Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 100
100
E L D S N E Y T I
„Það sem ber hæst í sam-
bandi við eldsneytismál flot-
ans er að margir eru að skipta
yfir á svartolíu. Nú þegar hef-
ur mörgum stærri skipum ver-
ið breytt í þessa veru og ég
veit um útgerðir sem eru að
hugsa sinn gang. Þessar
breytingar þurfa ekki að koma
á óvart, enda er svartolían
mun ódýrari kostur og þegar
um er að ræða stór skip er
fjárfestingin við að breyta yfir
á svartolíu tiltölulega fljót að
borga sig. En auðvitað er það
svo að þetta er ákveðið reikn-
ingsdæmi í hverju tilfelli fyrir
sig, skipin þurfa að vera af
ákveðinni stærð til þess að
þessi breyting varðandi elds-
neytið borgi sig,“ segir Krist-
inn Leifsson, deildarstjóri
eldsneytis- og smurolíudeildar
Olís.
Breyting á eldsneyti í
framtíðinni
Kristinn segir að út af fyrir sig
sé það ekki mjög flókin að-
gerð að breyta skipunum yfir
á svartolíu. Hins vegar þurfi
menn að hafa í huga að elds-
neytið muni taka breytingum
í framtíðinni. „Nú er verið að
nota svokallaða „straigt-run“-
olíu, en svartolían mun í
framtíðini hafa rennslismark
+30 og undir það verða út-
gerðirnar að búa sig. Þetta
þýðir að það þarf að koma til
upphitun í tönkum og fleira. Í
dag hefur svartolían rennsl-
ismark nálægt +10 og allt nið-
ur í -5 – 6. Þessi „straight-
run“-olía mun ekki verða á
boðstólum í framtíðinni, það
liggur nokkuð ljóst fyrir,“ seg-
ir Kristinn.
Dæmi um skip sem þegar
hefur verið breytt yfir á svart-
olíu má nefna nokkur skip
Samherja – t.d. Akureyrina,
Margréti, Vilhelm Þorsteins-
son og Baldvin Þorsteinsson.
Kristinn segir að útgerðir
séu byrjaðar að nota svokall-
aða 30-svartolíu, en einnig
180-svartolíu og einnig horfa
menn til þess að nota 380-
olíu. Því hærra gildi, því
þykkari olía.
Kristinn segir að í magni
hafi ekki orðið stórar breyt-
ingar í olíusölunni. Skipum
og bátum hefur reyndar fækk-
að til muna á undanförnum
árum, en á móti hafa skipin
verið að stækka.
Rannsóknir á smurolíunni
Auk eldsneytisins selur Olís
smurolíur fyrir fiskiskipaflot-
ann og er með ýmiskonar
þjónustu í þeim efnum. Meðal
annars er boðið upp á rann-
sóknarþjónustu, sem felst í
því að sýni eru tekin úr smur-
olíu vélarinnar og þau rann-
sökuð. „Þessi sýni geta m.a.
sagt til um ástand vélarinnar.
Þessar mælingar leiða í ljós
slitmálma, hvort eldsneyti er
komið saman við smurolíuna
og fleira. Yfirleitt taka vélstjór-
ar stærri skipanna, sem eru
um einn mánuð í hverjum túr,
sýni úr smurolíunni eftir hvern
túr og senda okkur til rann-
sóknar. Þetta er afar mik-
ilvægur eftirlitsþáttur til þess
að fylgjast vel með vélunum
og finna út hvort bilanir séu
farnar að gera vart við sig,“
segir Kristinn.
Svartolíuskipunum fjölgar
Til hamingju með 100 ára afmælið!
Kristinn Leifsson, deildarstjóri eldsneytis- og smurolíudeildar Olís.
Mynd: Sverrir Jónasson.
Grindavík
Þingeyri
Húsavík
Djúpivogur
Loðnuvinnslan hf.
Fáskrúðsfirði
Gullberg hf.
Langatanga 5 - 710 Seyðisfjörður
Hvalur hf.
Reykjavíkurvegi 48
220 Hafnarfjörður
HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN
Skúlagata 4, Pósthólf 1390, 121 Reykjavík
Sími: 575-2000, fax: 575-2001,
heimasíða: http://www.hafro.is