera-
gerðin einnig allar gerðir
hleranemafestinga, þríhyrnur,
fiskilínuhringi úr rústfríu, stáli
og komprimeruðu öxulstáli,
karakróka fyrir fiskikör, bobb-
ingastoppara o.fl. Þá má ekki
gleyma þeim þætti í starfsemi
Hleragerðarinnar, sem er við-
gerðir á hlerum – bæði hler-
um sem Hleragerðin hefur
framleitt og öllum hlerum
sem aðrir flytja inn. Hlera-
gerðin er og hefur verið í
framleiðslu á mörgum stærð-
um og gerðum af hlerum.
„Verkefnið í okkar þróun-
arvinnu hefur ekki síst verið
að reyna að minnka viðnám
trollhleranna eins og kostur
er. Það liggur mikil þróun-
arvinna að baki áður en hler-
inn verður tilbúinn til notk-
unar, þess vegna er samstarf
okkar Atla okkur mjög mik-
ilvæg. Fyrst þarf að teikna
upp hugmyndina og síðan að
smíða líkan sem er farið með
til Hirtshals í Danmörku þar
sem virknin er könnuð í
veiðafæratanki til þess að
mæla alla krafta og hvað bet-
ur megi fara,“ segir Bjarni.
Mikilvægt að minnka
viðnámið
Bjarni Sigurðssonar, verkstjóri
Hleragerðarinnar, segir að
þessir Júpiter- og Júpiter-Hy-
drowing, ásamt Neptún-
ushlerum séu grunnurinn að
því sem Hleragerðin muni
þróa frekar og hafa á boðstól-
um á næstu misserum. „Þessir
hlerar eru töluvert frábrugðnir
því sem áður var. Núna er
horft í auknum mæli á við-
námið í hleranum og minnka
þannig olíueyðsluna,“ segir
Bjarni. Hleragerðin hefur
lengi átt samstarf við Málm-
steypu Þorgríms Jónssonar,
sem steypir hleraskóna.
Bjarni lætur af því að mik-
ið sé að gera um þessar
mundir hjá Hleragerðinni og
til marks um það sé sem
stendur verið að smíða þrjú
hlerapör. Bjarni segir afar
misjafnt hversu lengi hlerar
endist, það ráðist að miklu
leyti af botninum. En 3-5 ár
er algengt.
Þ J Ó N U S T A
Júpíter- og Neptúnushlerar
frá Hleragerðinni
Nokkrir af starfsmönnum Hleragerðarinnar. Frá vinstri: Símon, Anton, Gísli, Arnar, Sigurður og Bjarni. Mynd: Sverrir Jónasson.